Sverri Þór Sverrissyni, eða Sveppa eins og hann er betur þekktur, þykir ólíklegt að hann kæri þann sem gaf honum glóðarauga um helgina. Árásarmaðurinn hefur beðið hann afsökunar.
Vegna árásarinnar hefur árásarmanninum verið úthýst af vefsíðunni tveir.is. Aðstandendur hennar segjast hafa barist gegn ofbeldi síðustu mánuði og munu gera það áfram.