Tilraunaskot skekur markaðinn 5. júlí 2006 10:21 Við kauphöllina í Japan. Mynd/AFP Tilraunaskot Norður-Kóreumanna í gærkvöldi skók hlutabréfamarkaði í Suður-Kóreu, Japan og í Evrópu. Fjárfestar seldu hlutabréf sín og tryggðu fjármuni sína með kaupum á gulli með þeim afleiðingum að gengi hlutabréfa á mörkuðunum lækkaði nokkuð. Tilraunaskotið er sagt geta haft áhrif á ákvörðun seðlabanka landanna um hækkun stýrivaxta. Gengi hlutabréfa lækkaði hratt á mörkuðum í Suður-Kóreu og Japan eftir tilraunaskot Norður-Kóreumanna. Markaðurinn jafnaði sig eftir því sem á leið og endaði í lækkun upp á 0,5 til 0,7 prósent. Sömu sögu er að segja að gengi gjaldmiðla í báðum löndunum. Gengi gulls hækkaði hins vegar örlítið fyrst í stað en lækkaði þegar á leið. Þá lækkaði gengi hlutabréfa á helstu mörkuðum í Evrópu um hálf prósentustig en fjárfestar í álfunni bíða viðbragða fjárfesta í Bandaríkjunum við tilraunaskoti Norður-Kóreumanna. Fjármálasérfræðingar telja tilraunaskotið hafa haft tímabundin áhrif á gengi hlutabréfa. Nikkei- 225 hlutabréfavísitalan í Japan lækkaði um 0,7 prósent og var þar með endir bundinn á fjögurra daga samfleyta hækkun hennar. Kospi-vísitalan í Suður-Kóreu lækkaði hins vegar um 0,5 prósent. Talsmaður seðlabanka Suður-Kóreu sagði tilraunaskotið geta haft áhrif á ákvörðun bankanna um hækkun stýrivaxta í vikunni. Fastlega er búist við að seðlabanki Japans hækki stýrivexti í næstu viku en þeir hafa staðið við núll prósent síðastliðin fimm ár. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Tilraunaskot Norður-Kóreumanna í gærkvöldi skók hlutabréfamarkaði í Suður-Kóreu, Japan og í Evrópu. Fjárfestar seldu hlutabréf sín og tryggðu fjármuni sína með kaupum á gulli með þeim afleiðingum að gengi hlutabréfa á mörkuðunum lækkaði nokkuð. Tilraunaskotið er sagt geta haft áhrif á ákvörðun seðlabanka landanna um hækkun stýrivaxta. Gengi hlutabréfa lækkaði hratt á mörkuðum í Suður-Kóreu og Japan eftir tilraunaskot Norður-Kóreumanna. Markaðurinn jafnaði sig eftir því sem á leið og endaði í lækkun upp á 0,5 til 0,7 prósent. Sömu sögu er að segja að gengi gjaldmiðla í báðum löndunum. Gengi gulls hækkaði hins vegar örlítið fyrst í stað en lækkaði þegar á leið. Þá lækkaði gengi hlutabréfa á helstu mörkuðum í Evrópu um hálf prósentustig en fjárfestar í álfunni bíða viðbragða fjárfesta í Bandaríkjunum við tilraunaskoti Norður-Kóreumanna. Fjármálasérfræðingar telja tilraunaskotið hafa haft tímabundin áhrif á gengi hlutabréfa. Nikkei- 225 hlutabréfavísitalan í Japan lækkaði um 0,7 prósent og var þar með endir bundinn á fjögurra daga samfleyta hækkun hennar. Kospi-vísitalan í Suður-Kóreu lækkaði hins vegar um 0,5 prósent. Talsmaður seðlabanka Suður-Kóreu sagði tilraunaskotið geta haft áhrif á ákvörðun bankanna um hækkun stýrivaxta í vikunni. Fastlega er búist við að seðlabanki Japans hækki stýrivexti í næstu viku en þeir hafa staðið við núll prósent síðastliðin fimm ár.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent 24 ára milljónamæringur: Með eitt par af hnífapörum, einn disk og örbylgjuofn Atvinnulíf Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira