Airbus hækkar verðið 23. júní 2006 10:51 Módel af A380 risaþotu frá Airbus. Flugvélarnar eru þær stærstu í heimi. Mynd/AFP Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur ákveðið að hækka verð á A380 risafarþegaþotunum. Að sögn stjórnenda fyrirtækisins hækkaði verð á öllum gerðum flugvéla fyrirtækisins fyrir hálfum mánuði líkt og gerist á hverju ári. Franska ríkið á stóran hlut í EADS, móðurfélagi Airbus. Hefur verið þrýst á ríkisstjórnina að hún skipti um yfirstjórn fyrirtækisins vegna ítrekaðra tafa á framleiðslu risaþotanna. Thierry Breton, fjármálaráðherra Frakklands, hefur m.a. fundað með æðstu stjórnendum móðurfélagsins og er búist við að hann greini frá breytingum á fyrirtækinu á næstu dögum með það fyrir augum að auka traust almennings á því. Flugfélög sem pantað hafa nýju risaþoturnar frá Airbus eru orðin langþreytt á töfum á framleiðslu flugvélanna og hefur m.a. Singapore Airlines ákveðið að kaupa fremur flugvélar frá Boeing en Airbus. Að sögn þýskra fjölmiðla mun verð á Airbus A380 risaþotunum hafa hækkað um 4 prósent, eða úr 235,4 milljónum evra, jafnvirði 22,3 milljarða íslenskra króna, í 251,6 milljónir evra, sem svarar til 23,6 milljarða íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir talsmann Airbus hafa staðfest að verð á risaþotunum hafi hækkað. Hann neitaði hins vegar að gefa upp verðið. Búist er við að fyrirtækið þurfi að greiða þeim flugfélögum sem hafa pantað flugvélar hjá Airbus skaðabætur vegna ítrekaðra tafa á framleiðslu vélanna. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Flugvélaframleiðandinn Airbus hefur ákveðið að hækka verð á A380 risafarþegaþotunum. Að sögn stjórnenda fyrirtækisins hækkaði verð á öllum gerðum flugvéla fyrirtækisins fyrir hálfum mánuði líkt og gerist á hverju ári. Franska ríkið á stóran hlut í EADS, móðurfélagi Airbus. Hefur verið þrýst á ríkisstjórnina að hún skipti um yfirstjórn fyrirtækisins vegna ítrekaðra tafa á framleiðslu risaþotanna. Thierry Breton, fjármálaráðherra Frakklands, hefur m.a. fundað með æðstu stjórnendum móðurfélagsins og er búist við að hann greini frá breytingum á fyrirtækinu á næstu dögum með það fyrir augum að auka traust almennings á því. Flugfélög sem pantað hafa nýju risaþoturnar frá Airbus eru orðin langþreytt á töfum á framleiðslu flugvélanna og hefur m.a. Singapore Airlines ákveðið að kaupa fremur flugvélar frá Boeing en Airbus. Að sögn þýskra fjölmiðla mun verð á Airbus A380 risaþotunum hafa hækkað um 4 prósent, eða úr 235,4 milljónum evra, jafnvirði 22,3 milljarða íslenskra króna, í 251,6 milljónir evra, sem svarar til 23,6 milljarða íslenskra króna. Breska ríkisútvarpið, BBC, segir talsmann Airbus hafa staðfest að verð á risaþotunum hafi hækkað. Hann neitaði hins vegar að gefa upp verðið. Búist er við að fyrirtækið þurfi að greiða þeim flugfélögum sem hafa pantað flugvélar hjá Airbus skaðabætur vegna ítrekaðra tafa á framleiðslu vélanna.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira