Styður samruna evrópskra kauphalla 9. júní 2006 11:08 Mynd/AFP Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu, er fylgjandi samruna kauphalla í Evrópu og styðjur tilraun þýsku kauphallarinnar, Deutsche Börse, til að sameinast samevrópska hlutabréfamarkaðnum Euronext. Í byrjun mánaðarins var greint frá því að búið væri að samþykkja samruna kauphallarinnar í New York í Bandaríkjunum (NYSE) og Euronext. Með samruna kauphallanna verður til fyrsta kauphöllin með starfsemi beggja vegna Atlantshafsins. Samrunaviðræður kauphalla hafa víðar átt sér stað, meðal annars á milli Nasdaq-verðbréfamarkaðarins og kauphallarinnar í Lundúnum (LSE) og hefur Nasdaq keypt um fjórðung hlutafjár í LSE. Að sögn breska ríkisútvarpsins (BBC) er samruni kauphalla viðbrögð við aukinni samkeppni auk þess sem rafræn viðskipti hafa aukist mikið og er búist við að kostnaður í verðbréfaviðskiptum muni minnka við samrunann. BBC hefur eftir Trichet að hann myndi fremur vilja sjá samruna kauphalla Evrópu en samruna Euronext við NYSE. Þá mun stjórn þýsku kauphallarinnar, sem lýsti yfir vilja til þess að sameinast Euronext, enn hafa í bígerð að kaupa Euronext og sameinast henni þrátt fyrir að búið sé að tilkynna um samruna Euronext og NYSE. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Jean-Claude Trichet, seðlabankastjóri Evrópu, er fylgjandi samruna kauphalla í Evrópu og styðjur tilraun þýsku kauphallarinnar, Deutsche Börse, til að sameinast samevrópska hlutabréfamarkaðnum Euronext. Í byrjun mánaðarins var greint frá því að búið væri að samþykkja samruna kauphallarinnar í New York í Bandaríkjunum (NYSE) og Euronext. Með samruna kauphallanna verður til fyrsta kauphöllin með starfsemi beggja vegna Atlantshafsins. Samrunaviðræður kauphalla hafa víðar átt sér stað, meðal annars á milli Nasdaq-verðbréfamarkaðarins og kauphallarinnar í Lundúnum (LSE) og hefur Nasdaq keypt um fjórðung hlutafjár í LSE. Að sögn breska ríkisútvarpsins (BBC) er samruni kauphalla viðbrögð við aukinni samkeppni auk þess sem rafræn viðskipti hafa aukist mikið og er búist við að kostnaður í verðbréfaviðskiptum muni minnka við samrunann. BBC hefur eftir Trichet að hann myndi fremur vilja sjá samruna kauphalla Evrópu en samruna Euronext við NYSE. Þá mun stjórn þýsku kauphallarinnar, sem lýsti yfir vilja til þess að sameinast Euronext, enn hafa í bígerð að kaupa Euronext og sameinast henni þrátt fyrir að búið sé að tilkynna um samruna Euronext og NYSE.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira