Tengivagn aftan í flutningabíl valt þegar vegkantur á þjóðveginum undir austanverðu Ingólfsfjalli gaf sig í gærkvöldi. Minnstu munaði að vagninn tæki flutningabílinn með sér í veltuna. Unnið er að vegaframkvæmdum á þessum slóðum og er talið að rekja megi óhappið til þess.
