Boðið í breska flugvelli 6. júní 2006 15:34 Frá Heathrowvelli. Mynd/AFP Stjórn breska fyrirtækisins BAA Group, sem rekur sjö flugvelli í Bretlandi, m.a. Heathrow og Gatwick auk þess sem fyrirtækið hefur starfsemi á nokkrum flugvöllum í öðrum löndum í Evrópu, hefur lýst yfir samþykki við yfirtökutilboð spænska fyrirtækisins Grupo Ferrovial í fyrirtækið. Tilboðið hljóðar upp á 950,25 pens á hlut eða 10,3 milljarða punda, jafnvirði 1.408 milljarða íslenskra króna. Fleiri hafa sýnt flugvallarekstrinum áhuga en bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs hafði áður boðið 955,25 pens á hlut í reksturinn fyrir hönd fleiri fjárfesta. Hvöttu forsvarsmenn Goldman Sachs hluthafa í BAA Group til að íhuga tilboðið og sögðu að von væri á tilkynningu frá bankanum innan skamms. Yfirtökunefnd Bretlands hefur lengt tilboðsfrest í BAA Group til 16. júní næstkomandi. Yfirtökutilboð Ferrovial í fyrirtækið er 17 prósentum hærra en fyrra tilboð, sem hljóðaði upp á 810 pens á hlut. Þá er tilboðið heilum 49 prósentum hærra en gengi hlutabréfa í fyrirtækinu var áður en Ferrovial greindi frá því að fyrirtækið væri að íhuga að gera tilboð í reksturinn. Tveimur mánuðum síðar gerði Ferrovial óvinveitt yfirtökutilboð í BAA. Gengi hlutabréfa í BAA hækkaði um 2,26 prósent eftir að greint var frá tilboðinu í dag. Gengi hlutabréfa í Ferrovial lækkaði hins vegar um 2,7 prósent. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Stjórn breska fyrirtækisins BAA Group, sem rekur sjö flugvelli í Bretlandi, m.a. Heathrow og Gatwick auk þess sem fyrirtækið hefur starfsemi á nokkrum flugvöllum í öðrum löndum í Evrópu, hefur lýst yfir samþykki við yfirtökutilboð spænska fyrirtækisins Grupo Ferrovial í fyrirtækið. Tilboðið hljóðar upp á 950,25 pens á hlut eða 10,3 milljarða punda, jafnvirði 1.408 milljarða íslenskra króna. Fleiri hafa sýnt flugvallarekstrinum áhuga en bandaríski fjárfestingabankinn Goldman Sachs hafði áður boðið 955,25 pens á hlut í reksturinn fyrir hönd fleiri fjárfesta. Hvöttu forsvarsmenn Goldman Sachs hluthafa í BAA Group til að íhuga tilboðið og sögðu að von væri á tilkynningu frá bankanum innan skamms. Yfirtökunefnd Bretlands hefur lengt tilboðsfrest í BAA Group til 16. júní næstkomandi. Yfirtökutilboð Ferrovial í fyrirtækið er 17 prósentum hærra en fyrra tilboð, sem hljóðaði upp á 810 pens á hlut. Þá er tilboðið heilum 49 prósentum hærra en gengi hlutabréfa í fyrirtækinu var áður en Ferrovial greindi frá því að fyrirtækið væri að íhuga að gera tilboð í reksturinn. Tveimur mánuðum síðar gerði Ferrovial óvinveitt yfirtökutilboð í BAA. Gengi hlutabréfa í BAA hækkaði um 2,26 prósent eftir að greint var frá tilboðinu í dag. Gengi hlutabréfa í Ferrovial lækkaði hins vegar um 2,7 prósent.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira