Olíuverð lækkaði í dag 24. maí 2006 16:09 Mynd/AFP Verð á olíu lækkaði á helstu mörkuðum í dag í kjölfar þess að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna birti gögn þess efnis að olíubirgðir landsins hefðu aukist. Þetta er þvert á það sem áður var talið. Verð á olíu, sem afhent verður í júlí, lækkaði um 81 sent á markaði í New York í Bandaríkjunum og endaði í 70,95 dölum á fatið. Olía, sem afhent verður í næsta mánuði, lækkaði hins vegar um rúm 4 sent. Þá lækkaði verð á Norðursjávarolíu um 1 dal og endaði í 70 dölum á fatið á markaði í Lundúnum í Bretlandi. Orkumálaráðuneytið birtir upplýsingar um olíubirgðir landsins vikulega. Í þeim kemur fram að hráolíubirgðir landsins hafi dregist saman um 3 milljónir tunna í síðustu viku en þær nema nú 343,9 milljónum tunna. Þetta er þremur prósentum minna en á sama tíma á síðasta ári. Þá dróst olíuinnflutningur til Bandaríkjanna saman um 800.000 tunnur á dag. Þá jukust eldsneytisbirgðir í Bandaríkjunum um 2,1 milljón tunnu. Heildarbirgðir eldsneytis nema nú 208,5 milljónum tunna og er það rétt um þremur prósentum minna en á sama tíma í fyrra. Þá jukust sömuleiðis birgðir af dísel- og húshitunarolíu um 2,5 milljónir tunna og nema heildarbirgðirnar 117,1 milljón tunna í Bandaríkjunum. Þetta er 8 prósentum meira magn en á sama tíma í fyrra. Eftirspurn eftir olíu það sem af er þessu ári nam 9,24 milljónum tunna á dag í Bandaríkjunum og er það svipuð eftirspurn og í fyrra. Má af því ætla að verðhækkanir á olíu hafi orðið til þess að neytendur haldi að sér höndum við eldsneytiskaup vestra. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Verð á olíu lækkaði á helstu mörkuðum í dag í kjölfar þess að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna birti gögn þess efnis að olíubirgðir landsins hefðu aukist. Þetta er þvert á það sem áður var talið. Verð á olíu, sem afhent verður í júlí, lækkaði um 81 sent á markaði í New York í Bandaríkjunum og endaði í 70,95 dölum á fatið. Olía, sem afhent verður í næsta mánuði, lækkaði hins vegar um rúm 4 sent. Þá lækkaði verð á Norðursjávarolíu um 1 dal og endaði í 70 dölum á fatið á markaði í Lundúnum í Bretlandi. Orkumálaráðuneytið birtir upplýsingar um olíubirgðir landsins vikulega. Í þeim kemur fram að hráolíubirgðir landsins hafi dregist saman um 3 milljónir tunna í síðustu viku en þær nema nú 343,9 milljónum tunna. Þetta er þremur prósentum minna en á sama tíma á síðasta ári. Þá dróst olíuinnflutningur til Bandaríkjanna saman um 800.000 tunnur á dag. Þá jukust eldsneytisbirgðir í Bandaríkjunum um 2,1 milljón tunnu. Heildarbirgðir eldsneytis nema nú 208,5 milljónum tunna og er það rétt um þremur prósentum minna en á sama tíma í fyrra. Þá jukust sömuleiðis birgðir af dísel- og húshitunarolíu um 2,5 milljónir tunna og nema heildarbirgðirnar 117,1 milljón tunna í Bandaríkjunum. Þetta er 8 prósentum meira magn en á sama tíma í fyrra. Eftirspurn eftir olíu það sem af er þessu ári nam 9,24 milljónum tunna á dag í Bandaríkjunum og er það svipuð eftirspurn og í fyrra. Má af því ætla að verðhækkanir á olíu hafi orðið til þess að neytendur haldi að sér höndum við eldsneytiskaup vestra.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Viðskipti innlent 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira