Floyd Landis í vænlegri stöðu

Bandaríkjamaðurinn Floyd Landis hefur forystu fyrir síðasta keppnisdaginn í Frakklandshjólreiðunum eftir að hann kom þriðji í mark á 19. leiðinni í dag. Hann klæðist því gulu treyjunni á morgun, þegar hjólað verður inn í Parísarborg í lokaáfanga þessarar frægustu hjólreiðakeppni heims.