Pokasjóður ÁTVR afhenti Umhverfisstofnun fimm milljóna króna styrk í dag til að bæta aðgengi ferðamanna að Gullfossi. Jónína Bjartmarz umhverfisráðherra tók við styrknum fyrir hönd stofnunarinnar í umhverfisráðuneytinu í dag. Á síðasta ári veitti pokasjóðurinn styrk að sömu upphæð til vinnu við gerð plankastéttar á efra plani við Gullfoss sem bætir aðgengi ferðamanna að útsýnispalli fyrir ofan fossinn. Á síðasta ári var lokið við að smíða um 200 metra og veitir ÁTVR styrkinn að þessu sinni til að unnt sé að ljúka gerð stéttarinnar, alveg að gestastofunni við Gullfoss.
5 milljóna styrkur til að bæta aðgengi að Gullfossi
