Met var slegið í kauphöllinni í Ósló í Noregi í dag þegar vísitalan fór í fyrsta sinn yfir 400 stig. Vísitalan hækkaði um 1,1 prósent í fyrstu viðskiptum dagsins, sem er hækkun um 4,37 punkta, og endaði hún í 400,03 stigum. Ástæða hækkunarinnar liggur í hærra gengi Statoil og Norsk Hydro, fjarskiptafyrirtækisins Telenor og DnB NOR, sem er stærsti banki Noregs.
Vísitalan hefur hækkað um 20 prósent frá áramótum og er nú þrisvar sinnum hærri en árið 2003.