
Innlent
400 e-töflur fundust við húsleit í Keflavík
Lögreglan í Keflavík handtók á föstudagskvöld sex manns vegna fíkniefnaviðskipta. Við húsleit fundust um 400 e-töflur, 15 grömm af amfetamíni og lítilræði af kókaíni. Fólkinu hefur öllu verið sleppt. Markaðsvirði e-taflnanna gæti numið um einni og hálfri milljón. Þrír gistu svo fangageymslur lögreglunnar í Keflavík í nótt vegna ölvunar, þar á meðal ökumaður sem tekinn var snemma í morgun fyrir ölvunarakstur en brást illa við og beit lögregluþjón.