Tveir forsvarsmenn byggingarfélags voru í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmdir í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu tuttugu og tveggja komma tveggja milljóna hvor í sekt fyrir að standa ekki skil á virðisaukaskatti og opinberum gjöldum. Alls numu vanskilin um 22 milljónum króna á árunum 2001 til 2003 en fyrirtækið var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2004. Ákærðu er gert að greiða sektir sínar innan fjögurra vikna, ella sæti þeir hálfs árs fangelsi.
