Það verða Pittsburgh Steelers og Seattle Seahawks sem mætast í úrslitaleiknum um ofurskálina í ameríska fótboltanum. Steelers unnu öruggan sigur á Denver Broncos í gær 34-17 og Seattle lagði Carolina Panthers 34-14. Þetta er í fyrsta sinn sem lið Seattle kemst alla leið í úrslitaleikinn, en hann fer fram í Detroit þann 5. febrúar næstkomandi.
