Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Ramsey 23. mars 2006 16:26 Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Scott Ramsey sem varð dönskum hermanni að bana á veitingastaðnum Traffic í Keflavík árið 2004. Héraðsdómur Reykjaness hafði dæmt Scott Mckenna Ramsey í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundið, í október síðastliðnum fyrir að hafa orðið danska hermanninn Flemming Tolstrup að bana á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík í nóvember 2004. Ramsey kýldi Tolstrup í hálsinn með þeim afleiðingum að slagæð rifnaði og blæðing sem Flemming hlaut milli heila og heilahimna leiddi til dauða hans. Ramsey viðurkenndi strax á vettvangi að hafa slegið hann og sagði ástæðuna þá að Flemming hefði stöðugt verið að áreita sambýliskonu hans. Fyrir héraðsdómi hafði Ramsey játað brotið skýlaust og þótti sannað að andlát Flemmings hefði verið bein afleiðing hnefahöggsins sem hann veitti honum. Ramsey er skoskur og hefur verið búsettur hérlendis, en hann lék meðal annars knattspyrnu með Grindavík og KR. Hann á ekki neinn sakaferil að baki. Í dómi Hæstaréttar segir að ekki sé talið að Ramsey beitt sérlega hættulegri aðferð við atlöguna og var ljóst að afleiðingar af hnefahöggi hans urðu mun alvarlegri en við mátti búast. Hann hafi framið brotið í skammvinnri geðshræringu. Hins vegar verði ekki litið fram hjá hversu alvarlegar afleiðingar hlutust af broti Ramseys. Hæstiréttur telur því rétt að staðfesta dóm héraðsdóms, átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán skilorðsbundna og dregst eins dags gæsluvarðhald þar frá. Þá var úrskurður héraðsdóms um skaða- og miskabætur til handa foreldrum hins látna staðfestur, rúmar tvær milljónir króna. Ríkissjóður greiðir allan áfrýjunarkostnað. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla borgarinnar breytist í heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir Scott Ramsey sem varð dönskum hermanni að bana á veitingastaðnum Traffic í Keflavík árið 2004. Héraðsdómur Reykjaness hafði dæmt Scott Mckenna Ramsey í átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán mánuði skilorðsbundið, í október síðastliðnum fyrir að hafa orðið danska hermanninn Flemming Tolstrup að bana á skemmtistaðnum Traffic í Keflavík í nóvember 2004. Ramsey kýldi Tolstrup í hálsinn með þeim afleiðingum að slagæð rifnaði og blæðing sem Flemming hlaut milli heila og heilahimna leiddi til dauða hans. Ramsey viðurkenndi strax á vettvangi að hafa slegið hann og sagði ástæðuna þá að Flemming hefði stöðugt verið að áreita sambýliskonu hans. Fyrir héraðsdómi hafði Ramsey játað brotið skýlaust og þótti sannað að andlát Flemmings hefði verið bein afleiðing hnefahöggsins sem hann veitti honum. Ramsey er skoskur og hefur verið búsettur hérlendis, en hann lék meðal annars knattspyrnu með Grindavík og KR. Hann á ekki neinn sakaferil að baki. Í dómi Hæstaréttar segir að ekki sé talið að Ramsey beitt sérlega hættulegri aðferð við atlöguna og var ljóst að afleiðingar af hnefahöggi hans urðu mun alvarlegri en við mátti búast. Hann hafi framið brotið í skammvinnri geðshræringu. Hins vegar verði ekki litið fram hjá hversu alvarlegar afleiðingar hlutust af broti Ramseys. Hæstiréttur telur því rétt að staðfesta dóm héraðsdóms, átján mánaða fangelsi, þar af fimmtán skilorðsbundna og dregst eins dags gæsluvarðhald þar frá. Þá var úrskurður héraðsdóms um skaða- og miskabætur til handa foreldrum hins látna staðfestur, rúmar tvær milljónir króna. Ríkissjóður greiðir allan áfrýjunarkostnað.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Innlent „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Erlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Fleiri fréttir Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla borgarinnar breytist í heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Sjá meira