Ný kauphöll í Bretlandi? 19. júní 2006 11:23 Mynd/AFP Samruni kauphallarinnar í New York (NYSE) og samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext gæti leitt til þess að nýr hlutabréfamarkaður verði stofnaður í Lundúnum í Bretlandi til höfuðs kauphöllinni sem þar er fyrir. Þetta segir John Thain, forstjóri NYSE í samtali við breska blaðið Financial Times. NYSE hafði áhuga á yfirtöku á kauphöllinni í Lundúnum (LSE)en eftir kaup Nasdaq-hlutabréfamarkaðarins á fjórðungshlut í LSE runnu þær væntingar út í sandinn. Thain sagði í samtali við blaðið að NYSEgæti sett á laggirnar nýja kauphöll í Bretlandi til móts við LSE. Ástæðan fyrir samrunatilraunum bandarískra kauphalla við evrópskar kauphallir er m.a. sú að þeim bandarísku hefur ekki tekist að laða erlend fyrirtæki til skráningar í Bandaríkjunum í kjölfar hertari reglugerða um verðbréfamarkaði og fyrirtækjaskráningu í kjölfar Enron-hneykslisins. Yfirtökutilboð NYSE í samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext, sem rekur kauphallir í Belgíu og Hollandi, Frakklandi og í Portúgal, hefur þegar verið tilkynnt en með samruna kauphallanna verður til fyrsta kauphöllin með viðskipti beggja vegna Atlantshafsins. Þýska kauphöllin, Deutsche Börse, hefur lengi haft áhuga á samruna við Euronext og hefur verið haft eftir forstjóra kauphallarinnar að þær áætlanir hafi ekki verið blásnar af þrátt fyrir samruna Euronext og NYSE. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samruni kauphallarinnar í New York (NYSE) og samevrópska hlutabréfamarkaðarins Euronext gæti leitt til þess að nýr hlutabréfamarkaður verði stofnaður í Lundúnum í Bretlandi til höfuðs kauphöllinni sem þar er fyrir. Þetta segir John Thain, forstjóri NYSE í samtali við breska blaðið Financial Times. NYSE hafði áhuga á yfirtöku á kauphöllinni í Lundúnum (LSE)en eftir kaup Nasdaq-hlutabréfamarkaðarins á fjórðungshlut í LSE runnu þær væntingar út í sandinn. Thain sagði í samtali við blaðið að NYSEgæti sett á laggirnar nýja kauphöll í Bretlandi til móts við LSE. Ástæðan fyrir samrunatilraunum bandarískra kauphalla við evrópskar kauphallir er m.a. sú að þeim bandarísku hefur ekki tekist að laða erlend fyrirtæki til skráningar í Bandaríkjunum í kjölfar hertari reglugerða um verðbréfamarkaði og fyrirtækjaskráningu í kjölfar Enron-hneykslisins. Yfirtökutilboð NYSE í samevrópska hlutabréfamarkaðinn Euronext, sem rekur kauphallir í Belgíu og Hollandi, Frakklandi og í Portúgal, hefur þegar verið tilkynnt en með samruna kauphallanna verður til fyrsta kauphöllin með viðskipti beggja vegna Atlantshafsins. Þýska kauphöllin, Deutsche Börse, hefur lengi haft áhuga á samruna við Euronext og hefur verið haft eftir forstjóra kauphallarinnar að þær áætlanir hafi ekki verið blásnar af þrátt fyrir samruna Euronext og NYSE.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Minnstu sparisjóðirnir sameinast Viðskipti innlent Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira