Gögn styðja ekki Vilhjálm segir Ríkisendurskoðun 29. mars 2006 18:50 Ríkisendurskoðun telur sig hafa fengið óyggjandi upplýsingar og gögn sem hreki fullyrðingar Vilhjálms Bjarnasonar um að þýski bankinn Hauch & Afhauser hafi ekki getað átt hlut í Búnaðarbankanum í gegnum Eglu. Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við Háskóla Íslands hefur fullyrt að hann hafi undir höndum gögn sem sanni að það hafi verið útilokað að þýski bankinn hafi átt helmingshlut í Eglu, en aðild bankans var ein af forsendunum fyrir því að S-hópurinn svokallaði, sem Egla var hluti af, fékk að kaupa Búnaðarbankann árið 2003. Vilhjálmur afhenti ríkisendurskoðanda þessi gögn og heyrði uppá stofnunina að leggja á það mat hvort aðild þýska bankans hafi verið yfirvarp - eða að hann hafi verið einskonar leppur í einkavæðingarferlinu. Þetta mat er birt í dag í formi svars tiil fjárlaganefndar þingsins. Það er ekki mikið fjallað um málið í svari Ríkisendurskoðunar en vísað í skjöl sem stofnunin hefur aflað sér, meðal annars fjölda gagna frá Eglu. Eins er vísað til svars frá þýska bankanum um færslu á þessum eignarhlut í bækur félagsins og staðfestingar þar um hjá þýsku endurskoðunarfirma bankans. Tilgreint er jafnframt að þýski bankinn hafi ekki talið þörf á því að tilgreina þessi kaup til þýska fjármálaeftirlitsins þar sem lagaskylda hafi ekki kallað á slíkt. Einnig var leitað álits Stefáns Svavarssonar, löggilts endurskoðanda og dósents við Háskólann í Reykjavík um það hvort lesa mætti útúr reikningsskilum þýska bankans að hann hafi EKKI fjárfest í Eglu. Niðurstaða Stefáns er að reikningsskilin sýni það ekki - en heldur ekki að vísu að bankinn hafi í reynd eignast þennan hlut. Ríkisendurskoðun telur litla ástæðu til að reifa málið ofaní kjölinn en vísar til fylgiskjala og kemst þeirri niðurstöðu að: "....ekkert nýtt hafi verið lagt fram í málinu, sem stutt geti hinar víðtæku ályktanir, er Vilhjálmur hefur dregið af gögnum þeim, sem hann hefur lagt fram og þeim óformlegu upplýsingum, sem hann kveðst búa yfir. Þvert á móti þykja liggja fyrir óyggjandi upplýsingar og gögn um hið gagnstæða". Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ríkisendurskoðun telur sig hafa fengið óyggjandi upplýsingar og gögn sem hreki fullyrðingar Vilhjálms Bjarnasonar um að þýski bankinn Hauch & Afhauser hafi ekki getað átt hlut í Búnaðarbankanum í gegnum Eglu. Vilhjálmur Bjarnason, aðjúnkt við Háskóla Íslands hefur fullyrt að hann hafi undir höndum gögn sem sanni að það hafi verið útilokað að þýski bankinn hafi átt helmingshlut í Eglu, en aðild bankans var ein af forsendunum fyrir því að S-hópurinn svokallaði, sem Egla var hluti af, fékk að kaupa Búnaðarbankann árið 2003. Vilhjálmur afhenti ríkisendurskoðanda þessi gögn og heyrði uppá stofnunina að leggja á það mat hvort aðild þýska bankans hafi verið yfirvarp - eða að hann hafi verið einskonar leppur í einkavæðingarferlinu. Þetta mat er birt í dag í formi svars tiil fjárlaganefndar þingsins. Það er ekki mikið fjallað um málið í svari Ríkisendurskoðunar en vísað í skjöl sem stofnunin hefur aflað sér, meðal annars fjölda gagna frá Eglu. Eins er vísað til svars frá þýska bankanum um færslu á þessum eignarhlut í bækur félagsins og staðfestingar þar um hjá þýsku endurskoðunarfirma bankans. Tilgreint er jafnframt að þýski bankinn hafi ekki talið þörf á því að tilgreina þessi kaup til þýska fjármálaeftirlitsins þar sem lagaskylda hafi ekki kallað á slíkt. Einnig var leitað álits Stefáns Svavarssonar, löggilts endurskoðanda og dósents við Háskólann í Reykjavík um það hvort lesa mætti útúr reikningsskilum þýska bankans að hann hafi EKKI fjárfest í Eglu. Niðurstaða Stefáns er að reikningsskilin sýni það ekki - en heldur ekki að vísu að bankinn hafi í reynd eignast þennan hlut. Ríkisendurskoðun telur litla ástæðu til að reifa málið ofaní kjölinn en vísar til fylgiskjala og kemst þeirri niðurstöðu að: "....ekkert nýtt hafi verið lagt fram í málinu, sem stutt geti hinar víðtæku ályktanir, er Vilhjálmur hefur dregið af gögnum þeim, sem hann hefur lagt fram og þeim óformlegu upplýsingum, sem hann kveðst búa yfir. Þvert á móti þykja liggja fyrir óyggjandi upplýsingar og gögn um hið gagnstæða".
Fréttir Innlent Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira