Hæstiréttur staðfesti nú síðdegis úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um að vísa frá fyrsta ákærulið nýrrar ákæru í Baugsmálinu. Settur saksóknari, Sigurður Tómas Magnússon, kærði úrskurð héraðsdóms en Hæstiréttur staðfesti hann með vísun í forsendur héraðsdóms.
Verjendur Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, Tryggva Jónssonar og Jóns Geralds Sullenbergers kærðu einnig ákvörðun héraðsdóms um að hafna kröfu um frávísun málsins í heild sinni en Hæstiréttur vísaði þeirri kæru frá.
