Floyd Landis sigraði

Bandaríkjamaðurinn Floyd Landis er sigurvegari í Frakklandshjólreiðunum árið 2006. Landis var nánast öruggur með sigurinn eftir góða frammistöðu í gær og varð með sigrinum þriðji Bandaríkjamaðurinn til að vinna keppnina. Oscar Pereiro frá Spáni varð annar í keppninni og Þjóðverjinn Andreas Kloeden þriðji.