Baugsdómur á morgun 14. mars 2006 19:02 Dómur verður kveðinn upp í átta ákæruliðum í Baugsmálinu á morgun. Dómsniðurstaðan kann að hafa áhrif á ákvörðun um það hvort ákært verði að nýju í veigamestu ákæruliðunum þrjátíu og tveimur sem vísað var frá dómi. Dómurinn á morgun fjallar um átta ákæruliði um brot sem vógu ekki þungt í meintu heildarbroti 40 ákæruliða. Stóru málunum var vísað frá og eru í dag í rannsókn setts saksóknara sem leggur á það mat innan tíðar hvort ákært verður í þeim málum að nýju. Á meðan menn bíða eftir dómi á morgun er rannsókn enn í gangi gagnvart liðunum 32 sem vísað var frá. Verjendur Baugsmanna eru ævareiðir yfir leka frá þeirri rannsókn til fjölmiðla. Segir Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar það nöturlegt að heyra það í fréttum RUV á föstudag að lögð hafi verið fram ný gögn í málinu sem yfirheyrt verður útaf nú í vikunni. Hefði hann sjálfur ekki fengið þessi göng í hendur þegar greint var frá málinu í fjölmiðlum. NFS er ekki kunnugt um eðli þessara nýju gagna en áformað var að verjendur yrðu kallaðir í yfirheyrslu vegna þeirra í dag og næstu daga. Það hefur þótt tíðindum sæta að Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskitafélagi Baugsmanna og upphafsmaður rannsóknar málsins, hefur verið yfirheyrður að nýju og þá með réttarstöðu sakbornings. Áður var hann yfirheyrður sem vitni og slapp við ákæru þó svo hann hafi játað hlutdeild sína í meintum brotum. Þetta hafa verjendur Baugsmanna gagnrýnt en settur saksóknari, Siguður Tómas Magnússon hefur snúið við blaðinu og mætir Jón Gerald nú sem grunaður maður. Þó að brotin átta sem dæmt verður í á morgun séu veigaminni en þau stórfelldu brot sem vísað var frá kann sá dómur að marka þáttaskil varðandi ákvörðun um hvort ákært verður að nýju í stóru málunum. Segja kunnugir að hluti dómsins á morgun tengist hinum meintu stórfelldu ólöglegu lánafyrirgreiðslu til Buagsmanna sem enn eru til skoðunar hjá settum saksóknara. Baugsmálið Dómsmál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Dómur verður kveðinn upp í átta ákæruliðum í Baugsmálinu á morgun. Dómsniðurstaðan kann að hafa áhrif á ákvörðun um það hvort ákært verði að nýju í veigamestu ákæruliðunum þrjátíu og tveimur sem vísað var frá dómi. Dómurinn á morgun fjallar um átta ákæruliði um brot sem vógu ekki þungt í meintu heildarbroti 40 ákæruliða. Stóru málunum var vísað frá og eru í dag í rannsókn setts saksóknara sem leggur á það mat innan tíðar hvort ákært verður í þeim málum að nýju. Á meðan menn bíða eftir dómi á morgun er rannsókn enn í gangi gagnvart liðunum 32 sem vísað var frá. Verjendur Baugsmanna eru ævareiðir yfir leka frá þeirri rannsókn til fjölmiðla. Segir Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar það nöturlegt að heyra það í fréttum RUV á föstudag að lögð hafi verið fram ný gögn í málinu sem yfirheyrt verður útaf nú í vikunni. Hefði hann sjálfur ekki fengið þessi göng í hendur þegar greint var frá málinu í fjölmiðlum. NFS er ekki kunnugt um eðli þessara nýju gagna en áformað var að verjendur yrðu kallaðir í yfirheyrslu vegna þeirra í dag og næstu daga. Það hefur þótt tíðindum sæta að Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskitafélagi Baugsmanna og upphafsmaður rannsóknar málsins, hefur verið yfirheyrður að nýju og þá með réttarstöðu sakbornings. Áður var hann yfirheyrður sem vitni og slapp við ákæru þó svo hann hafi játað hlutdeild sína í meintum brotum. Þetta hafa verjendur Baugsmanna gagnrýnt en settur saksóknari, Siguður Tómas Magnússon hefur snúið við blaðinu og mætir Jón Gerald nú sem grunaður maður. Þó að brotin átta sem dæmt verður í á morgun séu veigaminni en þau stórfelldu brot sem vísað var frá kann sá dómur að marka þáttaskil varðandi ákvörðun um hvort ákært verður að nýju í stóru málunum. Segja kunnugir að hluti dómsins á morgun tengist hinum meintu stórfelldu ólöglegu lánafyrirgreiðslu til Buagsmanna sem enn eru til skoðunar hjá settum saksóknara.
Baugsmálið Dómsmál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira