Fulltrúi Byggðastofnunar segir af sér vegna meintra lögbrota 22. júlí 2006 12:59 Frá Vestmannaeyjum MYND/GVA Fulltrúi Byggðastofnunar í stjórn Eignarhaldsfélags Vestmanneyja hefur sagt af sér vegna lögbrota félagsins sem hann kallar svo. Í greinargerð hans til Byggðastofnunar kemur fram að Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Eyjum, greiddi aldrei fjórðung stofnfjár í eignarhaldsfélagi Vestmanneyja eins og þó hafði verið tilkynnt hlutafélagaskrá. Bergur Elías Ágústsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmanneyjum sem sat í stjórn Eignarhaldsfélags Vestmanneyja fyrir Byggðastofnun, hefur neitað að skrifa undir ársreikninga félagsins fyrir árin 2004 og 2005 þar sem ekki sé löglega að þeim staðið. Eignarhaldsfélag Vestmanneyja var stofnað í júní 2001. Stofnfé var fjórar milljónir króna. Ísfélag Vestmannaeyja greiddi helminginn. Guðjón Hjörleifsson og Þorsteinn Sverrisson, framkvæmdastjóri félagsins, lofuðu síðan, samkvæmt greinargerð hans til Byggðastofnunar sem fréttastofa hefur undir höndum, tveimur milljónum kr. í stofnfé sem aldrei skilaði sér. Í greinargerðinni segir að skrifleg tilkynning hafi borist um greiðslu stofnfésins til hlutafélagskrár. Endurskoðandi félagsins hafi hins vegar staðfest að féð hafi aldrei verið greitt. Byggðastofnun lagði svo til rúmar sjötíu og átta milljónir kr. í hlutafé en aðrir aðilar um hundrað milljónir samanlagt, þar á meðal Vestmenneyjarbær eða Þróunarfélag Vestmanneyja með þrjár milljónir. Daginn eftir stofnun eignarhaldsfélags Vestmanneyja, eða áður en öll hlutafjárloforð lágu fyrir, var tekin ákvörðun um að kaupa Íslensk matvæli fyrir hundrað og þrjátíu milljónir. Við stofnunina var Guðjón Hjörleifsson kosinn stjórnarformaður félagsins og Þorsteinn Sverrisson skráður framkvæmdastjóri en báðir fóru þeir með prókúru fyrir hönd félagsins. Þeir tóku svo ákvörðun um að kaupa Íslensk matvæli af Pharmaco daginn eftir að félagið var stofnað. Það steypti félaginu nánast í gjaldþrot eftir tap upp á tvö hundruð milljónir króna. Bæjarstjórnin í Eyjum var ekki upplýst um kaupin á Íslenskum matvælum þegar hún ákvað að kaupa hlutafé í eignarhaldsfélaginu fyrir þrjár milljónir, samkvæmt greinargerðinni. Þá var mánuður liðinn frá því að kaupin á Íslenskum matvælum voru ákveðin og hæg heimatökin, enda Guðjón Hjörleifsson þá bæjarstjóri og einnig stjórnarformaður eignarhaldsfélagsins. Fréttir Innlent Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira
Fulltrúi Byggðastofnunar í stjórn Eignarhaldsfélags Vestmanneyja hefur sagt af sér vegna lögbrota félagsins sem hann kallar svo. Í greinargerð hans til Byggðastofnunar kemur fram að Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Eyjum, greiddi aldrei fjórðung stofnfjár í eignarhaldsfélagi Vestmanneyja eins og þó hafði verið tilkynnt hlutafélagaskrá. Bergur Elías Ágústsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmanneyjum sem sat í stjórn Eignarhaldsfélags Vestmanneyja fyrir Byggðastofnun, hefur neitað að skrifa undir ársreikninga félagsins fyrir árin 2004 og 2005 þar sem ekki sé löglega að þeim staðið. Eignarhaldsfélag Vestmanneyja var stofnað í júní 2001. Stofnfé var fjórar milljónir króna. Ísfélag Vestmannaeyja greiddi helminginn. Guðjón Hjörleifsson og Þorsteinn Sverrisson, framkvæmdastjóri félagsins, lofuðu síðan, samkvæmt greinargerð hans til Byggðastofnunar sem fréttastofa hefur undir höndum, tveimur milljónum kr. í stofnfé sem aldrei skilaði sér. Í greinargerðinni segir að skrifleg tilkynning hafi borist um greiðslu stofnfésins til hlutafélagskrár. Endurskoðandi félagsins hafi hins vegar staðfest að féð hafi aldrei verið greitt. Byggðastofnun lagði svo til rúmar sjötíu og átta milljónir kr. í hlutafé en aðrir aðilar um hundrað milljónir samanlagt, þar á meðal Vestmenneyjarbær eða Þróunarfélag Vestmanneyja með þrjár milljónir. Daginn eftir stofnun eignarhaldsfélags Vestmanneyja, eða áður en öll hlutafjárloforð lágu fyrir, var tekin ákvörðun um að kaupa Íslensk matvæli fyrir hundrað og þrjátíu milljónir. Við stofnunina var Guðjón Hjörleifsson kosinn stjórnarformaður félagsins og Þorsteinn Sverrisson skráður framkvæmdastjóri en báðir fóru þeir með prókúru fyrir hönd félagsins. Þeir tóku svo ákvörðun um að kaupa Íslensk matvæli af Pharmaco daginn eftir að félagið var stofnað. Það steypti félaginu nánast í gjaldþrot eftir tap upp á tvö hundruð milljónir króna. Bæjarstjórnin í Eyjum var ekki upplýst um kaupin á Íslenskum matvælum þegar hún ákvað að kaupa hlutafé í eignarhaldsfélaginu fyrir þrjár milljónir, samkvæmt greinargerðinni. Þá var mánuður liðinn frá því að kaupin á Íslenskum matvælum voru ákveðin og hæg heimatökin, enda Guðjón Hjörleifsson þá bæjarstjóri og einnig stjórnarformaður eignarhaldsfélagsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Segist vita hver vó Geirfinn Innlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Innlent Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Innlent Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Innlent Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Innlent Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Innlent Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands Innlent Fleiri fréttir Airbus-þota Icelandair flaug í fyrsta sinn í dag Segist vita hver vó Geirfinn Miðflokksmenn séu mestu vælukjóarnir Ógildu lögin gætu bakað ríkinu skaðabótaskyldu Fern ný jarðgöng undirbúin meðan Fjarðarheiðin bíður Vita ekki hvað fór úrskeiðis Lykildagar fram undan: „Það er mjög erfitt ástand á heimilinu“ Hinsegin fólk í Bandaríkjunum horfir til Íslands „Klassískt dæmi“ um sérhagsmunagæslu Framsóknar og Sjálfstæðisflokks Sérhagsmunagæsla, lykildagar og bókaormar í beinni Málglaðasti þingmaðurinn talaði í þrjá og hálfan sólarhring Bein útsending: Kosningafundur Flugmálafélags Íslands Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Ólíklegt að gjósi í nóvember Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Sautján mál urðu að lögum og tvær þingsályktanir samþykktar Auka öryggið á Bland.is vegna svikahrappa Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Ekið á sex kindur viku eftir að ekið var á sjö Kosningafundur um jafnréttismál Lögfræðingar Alþingis vöruðu við breytingum á búvörulögum Lögfræðingar þingsins lögðu til að nýtt frumvarp yrði lagt fram Mál hjúkrunarfræðingsins tekið fyrir á ný í dag Fjölmennt á samstöðufundi foreldra leikskólabarna á Sauðárkróki Sexfalda greiðslur í fyrstu tæknifrjóvgun og tæknisæðing telur Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Leiðindafæri á Austurlandi og víða þungfært Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Sjá meira