Stjórn Seðlabanka Bretlands ákvað á fundi sínum í morgun að halda stýrivöxtum í landinu óbreyttum. Stýrivextir í Bretlandi hafa staðið óbreyttir í 4,5 prósentum síðastliðna níu mánuði. Almennt var ekki búist við vaxtabreytingum.
Að sögn breska ríkisútvarpsins fylgist seðlabankinn náið með þróun heimsmarkaðsverðs á olíu en óttast er að hækkun á orku- og eldsneytisverði það geti aukið verðbólgu í Bretlandi.
Einungis átta af níu stjórnarmönnum mættu til vaxtafundar í Seðlabanka Bretlands í morgun og mælti einn þeirra með lækkun stýrivaxta.