Tenniskappinn Roger Federer er kominn í undanúrslitin á Wimbledon mótinu í tennis eftir að hann valtaði yfir Króatann Mario Ancic 6-4, 6-4 og 6-4. Federer þótti leika ótrúlega í dag og það virtist ekki hafa nein áhrif á hann að fresta þurfti leiknum um tíma vegna rigninga.
Federer viðurkenndi að hann hefði verið í sínu besta formi og sagði sjálfstraust sitt vera í botni. Lánlaus andstæðingur hans tók í sama streng. "Ef ég hefði fengið að ráða, hefði ég vilja spila nákvæmlega eins og ég gerði í dag. Ég átti að mínu mati mjög góðan leik, en Federer er bara ótrúlegur spilari. Það var alveg sama hverju ég henti í hann - hann átti svör við öllu," sagði Ancic eftir leikinn.
Federer, sem hefur þrisvar sigrað á Wimbledon mótinu, mætir Svíanum Björn í undanúrslitunum.