Tafir á flugi

Tafir urðu á flugi til og frá landinu um helgina vegna óánægju flugumferðastjóra með nýtt vaktakerfi. Nokkrir flugumferðarstjórar tilkynntu sig veika og fékkst enginn til að koma á aukavakt. Að sögn Ásgeirs Pálsson, framkvæmdastjóra flugumferðarsviðs, bárust kvartanir frá Flugleiðum og Air Canada vegna tafanna. Ekki hafi verið annað hægt en að lækka þjónustustigið sökum skyndiforfalla flugumferðarstjóranna.