Tröð á Hellissandi, svæði Skógræktar- og landverndarfélags Íslands var opnað síðastliðinn laugardag, undir merkjum "Opins skógar".
Skúli Alexandersson, formaður Skógræktar- og landverndarfélagsins undir Jökli, setti hátíðina. Einar K. Guðfinnson, sjávarútvegsráðherra, opnaði svo "Opinn skóg" í Tröð á Hellissandi með táknrænum hætti og gróðursetti hlynsplöntu að loknu ávarpi.
Að ávörpum loknum var gengið um Tröðina, aðstaðan og skógurinn skoðaður og gætt sér á veitingum.
Fjármögnun hf. og Pokasjóður voru styrktaraðilar þessa átaks í Tröðinni.
Innlent