90 hjúkrunarrými á Lýsislóðina 22. maí 2006 17:40 Hjúkrunarheimili með 90 rými verður reist á Lýsislóðinni. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Jónmundur Sigmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, undirrituðu samkomulag þessa efnis í dag. Hjúkrunarheimilið verður reist á Lýsislóðinni og nærliggjandi lóð. Gert er ráð fyrir því að þar verði rými fyrir 60 Reykvíkinga og 30 Seltirninga og að nýja hjúkrunarheimilið verði tekið í notkun í síðasta lagi um áramót 2009 - 2010. Frumkvæði að verkefninu er komið frá Seltjarnarnesbæ sem óskaði eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um uppbyggingu hjúkrunarheimilis þar í árslok 2003. Seltjarnarnesbær keypti Lýsislóðina og Reykjavíkurborg næstu lóð við hliðina til að byggja á. Samkomulag sveitarfélaganna og heilbrigðisráðuneytisins um uppbygginguna var svo undirritað í dag. Þar með styttist í lokin á langri bið Seltirninga eftir hjúkrunarheimili. En finnst bæjarstjóranum á Seltjarnarnesi ekkert skrýtið að senda þá Seltirninga sem þurfa á hjúkrunarheimili að halda yfir til Reykjavíkur. "Nei nei, ég held þeim sé alveg óhætt hérna," segir Jónmundur. "Reyndar er það þannig að við erum að senda okkar öldruðu og sjúku upp í Grafarvog á hjúkrunarheimili sem þar er, Eir. Þannig að það er um langan veg að fara fyrir fólk úr bænum og með byggingu hjúkrunarheimilis hér sem tekur mið af framtíðarþörf okkar fyrir hjúkrunarrými aldraðra held ég að við séum afar sátt með fyrsta flokks hjúkrunarheimili í túnfætinum." Við undirritun samkomulagsins gagnrýni borgarstjóri að ekki hefði verið staðið við samkomulag borgaryfirvalda og stjórnvalda um uppbyggingu hjúkrunarheimila sem gert var fyrir síðustu kosningar. "Ég er mjög ánægð með það að við skildum vera að skrifa undir hér í dag og að það bætast við 60 rými fyrir Reykvíkinga," segir Steinunn Valdís. "En auðvitað hlýt ég að vekja athygli á þessu ófremdarástandi sem ríkir í hjúkrunarheimilismálum aldraðra. Ég notaði tækifærið og skkoraði einfaldlega á ríkisstjórnina að gera nú skurk í þessum málum, taka af skarið og láta verkin tala." Undanfarið hefur verið mikið um það rætt að samkomulag sem stjórnvöld gerðu við borgina fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar hafi ekki verið efnt. Er þá ástæða til að ætla að þetta samkomulag verði efnt? "Það samkomulag sem þá var gert er einmitt verið að vinna að," segir heilbrigðisráðherra og vísar til byggingar hjúkrunarheimilis við Suðurlandsbraut. "Að sjálfsögðu munum við efna þetta samkomulag. Allir sem hér voru í dag að skrifa undir gera það af miklum heilindum og standa þétt við bakið á þessu verkefni, enda er þetta gott verkefni." Borgarstjórn Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira
Hjúkrunarheimili með 90 rými verður reist á Lýsislóðinni. Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis- og tryggingaráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og Jónmundur Sigmarsson, bæjarstjóri á Seltjarnarnesi, undirrituðu samkomulag þessa efnis í dag. Hjúkrunarheimilið verður reist á Lýsislóðinni og nærliggjandi lóð. Gert er ráð fyrir því að þar verði rými fyrir 60 Reykvíkinga og 30 Seltirninga og að nýja hjúkrunarheimilið verði tekið í notkun í síðasta lagi um áramót 2009 - 2010. Frumkvæði að verkefninu er komið frá Seltjarnarnesbæ sem óskaði eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um uppbyggingu hjúkrunarheimilis þar í árslok 2003. Seltjarnarnesbær keypti Lýsislóðina og Reykjavíkurborg næstu lóð við hliðina til að byggja á. Samkomulag sveitarfélaganna og heilbrigðisráðuneytisins um uppbygginguna var svo undirritað í dag. Þar með styttist í lokin á langri bið Seltirninga eftir hjúkrunarheimili. En finnst bæjarstjóranum á Seltjarnarnesi ekkert skrýtið að senda þá Seltirninga sem þurfa á hjúkrunarheimili að halda yfir til Reykjavíkur. "Nei nei, ég held þeim sé alveg óhætt hérna," segir Jónmundur. "Reyndar er það þannig að við erum að senda okkar öldruðu og sjúku upp í Grafarvog á hjúkrunarheimili sem þar er, Eir. Þannig að það er um langan veg að fara fyrir fólk úr bænum og með byggingu hjúkrunarheimilis hér sem tekur mið af framtíðarþörf okkar fyrir hjúkrunarrými aldraðra held ég að við séum afar sátt með fyrsta flokks hjúkrunarheimili í túnfætinum." Við undirritun samkomulagsins gagnrýni borgarstjóri að ekki hefði verið staðið við samkomulag borgaryfirvalda og stjórnvalda um uppbyggingu hjúkrunarheimila sem gert var fyrir síðustu kosningar. "Ég er mjög ánægð með það að við skildum vera að skrifa undir hér í dag og að það bætast við 60 rými fyrir Reykvíkinga," segir Steinunn Valdís. "En auðvitað hlýt ég að vekja athygli á þessu ófremdarástandi sem ríkir í hjúkrunarheimilismálum aldraðra. Ég notaði tækifærið og skkoraði einfaldlega á ríkisstjórnina að gera nú skurk í þessum málum, taka af skarið og láta verkin tala." Undanfarið hefur verið mikið um það rætt að samkomulag sem stjórnvöld gerðu við borgina fyrir síðustu borgarstjórnarkosningar hafi ekki verið efnt. Er þá ástæða til að ætla að þetta samkomulag verði efnt? "Það samkomulag sem þá var gert er einmitt verið að vinna að," segir heilbrigðisráðherra og vísar til byggingar hjúkrunarheimilis við Suðurlandsbraut. "Að sjálfsögðu munum við efna þetta samkomulag. Allir sem hér voru í dag að skrifa undir gera það af miklum heilindum og standa þétt við bakið á þessu verkefni, enda er þetta gott verkefni."
Borgarstjórn Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Sjá meira