Baugsdómur á morgun 14. mars 2006 19:02 Dómur verður kveðinn upp í átta ákæruliðum í Baugsmálinu á morgun. Dómsniðurstaðan kann að hafa áhrif á ákvörðun um það hvort ákært verði að nýju í veigamestu ákæruliðunum þrjátíu og tveimur sem vísað var frá dómi. Dómurinn á morgun fjallar um átta ákæruliði um brot sem vógu ekki þungt í meintu heildarbroti 40 ákæruliða. Stóru málunum var vísað frá og eru í dag í rannsókn setts saksóknara sem leggur á það mat innan tíðar hvort ákært verður í þeim málum að nýju. Á meðan menn bíða eftir dómi á morgun er rannsókn enn í gangi gagnvart liðunum 32 sem vísað var frá. Verjendur Baugsmanna eru ævareiðir yfir leka frá þeirri rannsókn til fjölmiðla. Segir Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar það nöturlegt að heyra það í fréttum RUV á föstudag að lögð hafi verið fram ný gögn í málinu sem yfirheyrt verður útaf nú í vikunni. Hefði hann sjálfur ekki fengið þessi göng í hendur þegar greint var frá málinu í fjölmiðlum. NFS er ekki kunnugt um eðli þessara nýju gagna en áformað var að verjendur yrðu kallaðir í yfirheyrslu vegna þeirra í dag og næstu daga. Það hefur þótt tíðindum sæta að Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskitafélagi Baugsmanna og upphafsmaður rannsóknar málsins, hefur verið yfirheyrður að nýju og þá með réttarstöðu sakbornings. Áður var hann yfirheyrður sem vitni og slapp við ákæru þó svo hann hafi játað hlutdeild sína í meintum brotum. Þetta hafa verjendur Baugsmanna gagnrýnt en settur saksóknari, Siguður Tómas Magnússon hefur snúið við blaðinu og mætir Jón Gerald nú sem grunaður maður. Þó að brotin átta sem dæmt verður í á morgun séu veigaminni en þau stórfelldu brot sem vísað var frá kann sá dómur að marka þáttaskil varðandi ákvörðun um hvort ákært verður að nýju í stóru málunum. Segja kunnugir að hluti dómsins á morgun tengist hinum meintu stórfelldu ólöglegu lánafyrirgreiðslu til Buagsmanna sem enn eru til skoðunar hjá settum saksóknara. Baugsmálið Dómsmál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira
Dómur verður kveðinn upp í átta ákæruliðum í Baugsmálinu á morgun. Dómsniðurstaðan kann að hafa áhrif á ákvörðun um það hvort ákært verði að nýju í veigamestu ákæruliðunum þrjátíu og tveimur sem vísað var frá dómi. Dómurinn á morgun fjallar um átta ákæruliði um brot sem vógu ekki þungt í meintu heildarbroti 40 ákæruliða. Stóru málunum var vísað frá og eru í dag í rannsókn setts saksóknara sem leggur á það mat innan tíðar hvort ákært verður í þeim málum að nýju. Á meðan menn bíða eftir dómi á morgun er rannsókn enn í gangi gagnvart liðunum 32 sem vísað var frá. Verjendur Baugsmanna eru ævareiðir yfir leka frá þeirri rannsókn til fjölmiðla. Segir Gestur Jónsson, lögmaður Jóns Ásgeirs Jóhannessonar það nöturlegt að heyra það í fréttum RUV á föstudag að lögð hafi verið fram ný gögn í málinu sem yfirheyrt verður útaf nú í vikunni. Hefði hann sjálfur ekki fengið þessi göng í hendur þegar greint var frá málinu í fjölmiðlum. NFS er ekki kunnugt um eðli þessara nýju gagna en áformað var að verjendur yrðu kallaðir í yfirheyrslu vegna þeirra í dag og næstu daga. Það hefur þótt tíðindum sæta að Jón Gerald Sullenberger, fyrrverandi viðskitafélagi Baugsmanna og upphafsmaður rannsóknar málsins, hefur verið yfirheyrður að nýju og þá með réttarstöðu sakbornings. Áður var hann yfirheyrður sem vitni og slapp við ákæru þó svo hann hafi játað hlutdeild sína í meintum brotum. Þetta hafa verjendur Baugsmanna gagnrýnt en settur saksóknari, Siguður Tómas Magnússon hefur snúið við blaðinu og mætir Jón Gerald nú sem grunaður maður. Þó að brotin átta sem dæmt verður í á morgun séu veigaminni en þau stórfelldu brot sem vísað var frá kann sá dómur að marka þáttaskil varðandi ákvörðun um hvort ákært verður að nýju í stóru málunum. Segja kunnugir að hluti dómsins á morgun tengist hinum meintu stórfelldu ólöglegu lánafyrirgreiðslu til Buagsmanna sem enn eru til skoðunar hjá settum saksóknara.
Baugsmálið Dómsmál Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Sjá meira