Framtíðarskipulag þyrlubjörgunarþjónustu á Íslandi 18. júlí 2006 17:50 Mynd/Vilhelm Gunnarsson Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur kynnt í ríkisstjórn skýrslu með tillögum um framtíðarskipulag þyrlubjörgunarþjónustu á Íslandi. Í skýrslunni er fjallað um hvernig þyrlum Landhelgisgæsla Íslands skuli búin til langframa og er megintillagan að með útboði verði leitað eftir kaupum á þremur nýjum, stórum og langdrægum björgunarþyrlum, en auk þess verði Dauphin-þyrlan áfram í rekstri. Talið er, að miðað við stöðu á alþjóðlegum þyrlumarkaði sé ekki við því að búast, að unnt verði að fá nýjar þyrlur, sem fullnægi þeim kröfum, sem gera verði, fyrr en á árunum 2010 til 2015. 23. maí síðastliðinn samþykkti ríkisstjórnin að samið yrði um leigu á tveimur þyrlum, annarri af Super Puma gerð og hinni af Dauphin gerð, til viðbótar þeim tveimur þyrlum, sem Landhelgisgæslan rekur nú. Gerður hefur verið leigusamningur vegna þessara þyrla sem tekur gildi 1. október. Einnig er til staðar samningur við fyrirtækið Norsk Helekopter um leigu á fullbúinni Super Puma björgunarþyrlu sem tók gildi 1. maí 2006. Í skýrslunni liggja frammi tillögur sem fela í sér að þyrlubjörgunarþjónustu verði sinnt af Landhelgisgæslu Íslands og að þyrlusveitin verði búin þremur nýjum, stórum og langdrægnum björgunarþyrlum auk núverandi Dauphin þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-SIF. Þar til að nýjar þyrlur verði keyptar verði fullnægjandi starfsgeta tryggð með leiguþyrlum. Einnig er lagt til að viðbragðsáætlanir þyrlubjörgunarsveitarinnar verði endurskoðaðar og sveigjanleiki í störfum hennar aukinn ásamt því að ferðir varðskipa með þyrlueldsneyti verði skipulagðar með samvinnu við þyrlu í huga. Rætt verði við norks stjórnvöld um samstarf við þyrlukaup og stefnt verði að því að útboðsauglýsing verið birt eins fljótt og auðið er. Einnig liggur frammi tillaga um að unnið verði að nánu samstarfi þjóða við Norður-Atlantshaf um samvinnu í leit- og björgun á hafinu, þar á meðal með samnýtingu á þyrlukosti. Stefnt er að því, að ákvörðun um útboð um kaup á nýjum þyrlum verði tekin í september/október 2006. Skýrslan var unnin af þeim Stefáni Eiríkssyni þáv. skrifstofustjóra, Leifi Magnússyni verkfræðingi og Georg Kr. Lárussyni forstjóra. Vinna þeirra byggðist á þeirri ákvörðun, sem dóms- og kirkjumálaráðherra kynnti í ríkisstjórn 24. mars 2006, að þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands yrði efld í áföngum, það er fyrst með leigu á þyrlum og nánu samstarfi við nágrannaþjóðir og síðan til langframa með kaupum eða leigu á nýjum þyrlum. Fréttir Innlent Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur kynnt í ríkisstjórn skýrslu með tillögum um framtíðarskipulag þyrlubjörgunarþjónustu á Íslandi. Í skýrslunni er fjallað um hvernig þyrlum Landhelgisgæsla Íslands skuli búin til langframa og er megintillagan að með útboði verði leitað eftir kaupum á þremur nýjum, stórum og langdrægum björgunarþyrlum, en auk þess verði Dauphin-þyrlan áfram í rekstri. Talið er, að miðað við stöðu á alþjóðlegum þyrlumarkaði sé ekki við því að búast, að unnt verði að fá nýjar þyrlur, sem fullnægi þeim kröfum, sem gera verði, fyrr en á árunum 2010 til 2015. 23. maí síðastliðinn samþykkti ríkisstjórnin að samið yrði um leigu á tveimur þyrlum, annarri af Super Puma gerð og hinni af Dauphin gerð, til viðbótar þeim tveimur þyrlum, sem Landhelgisgæslan rekur nú. Gerður hefur verið leigusamningur vegna þessara þyrla sem tekur gildi 1. október. Einnig er til staðar samningur við fyrirtækið Norsk Helekopter um leigu á fullbúinni Super Puma björgunarþyrlu sem tók gildi 1. maí 2006. Í skýrslunni liggja frammi tillögur sem fela í sér að þyrlubjörgunarþjónustu verði sinnt af Landhelgisgæslu Íslands og að þyrlusveitin verði búin þremur nýjum, stórum og langdrægnum björgunarþyrlum auk núverandi Dauphin þyrlu Landhelgisgæslunnar, TF-SIF. Þar til að nýjar þyrlur verði keyptar verði fullnægjandi starfsgeta tryggð með leiguþyrlum. Einnig er lagt til að viðbragðsáætlanir þyrlubjörgunarsveitarinnar verði endurskoðaðar og sveigjanleiki í störfum hennar aukinn ásamt því að ferðir varðskipa með þyrlueldsneyti verði skipulagðar með samvinnu við þyrlu í huga. Rætt verði við norks stjórnvöld um samstarf við þyrlukaup og stefnt verði að því að útboðsauglýsing verið birt eins fljótt og auðið er. Einnig liggur frammi tillaga um að unnið verði að nánu samstarfi þjóða við Norður-Atlantshaf um samvinnu í leit- og björgun á hafinu, þar á meðal með samnýtingu á þyrlukosti. Stefnt er að því, að ákvörðun um útboð um kaup á nýjum þyrlum verði tekin í september/október 2006. Skýrslan var unnin af þeim Stefáni Eiríkssyni þáv. skrifstofustjóra, Leifi Magnússyni verkfræðingi og Georg Kr. Lárussyni forstjóra. Vinna þeirra byggðist á þeirri ákvörðun, sem dóms- og kirkjumálaráðherra kynnti í ríkisstjórn 24. mars 2006, að þyrlusveit Landhelgisgæslu Íslands yrði efld í áföngum, það er fyrst með leigu á þyrlum og nánu samstarfi við nágrannaþjóðir og síðan til langframa með kaupum eða leigu á nýjum þyrlum.
Fréttir Innlent Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Fleiri fréttir Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent