Útrás og menntun 31. desember 2006 00:01 Undanfarið ár hefur meðal annars einkennst af áframhaldandi sókn íslenskra fyrirtækja á markaði erlendis. Er nú svo komið að varla er opnuð skóbúð á Laugaveginum án þess að verslunarstjórinn láti hafa eftir sér í fjölmiðlum að hér sé einungis um fyrsta skrefið að ræða, framundan sé Skandinavíumarkaður og Stóra-Bretland, þekkt sé að íbúar þessara landa hafi aldrei kunnað að selja skó og því séu tækifærin óendanleg. Vanalega er einhver brjálsemisglampi í augum viðmælandans, frásagnir af milljarða og aftur milljarða gróða útrásarfyrirtækjanna gera alla viðskiptamenn uppspennta svo ekki sé meira sagt. Hví að norpa yfir þúsundköllum hér heima þegar heilu fjársjóðirnir bíða þess eins að duglegir Íslendingar grafi þá upp. Þetta er alveg ótrúleg þróun og það eru ekki mörg ár síðan Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna var næstum eina fyrirtækið sem bauð upp á starfsframa erlendis. En við Íslendingar erum langt í frá eina þjóðin sem hefur orðið vitni að þessari þróun. Heimsviðskiptin aukast með hverjum deginum sem líður, peningar þekkja engin landamæri, flutningskostnaður lækkar, fjarskiptatækni eykst og mannauður fylgir fjármagninu. Alþjóðavæðingin er gríðarlegt tækifæri en um leið, eins og gjarnan er, heilmikil ógn. Í Kína, Indlandi og Austur-Evrópu bíður yfir milljarður vinnufúsra einstaklinga sem eru tilbúnir að vinna baki brotnu fyrir brot af því sem við teljum vera mannsæmandi laun. Fátæku löndin soga til sín vinnuna, frá dýru og ríku löndunum. Þessi þróun mun halda áfram á næstu árum og sennilega mun heldur herða á henni ef eitthvað er. Vesturhluti Evrópu er viðkvæmur fyrir þessari samkeppni, laun eru há og vinnumarkaðurinn stífur og flókinn. Það er því ánægjulegt að sjá hlutdeild Evrópu (ríkjanna 15 í ESB fyrir stækkun) í heimsviðskiptunum. Frá árinu 1998 hefur hlutdeild þeirra verið um 15% af heimsversluninni og aukin alþjóðavæðing virðist ekki hafa dregið úr því hlutfalli. Best standa Evrópuríkin sig í verslun með vörur sem krefjast tiltölulega hás tæknistigs sem og með vörur sem erfitt er að líkja eftir. Jafnframt er Evrópa framarlega í viðskiptum með þjónustu og einnig með vörur sem kalla á miklar fjárfestingar í framleiðslutækni. Í ljósi þess sem ég nefni hér að ofan um alþjóðaviðskiptin er ein lexía sem skiptir okkur virkilega miklu máli. Hún er sú að við verðum að halda áfram að efla menntakerfið í landinu. Alþjóðavæðingin er stórkostlegt tækifæri fyrir Ísland en til þess að við getum nýtt okkur það þá verðum við að halda rétt á spöðunum. Vísindi og menntun er eina svarið sem hinar ríku vestrænu þjóðir eiga gegn ódýru vinnuafli Asíu, Afríku og Austur-Evrópu. Framlög hafa verið aukin gríðarlega til menntamála á síðustu árum og það hafa orðið miklar breytingar á menntakerfinu til hins betra. Háskólaumhverfið hefur meðal annars tekið stakkaskiptum og við Íslendingar erum í hópi þeirra þjóða sem verja hlutfallslega mestu í rannsóknir og þróun. Það er undarleg kenning sem stundum er haldið á lofti að íslensk stjórnvöld vilji bara byggja upp stóriðju og sinni í engu vísindum, menntun og hátækni. Ef sanngirni er gætt þá blasir við allt önnur mynd. Nóg er að benda á fjármálageirann sem er auðvitað ekkert annað en hugvitsiðnaður á hæsta stigi, sama gildir um líftækniiðnaðinn o.s.frv. En það er að sjálfsögðu margt ógert og margt sem betur má fara í mennta- og vísindamálum okkar. Það er ekki nóg að hið opinbera auki sífellt fjármuni til menntamála, við verðum að finna leiðir til að nýta þá fjármuni betur en nú er gert. Ræða skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri nú á dögunum hreyfði við mörgum. Það er einhver ástæða til fyrir því að margir framhaldsskólanemar líta svo á að þeir þurfi ekki að stunda nám sitt af krafti. Ætli nemendurnir misskilji fréttirnar um gróða fyrirtækjanna og sigra þeirra á erlendri grund og haldi að slíkt komi af sjálfu sér? Og getur það verið að þeir haldi að mikil og næg atvinna sé náttúrulögmál, að það séu til störf sem þeir geti gengið að sem vísum? Stjórnvöld, skólafólk og foreldrar hafa hér verk að vinna. Við verðum að nýta velgengi okkar þessa dagana til að búa í haginn fyrir framtíðina en það er lítið gagn í rúmgóðum skólastofum, nýtísku tækjakosti og samviskusömum kennurum ef nemendurnir eru annars hugar. Umræða um menntamál hefur alltof lengi einskorðast við kaup og kjör kennara. Það er nauðsynlegt að við ræðum þetta mikilvæga mál í víðara samhengi, hvernig nýtum við fjármagnið sem best, hvaða aðferðir skila okkur mestum árangri og hvernig hvetjum við nemendur til dáða. Það er ekkert unnið með dýru menntakerfi einu og sér, en við eigum aftur á móti allt undir framúrskarandi skólum og góðri menntun. Ég vil óska lesendum Fréttablaðsins gleðilegs nýs árs og þakka þeim kærlega fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Undanfarið ár hefur meðal annars einkennst af áframhaldandi sókn íslenskra fyrirtækja á markaði erlendis. Er nú svo komið að varla er opnuð skóbúð á Laugaveginum án þess að verslunarstjórinn láti hafa eftir sér í fjölmiðlum að hér sé einungis um fyrsta skrefið að ræða, framundan sé Skandinavíumarkaður og Stóra-Bretland, þekkt sé að íbúar þessara landa hafi aldrei kunnað að selja skó og því séu tækifærin óendanleg. Vanalega er einhver brjálsemisglampi í augum viðmælandans, frásagnir af milljarða og aftur milljarða gróða útrásarfyrirtækjanna gera alla viðskiptamenn uppspennta svo ekki sé meira sagt. Hví að norpa yfir þúsundköllum hér heima þegar heilu fjársjóðirnir bíða þess eins að duglegir Íslendingar grafi þá upp. Þetta er alveg ótrúleg þróun og það eru ekki mörg ár síðan Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna var næstum eina fyrirtækið sem bauð upp á starfsframa erlendis. En við Íslendingar erum langt í frá eina þjóðin sem hefur orðið vitni að þessari þróun. Heimsviðskiptin aukast með hverjum deginum sem líður, peningar þekkja engin landamæri, flutningskostnaður lækkar, fjarskiptatækni eykst og mannauður fylgir fjármagninu. Alþjóðavæðingin er gríðarlegt tækifæri en um leið, eins og gjarnan er, heilmikil ógn. Í Kína, Indlandi og Austur-Evrópu bíður yfir milljarður vinnufúsra einstaklinga sem eru tilbúnir að vinna baki brotnu fyrir brot af því sem við teljum vera mannsæmandi laun. Fátæku löndin soga til sín vinnuna, frá dýru og ríku löndunum. Þessi þróun mun halda áfram á næstu árum og sennilega mun heldur herða á henni ef eitthvað er. Vesturhluti Evrópu er viðkvæmur fyrir þessari samkeppni, laun eru há og vinnumarkaðurinn stífur og flókinn. Það er því ánægjulegt að sjá hlutdeild Evrópu (ríkjanna 15 í ESB fyrir stækkun) í heimsviðskiptunum. Frá árinu 1998 hefur hlutdeild þeirra verið um 15% af heimsversluninni og aukin alþjóðavæðing virðist ekki hafa dregið úr því hlutfalli. Best standa Evrópuríkin sig í verslun með vörur sem krefjast tiltölulega hás tæknistigs sem og með vörur sem erfitt er að líkja eftir. Jafnframt er Evrópa framarlega í viðskiptum með þjónustu og einnig með vörur sem kalla á miklar fjárfestingar í framleiðslutækni. Í ljósi þess sem ég nefni hér að ofan um alþjóðaviðskiptin er ein lexía sem skiptir okkur virkilega miklu máli. Hún er sú að við verðum að halda áfram að efla menntakerfið í landinu. Alþjóðavæðingin er stórkostlegt tækifæri fyrir Ísland en til þess að við getum nýtt okkur það þá verðum við að halda rétt á spöðunum. Vísindi og menntun er eina svarið sem hinar ríku vestrænu þjóðir eiga gegn ódýru vinnuafli Asíu, Afríku og Austur-Evrópu. Framlög hafa verið aukin gríðarlega til menntamála á síðustu árum og það hafa orðið miklar breytingar á menntakerfinu til hins betra. Háskólaumhverfið hefur meðal annars tekið stakkaskiptum og við Íslendingar erum í hópi þeirra þjóða sem verja hlutfallslega mestu í rannsóknir og þróun. Það er undarleg kenning sem stundum er haldið á lofti að íslensk stjórnvöld vilji bara byggja upp stóriðju og sinni í engu vísindum, menntun og hátækni. Ef sanngirni er gætt þá blasir við allt önnur mynd. Nóg er að benda á fjármálageirann sem er auðvitað ekkert annað en hugvitsiðnaður á hæsta stigi, sama gildir um líftækniiðnaðinn o.s.frv. En það er að sjálfsögðu margt ógert og margt sem betur má fara í mennta- og vísindamálum okkar. Það er ekki nóg að hið opinbera auki sífellt fjármuni til menntamála, við verðum að finna leiðir til að nýta þá fjármuni betur en nú er gert. Ræða skólameistara Verkmenntaskólans á Akureyri nú á dögunum hreyfði við mörgum. Það er einhver ástæða til fyrir því að margir framhaldsskólanemar líta svo á að þeir þurfi ekki að stunda nám sitt af krafti. Ætli nemendurnir misskilji fréttirnar um gróða fyrirtækjanna og sigra þeirra á erlendri grund og haldi að slíkt komi af sjálfu sér? Og getur það verið að þeir haldi að mikil og næg atvinna sé náttúrulögmál, að það séu til störf sem þeir geti gengið að sem vísum? Stjórnvöld, skólafólk og foreldrar hafa hér verk að vinna. Við verðum að nýta velgengi okkar þessa dagana til að búa í haginn fyrir framtíðina en það er lítið gagn í rúmgóðum skólastofum, nýtísku tækjakosti og samviskusömum kennurum ef nemendurnir eru annars hugar. Umræða um menntamál hefur alltof lengi einskorðast við kaup og kjör kennara. Það er nauðsynlegt að við ræðum þetta mikilvæga mál í víðara samhengi, hvernig nýtum við fjármagnið sem best, hvaða aðferðir skila okkur mestum árangri og hvernig hvetjum við nemendur til dáða. Það er ekkert unnið með dýru menntakerfi einu og sér, en við eigum aftur á móti allt undir framúrskarandi skólum og góðri menntun. Ég vil óska lesendum Fréttablaðsins gleðilegs nýs árs og þakka þeim kærlega fyrir samfylgdina á árinu sem er að líða.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun