Reyndi að synda í kringum Reykjavík 23. júlí 2006 12:08 ÚR MYNDASAFNI Benedikt er að sögn kunnugra er einn öflugasti sjósundkappi landsins. MYND/E.Ól. Sjósundkappinn Benedikt Lafleur varð í gær fyrsti maðurinn í um hálfa öld til að reyna að synda í kringum Reykjavík. Sundið var liður í undirbúningi kappans fyrir sund yfir Ermasundið eftir rúman mánuð. Benedikt, sem að sögn kunnugra er einn öflugasti sjósundkappi landsins, hefur undirbúið sig að kappi fyrir Ermasundið undanfarna mánuði. Með tiltækinu vill hann vekja athygli almennings á gildi sjósunds fyrir líkama og sál, en um leið er því ætlað að vekja fólk til vitundar um skuggahliðar nútímans, sem að sögn Bendikts birtist okkur með áberandi hætti í formi mansals. Sundið í kringum Reykjavík var í þremur áföngum, tæplega 13,5 kílómeters vegalengd í heildina. Engum Íslendingi hefur hvorki tekist að synda yfir Ermasundið né í kringum Reykjavík, en hvort tveggja var reynt fyrir um hálfri öld. Sundið gekk ágætlega hjá Benedikt, en hann þurfti þó að stoppa hjá Gróttu. Og þegar u.þ.b. einn kílómeter var eftir af þriðja og síðasta leggnum, frá Örfirisey yfir í Grafarvog, segist kappinn hafa farið að finna fyrir töluverðum kulda í skrokknum og höfðinu. Skynsemin hafi þá sagt honum að stoppa og hann þáði því far hjá björgunarsveitarmönnum sem fylgdu honum eftir þennan síðasta spöl. Benedikt segist þrátt fyrir þetta stefna ótrauður á Ermasundið í lok ágúst, og þeir sem vilja heita á hann geta hringt í síma 562 3500. Fréttir Innlent Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira
Sjósundkappinn Benedikt Lafleur varð í gær fyrsti maðurinn í um hálfa öld til að reyna að synda í kringum Reykjavík. Sundið var liður í undirbúningi kappans fyrir sund yfir Ermasundið eftir rúman mánuð. Benedikt, sem að sögn kunnugra er einn öflugasti sjósundkappi landsins, hefur undirbúið sig að kappi fyrir Ermasundið undanfarna mánuði. Með tiltækinu vill hann vekja athygli almennings á gildi sjósunds fyrir líkama og sál, en um leið er því ætlað að vekja fólk til vitundar um skuggahliðar nútímans, sem að sögn Bendikts birtist okkur með áberandi hætti í formi mansals. Sundið í kringum Reykjavík var í þremur áföngum, tæplega 13,5 kílómeters vegalengd í heildina. Engum Íslendingi hefur hvorki tekist að synda yfir Ermasundið né í kringum Reykjavík, en hvort tveggja var reynt fyrir um hálfri öld. Sundið gekk ágætlega hjá Benedikt, en hann þurfti þó að stoppa hjá Gróttu. Og þegar u.þ.b. einn kílómeter var eftir af þriðja og síðasta leggnum, frá Örfirisey yfir í Grafarvog, segist kappinn hafa farið að finna fyrir töluverðum kulda í skrokknum og höfðinu. Skynsemin hafi þá sagt honum að stoppa og hann þáði því far hjá björgunarsveitarmönnum sem fylgdu honum eftir þennan síðasta spöl. Benedikt segist þrátt fyrir þetta stefna ótrauður á Ermasundið í lok ágúst, og þeir sem vilja heita á hann geta hringt í síma 562 3500.
Fréttir Innlent Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Sjá meira