Kaldastríðs-skipting Evrópu á enda 27. desember 2006 00:01 Á jóladag voru rétt fimmtán ár liðin frá því Sovétríkin heyrðu formlega sögunni til. Þá tók Borís Jeltsín Rússlandsforseti yfir skrifstofu síðasta Sovétleiðtogans, Mikhaíls Gorbatsjovs, í Kreml. Og nú um áramótin ganga tvö fyrrverandi leppríki Sovétríkjanna, Rúmenía og Búlgaría, í Evrópusambandið, en þar með verða alls tíu lönd sem áður tilheyrðu Austurblokkinni gengin til liðs við það. Sú skipting Evrópu sem sigur Rauða hersins í seinni heimsstyrjöld kallaði yfir álfuna verður þar með endanlega úr sögunni. Á jóladag voru einnig rétt sautján ár frá því síðasti kommúnistaleiðtogi Rúmeníu, Nicolae Ceausescu, endaði ævina. Eftir málamyndaréttarhald var hann og eiginkonan Elena tekin af lífi með kúlnaregni úr vélbyssu hermanns. Rúmenía er eina af fyrrverandi leppríkjum Sovétríkjanna þar sem valdatíð kommúnista lauk ekki með friðsamlegum hætti. Ofbeldi er líka eitt af þeim vandamálum, sem veldur því að ýmsum þykir ótímabært að veita Rúmeníu og grannríkinu Búlgaríu inngöngu í Evrópusambandið og Evrópska efnahagssvæðið. Mafíumorð eru tíð í báðum löndum og lögreglu- og dómskerfið virðist of veikburða og spillt til að stemma stigu við skipulagðri glæpastarfsemi með skilvirkum hætti. Önnur arfleifð nærri hálfrar aldar valdatíðar kommúnista í þessum löndum er vanþróun og fátækt. Í Rúmeníu býr enn hátt í helmingur íbúa í sveit og um þriðjungur íbúa Búlgaríu, en þessar sveitir verða mesta örbirgðarsvæðið í hinu stækkaða Evrópusambandi. Þessi efnahagslega og stjórnarfarslega vanþróun, spilling og glæpir valda því að þær þjóðir álfunnar sem voru svo lánsamar að lenda vestan megin járntjaldsins á sínum tíma óttast um sinn hag þegar þessi nýjasta lota stækkunar ESB kemst til framkvæmda. En það er einmitt sú siðferðislega skylda, sem að minnsta kosti ráðamenn sömu Vestur-Evrópuþjóða finnst hvíla á þeim vegna hinnar misskiptu auðnu þjóðanna í austri og vestri á 20. öld, sem rekur þá til að samþykkja inngöngu þessara landa í sambandið, þrátt fyrir að strangt til tekið uppfylli þau ekki ennþá aðildarskilyrðin. Þeim finnst sögulegt réttlæti liggja í því að þjóðirnar sem dæmdar voru til örbirgðar og helzis með því að lenda austan járntjaldsins fái notið „þróunaraðstoðar" og lífskjarajöfnunarkerfis Evrópusambandsins til að flýta því að þær vinni upp lýðræðisþróunar- og velmegunarforskot Vestur-Evrópuþjóðanna. Af sömu ástæðu gera ráðamenn ESB þá kröfu til ríku EFTA-ríkjanna í EES, Íslands, Noregs og Liechtenstein, að þau greiði rausnarlega í þróunarsjóði til handa fátæku fyrrverandi kommúnistaríkjunum fyrir þann forréttindaaðgang að stækkuðum innri markaði Evrópu sem EES-aðildin færir þeim. Krafa ESB-leiðtoganna er sú að EFTA-ríkin taki jafnmikinn þátt og önnur velmegunarlönd Vestur-Evrópu þátt í að fjármagna þetta lífskjarajöfnunarkerfi. Eða eins og segir í jólaboðskapnum: sælla er að gefa en þiggja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auðunn Arnórsson Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun
Á jóladag voru rétt fimmtán ár liðin frá því Sovétríkin heyrðu formlega sögunni til. Þá tók Borís Jeltsín Rússlandsforseti yfir skrifstofu síðasta Sovétleiðtogans, Mikhaíls Gorbatsjovs, í Kreml. Og nú um áramótin ganga tvö fyrrverandi leppríki Sovétríkjanna, Rúmenía og Búlgaría, í Evrópusambandið, en þar með verða alls tíu lönd sem áður tilheyrðu Austurblokkinni gengin til liðs við það. Sú skipting Evrópu sem sigur Rauða hersins í seinni heimsstyrjöld kallaði yfir álfuna verður þar með endanlega úr sögunni. Á jóladag voru einnig rétt sautján ár frá því síðasti kommúnistaleiðtogi Rúmeníu, Nicolae Ceausescu, endaði ævina. Eftir málamyndaréttarhald var hann og eiginkonan Elena tekin af lífi með kúlnaregni úr vélbyssu hermanns. Rúmenía er eina af fyrrverandi leppríkjum Sovétríkjanna þar sem valdatíð kommúnista lauk ekki með friðsamlegum hætti. Ofbeldi er líka eitt af þeim vandamálum, sem veldur því að ýmsum þykir ótímabært að veita Rúmeníu og grannríkinu Búlgaríu inngöngu í Evrópusambandið og Evrópska efnahagssvæðið. Mafíumorð eru tíð í báðum löndum og lögreglu- og dómskerfið virðist of veikburða og spillt til að stemma stigu við skipulagðri glæpastarfsemi með skilvirkum hætti. Önnur arfleifð nærri hálfrar aldar valdatíðar kommúnista í þessum löndum er vanþróun og fátækt. Í Rúmeníu býr enn hátt í helmingur íbúa í sveit og um þriðjungur íbúa Búlgaríu, en þessar sveitir verða mesta örbirgðarsvæðið í hinu stækkaða Evrópusambandi. Þessi efnahagslega og stjórnarfarslega vanþróun, spilling og glæpir valda því að þær þjóðir álfunnar sem voru svo lánsamar að lenda vestan megin járntjaldsins á sínum tíma óttast um sinn hag þegar þessi nýjasta lota stækkunar ESB kemst til framkvæmda. En það er einmitt sú siðferðislega skylda, sem að minnsta kosti ráðamenn sömu Vestur-Evrópuþjóða finnst hvíla á þeim vegna hinnar misskiptu auðnu þjóðanna í austri og vestri á 20. öld, sem rekur þá til að samþykkja inngöngu þessara landa í sambandið, þrátt fyrir að strangt til tekið uppfylli þau ekki ennþá aðildarskilyrðin. Þeim finnst sögulegt réttlæti liggja í því að þjóðirnar sem dæmdar voru til örbirgðar og helzis með því að lenda austan járntjaldsins fái notið „þróunaraðstoðar" og lífskjarajöfnunarkerfis Evrópusambandsins til að flýta því að þær vinni upp lýðræðisþróunar- og velmegunarforskot Vestur-Evrópuþjóðanna. Af sömu ástæðu gera ráðamenn ESB þá kröfu til ríku EFTA-ríkjanna í EES, Íslands, Noregs og Liechtenstein, að þau greiði rausnarlega í þróunarsjóði til handa fátæku fyrrverandi kommúnistaríkjunum fyrir þann forréttindaaðgang að stækkuðum innri markaði Evrópu sem EES-aðildin færir þeim. Krafa ESB-leiðtoganna er sú að EFTA-ríkin taki jafnmikinn þátt og önnur velmegunarlönd Vestur-Evrópu þátt í að fjármagna þetta lífskjarajöfnunarkerfi. Eða eins og segir í jólaboðskapnum: sælla er að gefa en þiggja.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun