Æfa viðbrögð við Kötluvá 24. mars 2006 13:23 Almannavarnaæfingin Bergrisinn 2006 verður haldin um helgina en hún er lokahnykkurinn á gerð nýrra viðbragðs- og rýmingaráætlana fyrir áhrifasvæði eldgosa, jökuklhlaupa og gjóskufalls frá Mýrdals- og Eyjafjallajöklum. Mun verða látið reyna á alla þætti áætlananna, sem lúta að viðvörunum til íbúa, rýmingaráætlun, umferðar- og fjarskiptaskipulags, boðunaráætlun, samhæfingu o.fl. Æfingin verður tvískipt; laugardaginn 25. mars verður æft í Vestur-Skaftafellssýslu og sunnudaginn 26. mars í Rangárvallasýslu. Ef um raunverulegan atburð væri að ræða væru áætlanir virkjaðar fyrir bæði svæði í einu en í æfingaskyni var ákveðið að skipta þessu svona til þess að geta betur fylgst með framgangi æfingarinnar á hvoru svæði fyrir sig. Þetta verkefni er margþætt og hefur verið undirbúið af kostgæfni til að markmiðum æfingarinnar verði náð. Eitt af stærstu verkefnum Bergrisans er rýming íbúðarhúsnæðis á áhrifasvæði Kötlu. Þannig er ætlunin að virkja íbúa sem eru á rýmingarsvæðunum til þess að rýma hús sín og skrá sig í fjöldahjálparstöðvum. Í kjölfar hættumats vegna eldgosa og hlaupa frá Mýrdals- og Eyjafjallajöklum hefur verið unnið að viðbragðsáætlun fyrir þau svæði í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu sem eru á áhrifasvæði þessara eldstöðva. Til að tryggja samhæfingu allra þeirra sem gegna lykilhlutverki við slíka atburði er ritstjórn viðbragðsáætlana í höndum almannavarnadeildar ríkislögreglustjórans. Ljóst er að mörg sveitarfélög eiga hagsmuna að gæta þegar eldgos með tilheyrandi jökulhlaupi brýst út í Mýrdaljökli. Allir íbúar og sumarhúsaeigendur á svæðinu er hvattir til þess að taka þátt í æfingunni og hjálpa til við gera hana sem raunverulegasta. Þeir munu fá boð frá Neyðarlínunni með SMS og talskilaboðum um að æfingin sé hafin og þeir beðnir að fara í fjöldahjálparstöðvar á viðkomandi svæði. Mjög mikilvægt er að sem flestir taki þátt en það gefur raunverulegar upplýsingar um hversu langan tíma rýmingin tekur. Það er von allra, sem standa að undirbúningi Bergrisans, að íbúar sjái sér hag í þátttöku. Að undirbúningi æfingarinnar hafa komið fulltrúar frá öllum lögregluumdæmunum á áhrifasvæðinu auk fulltrúa fjölmargra viðbragðsaðila, stofnana og fyrirtækja. Einnig hafa veitufyrirtækin á svæðinu komið að undirbúningi æfingarinnar og munu þau æfa sínar viðbragðsáætlanir samhliða. Almennt markmið æfingarinnar er að hún sé sem raunverulegust og verkefnin valin með hliðsjón af vandamálum, sem líklegt er að komi upp í raunverulegu eldgosi og sem mikilvægt er að æfa, t.a.m. flutningur rúmliggjandi einstaklinga og þeirra sem neita að yfirgefa heimili sín. Að öðru leyti eru markmiðin þau að: · Æfa alla þætti viðbragðsáætlunarinnar og gera þannig viðbragðsaðila og stjórnendur neyðaraðgerða hæfari til að takast á við þau verkefni, sem þeim eru ætluð í viðbragðsáætluninni. · Gera íbúa áhrifasvæðisins meðvitaða um sem réttust viðbrögð vegna eldsumbrota undir Mýrdals- og Eyjafjallajöklum og jökulhlaupa og öskufalls því tengdu. · Draga fram lærdóm, nýta lærdóminn til endurbóta á viðbragðsáætluninni. Báða æfingadagana mun Bergrisinn byrja milli kl. 09.00 og 11.00 og standa til kl.18:00. · Föstudaginn 24. mars kl.16:00 verður sameiginleg fjarskiptaæfing þar sem boðleiðir verða prófaðar á öllu svæðinu. · Laugardaginn 25. mars, milli kl. 09:00 og 18:00, fer fram vettvangsæfing í Vestur-Skaftafellssýslu. Eldgos hefst í Mýrdalsjökli og rýma verður ákveðin svæði vegna hættu á hlaupi. Einnig verður að bregðast við vandamálum sem öskufall kann að valda á svæðinu. · Sunnudaginn 26. mars, milli kl. 09:00 og 18:00, fer fram vettvangsæfing í Rangárvallasýslu. Eldgos hefst í Mýrdalsjökli og rýma verður ákveðin svæði vegna hættu á hlaupi. Einnig verður að bregðast við vandamálum sem öskufall kann að valda á svæðinu. · Mánudaginn 27. mars verða haldnir rýnifundir í héraði þar sem þátttakendur í æfingunni, stjórnendur og starfsfólk bakskipulags leggja fram athugasemdir til umræðu. Þær fara síðan inn í skýrslu um niðurstöðu æfingarinnar sem verður gefin út í maí 2006. · Miðvikudaginn 29. mars verður sameiginlegur úrvinnslufundur í Reykjavík með stjórnendum í héraði, í samhæfingarstöð og æfingastjórn, þar sem farið verður yfir æfinguna og hún rýnd til gagns. Niðurstöður fara í skýrslu um æfinguna sem gefin verður út í maí 2006. Katla Kötlufréttir Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira
Almannavarnaæfingin Bergrisinn 2006 verður haldin um helgina en hún er lokahnykkurinn á gerð nýrra viðbragðs- og rýmingaráætlana fyrir áhrifasvæði eldgosa, jökuklhlaupa og gjóskufalls frá Mýrdals- og Eyjafjallajöklum. Mun verða látið reyna á alla þætti áætlananna, sem lúta að viðvörunum til íbúa, rýmingaráætlun, umferðar- og fjarskiptaskipulags, boðunaráætlun, samhæfingu o.fl. Æfingin verður tvískipt; laugardaginn 25. mars verður æft í Vestur-Skaftafellssýslu og sunnudaginn 26. mars í Rangárvallasýslu. Ef um raunverulegan atburð væri að ræða væru áætlanir virkjaðar fyrir bæði svæði í einu en í æfingaskyni var ákveðið að skipta þessu svona til þess að geta betur fylgst með framgangi æfingarinnar á hvoru svæði fyrir sig. Þetta verkefni er margþætt og hefur verið undirbúið af kostgæfni til að markmiðum æfingarinnar verði náð. Eitt af stærstu verkefnum Bergrisans er rýming íbúðarhúsnæðis á áhrifasvæði Kötlu. Þannig er ætlunin að virkja íbúa sem eru á rýmingarsvæðunum til þess að rýma hús sín og skrá sig í fjöldahjálparstöðvum. Í kjölfar hættumats vegna eldgosa og hlaupa frá Mýrdals- og Eyjafjallajöklum hefur verið unnið að viðbragðsáætlun fyrir þau svæði í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu sem eru á áhrifasvæði þessara eldstöðva. Til að tryggja samhæfingu allra þeirra sem gegna lykilhlutverki við slíka atburði er ritstjórn viðbragðsáætlana í höndum almannavarnadeildar ríkislögreglustjórans. Ljóst er að mörg sveitarfélög eiga hagsmuna að gæta þegar eldgos með tilheyrandi jökulhlaupi brýst út í Mýrdaljökli. Allir íbúar og sumarhúsaeigendur á svæðinu er hvattir til þess að taka þátt í æfingunni og hjálpa til við gera hana sem raunverulegasta. Þeir munu fá boð frá Neyðarlínunni með SMS og talskilaboðum um að æfingin sé hafin og þeir beðnir að fara í fjöldahjálparstöðvar á viðkomandi svæði. Mjög mikilvægt er að sem flestir taki þátt en það gefur raunverulegar upplýsingar um hversu langan tíma rýmingin tekur. Það er von allra, sem standa að undirbúningi Bergrisans, að íbúar sjái sér hag í þátttöku. Að undirbúningi æfingarinnar hafa komið fulltrúar frá öllum lögregluumdæmunum á áhrifasvæðinu auk fulltrúa fjölmargra viðbragðsaðila, stofnana og fyrirtækja. Einnig hafa veitufyrirtækin á svæðinu komið að undirbúningi æfingarinnar og munu þau æfa sínar viðbragðsáætlanir samhliða. Almennt markmið æfingarinnar er að hún sé sem raunverulegust og verkefnin valin með hliðsjón af vandamálum, sem líklegt er að komi upp í raunverulegu eldgosi og sem mikilvægt er að æfa, t.a.m. flutningur rúmliggjandi einstaklinga og þeirra sem neita að yfirgefa heimili sín. Að öðru leyti eru markmiðin þau að: · Æfa alla þætti viðbragðsáætlunarinnar og gera þannig viðbragðsaðila og stjórnendur neyðaraðgerða hæfari til að takast á við þau verkefni, sem þeim eru ætluð í viðbragðsáætluninni. · Gera íbúa áhrifasvæðisins meðvitaða um sem réttust viðbrögð vegna eldsumbrota undir Mýrdals- og Eyjafjallajöklum og jökulhlaupa og öskufalls því tengdu. · Draga fram lærdóm, nýta lærdóminn til endurbóta á viðbragðsáætluninni. Báða æfingadagana mun Bergrisinn byrja milli kl. 09.00 og 11.00 og standa til kl.18:00. · Föstudaginn 24. mars kl.16:00 verður sameiginleg fjarskiptaæfing þar sem boðleiðir verða prófaðar á öllu svæðinu. · Laugardaginn 25. mars, milli kl. 09:00 og 18:00, fer fram vettvangsæfing í Vestur-Skaftafellssýslu. Eldgos hefst í Mýrdalsjökli og rýma verður ákveðin svæði vegna hættu á hlaupi. Einnig verður að bregðast við vandamálum sem öskufall kann að valda á svæðinu. · Sunnudaginn 26. mars, milli kl. 09:00 og 18:00, fer fram vettvangsæfing í Rangárvallasýslu. Eldgos hefst í Mýrdalsjökli og rýma verður ákveðin svæði vegna hættu á hlaupi. Einnig verður að bregðast við vandamálum sem öskufall kann að valda á svæðinu. · Mánudaginn 27. mars verða haldnir rýnifundir í héraði þar sem þátttakendur í æfingunni, stjórnendur og starfsfólk bakskipulags leggja fram athugasemdir til umræðu. Þær fara síðan inn í skýrslu um niðurstöðu æfingarinnar sem verður gefin út í maí 2006. · Miðvikudaginn 29. mars verður sameiginlegur úrvinnslufundur í Reykjavík með stjórnendum í héraði, í samhæfingarstöð og æfingastjórn, þar sem farið verður yfir æfinguna og hún rýnd til gagns. Niðurstöður fara í skýrslu um æfinguna sem gefin verður út í maí 2006.
Katla Kötlufréttir Mest lesið „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Sjá meira