Líkur eru sagðar á að svissneska matvælafyrirtækið Nestlé kaupi matvörufyrirtæki Lindu McCartney, sem fyrrum eiginkona bítilsins Pauls McCartneys stofnaði árið 1991. Fyrirtækið McCartney er nú í eigu bandaríska matvörufyrirtækisins Heinz.
Heinz hefur lengi haft í hyggju að selja deild fyrirtækisins sem sérhæfir sig í frosnum matvælum en þar á meðal eru vörur frá fyrirtæki Lindu McCartney, sem sérhæfir sig í frosnum grænmetisréttum.
Frosnar matvörur undir merkjum Lindu McCartney nutu mikilla vinsælda þegar þær komu á markað. Neytendur hafa hins vegar snúið baki við frosnum matvælum á síðastliðnum árum og eru vörur McCartneys ekki undanskildar þeim breytingum.
Hvorki forsvarsmenn Heinz né Nestlé hafa staðfest viðskiptin með McCartney.