Fulltrúi Byggðastofnunar segir af sér vegna meintra lögbrota 22. júlí 2006 12:59 Frá Vestmannaeyjum MYND/GVA Fulltrúi Byggðastofnunar í stjórn Eignarhaldsfélags Vestmanneyja hefur sagt af sér vegna lögbrota félagsins sem hann kallar svo. Í greinargerð hans til Byggðastofnunar kemur fram að Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Eyjum, greiddi aldrei fjórðung stofnfjár í eignarhaldsfélagi Vestmanneyja eins og þó hafði verið tilkynnt hlutafélagaskrá. Bergur Elías Ágústsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmanneyjum sem sat í stjórn Eignarhaldsfélags Vestmanneyja fyrir Byggðastofnun, hefur neitað að skrifa undir ársreikninga félagsins fyrir árin 2004 og 2005 þar sem ekki sé löglega að þeim staðið. Eignarhaldsfélag Vestmanneyja var stofnað í júní 2001. Stofnfé var fjórar milljónir króna. Ísfélag Vestmannaeyja greiddi helminginn. Guðjón Hjörleifsson og Þorsteinn Sverrisson, framkvæmdastjóri félagsins, lofuðu síðan, samkvæmt greinargerð hans til Byggðastofnunar sem fréttastofa hefur undir höndum, tveimur milljónum kr. í stofnfé sem aldrei skilaði sér. Í greinargerðinni segir að skrifleg tilkynning hafi borist um greiðslu stofnfésins til hlutafélagskrár. Endurskoðandi félagsins hafi hins vegar staðfest að féð hafi aldrei verið greitt. Byggðastofnun lagði svo til rúmar sjötíu og átta milljónir kr. í hlutafé en aðrir aðilar um hundrað milljónir samanlagt, þar á meðal Vestmenneyjarbær eða Þróunarfélag Vestmanneyja með þrjár milljónir. Daginn eftir stofnun eignarhaldsfélags Vestmanneyja, eða áður en öll hlutafjárloforð lágu fyrir, var tekin ákvörðun um að kaupa Íslensk matvæli fyrir hundrað og þrjátíu milljónir. Við stofnunina var Guðjón Hjörleifsson kosinn stjórnarformaður félagsins og Þorsteinn Sverrisson skráður framkvæmdastjóri en báðir fóru þeir með prókúru fyrir hönd félagsins. Þeir tóku svo ákvörðun um að kaupa Íslensk matvæli af Pharmaco daginn eftir að félagið var stofnað. Það steypti félaginu nánast í gjaldþrot eftir tap upp á tvö hundruð milljónir króna. Bæjarstjórnin í Eyjum var ekki upplýst um kaupin á Íslenskum matvælum þegar hún ákvað að kaupa hlutafé í eignarhaldsfélaginu fyrir þrjár milljónir, samkvæmt greinargerðinni. Þá var mánuður liðinn frá því að kaupin á Íslenskum matvælum voru ákveðin og hæg heimatökin, enda Guðjón Hjörleifsson þá bæjarstjóri og einnig stjórnarformaður eignarhaldsfélagsins. Fréttir Innlent Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira
Fulltrúi Byggðastofnunar í stjórn Eignarhaldsfélags Vestmanneyja hefur sagt af sér vegna lögbrota félagsins sem hann kallar svo. Í greinargerð hans til Byggðastofnunar kemur fram að Guðjón Hjörleifsson, alþingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri í Eyjum, greiddi aldrei fjórðung stofnfjár í eignarhaldsfélagi Vestmanneyja eins og þó hafði verið tilkynnt hlutafélagaskrá. Bergur Elías Ágústsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Vestmanneyjum sem sat í stjórn Eignarhaldsfélags Vestmanneyja fyrir Byggðastofnun, hefur neitað að skrifa undir ársreikninga félagsins fyrir árin 2004 og 2005 þar sem ekki sé löglega að þeim staðið. Eignarhaldsfélag Vestmanneyja var stofnað í júní 2001. Stofnfé var fjórar milljónir króna. Ísfélag Vestmannaeyja greiddi helminginn. Guðjón Hjörleifsson og Þorsteinn Sverrisson, framkvæmdastjóri félagsins, lofuðu síðan, samkvæmt greinargerð hans til Byggðastofnunar sem fréttastofa hefur undir höndum, tveimur milljónum kr. í stofnfé sem aldrei skilaði sér. Í greinargerðinni segir að skrifleg tilkynning hafi borist um greiðslu stofnfésins til hlutafélagskrár. Endurskoðandi félagsins hafi hins vegar staðfest að féð hafi aldrei verið greitt. Byggðastofnun lagði svo til rúmar sjötíu og átta milljónir kr. í hlutafé en aðrir aðilar um hundrað milljónir samanlagt, þar á meðal Vestmenneyjarbær eða Þróunarfélag Vestmanneyja með þrjár milljónir. Daginn eftir stofnun eignarhaldsfélags Vestmanneyja, eða áður en öll hlutafjárloforð lágu fyrir, var tekin ákvörðun um að kaupa Íslensk matvæli fyrir hundrað og þrjátíu milljónir. Við stofnunina var Guðjón Hjörleifsson kosinn stjórnarformaður félagsins og Þorsteinn Sverrisson skráður framkvæmdastjóri en báðir fóru þeir með prókúru fyrir hönd félagsins. Þeir tóku svo ákvörðun um að kaupa Íslensk matvæli af Pharmaco daginn eftir að félagið var stofnað. Það steypti félaginu nánast í gjaldþrot eftir tap upp á tvö hundruð milljónir króna. Bæjarstjórnin í Eyjum var ekki upplýst um kaupin á Íslenskum matvælum þegar hún ákvað að kaupa hlutafé í eignarhaldsfélaginu fyrir þrjár milljónir, samkvæmt greinargerðinni. Þá var mánuður liðinn frá því að kaupin á Íslenskum matvælum voru ákveðin og hæg heimatökin, enda Guðjón Hjörleifsson þá bæjarstjóri og einnig stjórnarformaður eignarhaldsfélagsins.
Fréttir Innlent Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Sjá meira