Karlmaður var í dag dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir umferðarlagabrot, fíkniefnabrot og þjófnað í Héraðsdómi Suðurlands. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ítrekað ekið ökuréttindalaus en í eitt skipti fundust á honum fíkniefni. Þá var hann ákærður fyrir að hafa ítrekað dælt bensíni á bíl sinn og ekið í burt án þess að borga. Rauf hann skilorð ítrekað með brotum sínum og því þótti dóminum rétt að hann sætti níu mánaða fangelsi.

