
Sport
Heimsmetið í 110 m grindahlaupi tvíbætt

Kínverski spretthlauparinn Liu Xiang setti í dag nýtt heimsmet í 110 m grindahlaupi þegar hann hljóp vegalengdina á 12,88 sekúndum á móti í Lausanne í Sviss. Bandaríkjamaðurinn Dominique Arnold varð annar á tímanum 12,90 sekúndum og sá tími er einnig betri en eldra heimsmetið upp á 12,91 sem þeir Xiang og Colin Jackson deildu með sér.