Styður samruna evrópskra kauphalla 9. júní 2006 11:08 Mynd/AFP Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu, er fylgjandi samruna kauphalla í Evrópu og styðjur tilraun þýsku kauphallarinnar, Deutsche Börse, til að sameinast samevrópska hlutabréfamarkaðnum Euronext. Í byrjun mánaðarins var greint frá því að búið væri að samþykkja samruna kauphallarinnar í New York í Bandaríkjunum (NYSE) og Euronext. Með samruna kauphallanna verður til fyrsta kauphöllin með starfsemi beggja vegna Atlantshafsins. Samrunaviðræður kauphalla hafa víðar átt sér stað, meðal annars á milli Nasdaq-verðbréfamarkaðarins og kauphallarinnar í Lundúnum (LSE) og hefur Nasdaq keypt um fjórðung hlutafjár í LSE. Að sögn breska ríkisútvarpsins (BBC) er samruni kauphalla viðbrögð við aukinni samkeppni auk þess sem rafræn viðskipti hafa aukist mikið og er búist við að kostnaður í verðbréfaviðskiptum muni minnka við samrunann. BBC hefur eftir Trichet að hann myndi fremur vilja sjá samruna kauphalla Evrópu en samruna Euronext við NYSE. Þá mun stjórn þýsku kauphallarinnar, sem lýsti yfir vilja til þess að sameinast Euronext, enn hafa í bígerð að kaupa Euronext og sameinast henni þrátt fyrir að búið sé að tilkynna um samruna Euronext og NYSE. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu, er fylgjandi samruna kauphalla í Evrópu og styðjur tilraun þýsku kauphallarinnar, Deutsche Börse, til að sameinast samevrópska hlutabréfamarkaðnum Euronext. Í byrjun mánaðarins var greint frá því að búið væri að samþykkja samruna kauphallarinnar í New York í Bandaríkjunum (NYSE) og Euronext. Með samruna kauphallanna verður til fyrsta kauphöllin með starfsemi beggja vegna Atlantshafsins. Samrunaviðræður kauphalla hafa víðar átt sér stað, meðal annars á milli Nasdaq-verðbréfamarkaðarins og kauphallarinnar í Lundúnum (LSE) og hefur Nasdaq keypt um fjórðung hlutafjár í LSE. Að sögn breska ríkisútvarpsins (BBC) er samruni kauphalla viðbrögð við aukinni samkeppni auk þess sem rafræn viðskipti hafa aukist mikið og er búist við að kostnaður í verðbréfaviðskiptum muni minnka við samrunann. BBC hefur eftir Trichet að hann myndi fremur vilja sjá samruna kauphalla Evrópu en samruna Euronext við NYSE. Þá mun stjórn þýsku kauphallarinnar, sem lýsti yfir vilja til þess að sameinast Euronext, enn hafa í bígerð að kaupa Euronext og sameinast henni þrátt fyrir að búið sé að tilkynna um samruna Euronext og NYSE.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Viðskipti innlent Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir Viðskipti innlent Oft slegist um innstungurnar á tjaldsvæðunum Neytendur Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Viðskipti innlent Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent Ekki flaska á að undirbúa sumarfríið þitt í vinnunni Atvinnulíf Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira