Kynningarfundir vegna Kötlu enn í gangi 7. mars 2006 00:01 MYND/AVR Almannavarnanefnd Rangárvallasýslu í samvinnu við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra stóðu fyrir opnum íbúafundi í Félagsheimilinu Hvoli Hvolsvelli í gærkvöld. Fundurinn var vel sóttur en hann er í röð annarra funda þessara aðila þar sem fjallað er um viðbrögð íbúa og hins opinbera vegna eldgoss í Mýrdalsjökli, í framhaldinu jökulhlaups niður Mýrdalssand, Sólheimasand eða niður Emstrur og Markarfljótsaura og til sjávar. Fundir sem þessir hafa þegar verið haldnir í V-Skaftafellssýslu, undir Eyjafjöllum og niður í Þykkvabæ. Fleiri fundir hafa þegar verið auglýstir núna í mars; í Landeyjum, Fljótshlíð og Hvoli. Kjartan Þorkelsson sýslumaður, formaður almannavarnanefndar Rangárvallasýslu, gerði grein fyrir skipulagi almannavarna, störfum almannavarnarnefndar, aðgerðarstjórnar og vettvangstjórnar þegar nátturuvá stendur fyrir dyrum og á hættutímum. Þá fór hann yfir þá vinnu sem búið er að leggja í rýmingaráætlun vegna þeirra landsvæða sem hætta er búin vegna jöklulhlaups í tengslum við eldgos í Mýrdalsjökli. Sýnd var á mjög áhrifaríkan hátt hreyfimynd á kortagrunni, líkan af hugsanlegu jökulflóði þar sem sýnt var rennsli flóðsins, vatnsmagn, hæð þess og tímakvarði í klukkustundum og mínútum. Kynnt var fyrirhuguð æfing sem fram fer sunnudaginn 26. mars n.k. þar sem látið verður reyna á alla þætti almannavarnaskipulagsins og þar með talda rýmingu á því svæði sem þegar hefur verið skilgreint rýmingarsvæði. Gyða Árný Helgadóttir verkefnafulltrúi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra fór yfir undirbúning, viðbrögð íbúa við jökulhlaupi úr Mýrdalsjökli, hættur sem eldgosi og jökulhlaupi fylgir en í máli hennar kom m.a. fram að tíminn sem íbúar hafa til að yfirgefa heimili sín er afar knappur eða um 30 mínútur. Íbúum var gerð grein fyrir með hvaða hætti rýmingin verður framkvæmd, til hvers er ætlast og hvert þeir eiga að fara til skráningar í Fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins sem ákveðnar hafa verið á Hellu og í Skógum en auk þess verður skráningarstöð á Hvolsvelli. Gyða Árný fór yfir ýmiss hagnýt atriði fyrir íbúana til að hafa í huga þegar til hamfara sem þessar koma. Hér reynir á samvinnu allra aðila og skipulagningu. Fleiri fundir með íbúum svæðisins og þeim sem eiga t.d. sumarhús á hættusvæðinu hafa þegar verið auglýstir en næstu fundir verða sem hér segir: Gunnarshólmi 8. mars 14:00-16:00 Njálsbúð 8. mars 20:30-22:30 Goðaland 9. mars 14:00-16:00 Hvoll 9. mars 20:00-22:00 Hvoll 18. mars 10:00-12:00 Allir eru hvattir til að mæta á fundina sem eru í senn upplýsandi og fræðandi. Katla Kötlufréttir Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Sjá meira
Almannavarnanefnd Rangárvallasýslu í samvinnu við Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra stóðu fyrir opnum íbúafundi í Félagsheimilinu Hvoli Hvolsvelli í gærkvöld. Fundurinn var vel sóttur en hann er í röð annarra funda þessara aðila þar sem fjallað er um viðbrögð íbúa og hins opinbera vegna eldgoss í Mýrdalsjökli, í framhaldinu jökulhlaups niður Mýrdalssand, Sólheimasand eða niður Emstrur og Markarfljótsaura og til sjávar. Fundir sem þessir hafa þegar verið haldnir í V-Skaftafellssýslu, undir Eyjafjöllum og niður í Þykkvabæ. Fleiri fundir hafa þegar verið auglýstir núna í mars; í Landeyjum, Fljótshlíð og Hvoli. Kjartan Þorkelsson sýslumaður, formaður almannavarnanefndar Rangárvallasýslu, gerði grein fyrir skipulagi almannavarna, störfum almannavarnarnefndar, aðgerðarstjórnar og vettvangstjórnar þegar nátturuvá stendur fyrir dyrum og á hættutímum. Þá fór hann yfir þá vinnu sem búið er að leggja í rýmingaráætlun vegna þeirra landsvæða sem hætta er búin vegna jöklulhlaups í tengslum við eldgos í Mýrdalsjökli. Sýnd var á mjög áhrifaríkan hátt hreyfimynd á kortagrunni, líkan af hugsanlegu jökulflóði þar sem sýnt var rennsli flóðsins, vatnsmagn, hæð þess og tímakvarði í klukkustundum og mínútum. Kynnt var fyrirhuguð æfing sem fram fer sunnudaginn 26. mars n.k. þar sem látið verður reyna á alla þætti almannavarnaskipulagsins og þar með talda rýmingu á því svæði sem þegar hefur verið skilgreint rýmingarsvæði. Gyða Árný Helgadóttir verkefnafulltrúi Almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra fór yfir undirbúning, viðbrögð íbúa við jökulhlaupi úr Mýrdalsjökli, hættur sem eldgosi og jökulhlaupi fylgir en í máli hennar kom m.a. fram að tíminn sem íbúar hafa til að yfirgefa heimili sín er afar knappur eða um 30 mínútur. Íbúum var gerð grein fyrir með hvaða hætti rýmingin verður framkvæmd, til hvers er ætlast og hvert þeir eiga að fara til skráningar í Fjöldahjálparstöðvar Rauða krossins sem ákveðnar hafa verið á Hellu og í Skógum en auk þess verður skráningarstöð á Hvolsvelli. Gyða Árný fór yfir ýmiss hagnýt atriði fyrir íbúana til að hafa í huga þegar til hamfara sem þessar koma. Hér reynir á samvinnu allra aðila og skipulagningu. Fleiri fundir með íbúum svæðisins og þeim sem eiga t.d. sumarhús á hættusvæðinu hafa þegar verið auglýstir en næstu fundir verða sem hér segir: Gunnarshólmi 8. mars 14:00-16:00 Njálsbúð 8. mars 20:30-22:30 Goðaland 9. mars 14:00-16:00 Hvoll 9. mars 20:00-22:00 Hvoll 18. mars 10:00-12:00 Allir eru hvattir til að mæta á fundina sem eru í senn upplýsandi og fræðandi.
Katla Kötlufréttir Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Fleiri fréttir Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent