Nostrað við hlustir 18. desember 2006 14:30 Má bjóða þér hljóð? Þóranna Dögg Björnsdóttir skapar hljóðleg hughrif við Hverfisgötuna. Mynd/friðrik örn Hljóðlistamaðurinn Þóranna Dögg Björnsdóttir býður gestum til sætis í Gel galleríi við Hverfisgötu þar sem hún flytur persónulegt lifandi tónverk fyrir hvern og einn. Hún vill þannig beina athygli fólks á nýstárlegan máta að hljóðheiminum umhverfis okkur. „Ég hef sankað að mér og föndrað með alls konar hluti sem mér finnst áhugaverðir hvað hljóðið varðar. Ég nostra síðan við fólk og bý til hljóðheim í kringum það ásamt umhverfishljóðum –- vinn mjög nálægt eyrunum og í kringum höfuðið og er með því að skapa ákveðna skynvillu,“ útskýrir Þóranna en í galleríinu er hún til að mynda með alls konar trommur, krukkur, lauka og strá, leikur með vatn og ýmsa smáhluti sem gefa frá sér fjölbreytileg hljóð og mismunandi tíðni. „Fólk hefur tekið þessu mjög vel, margir sem hafa komið hingað í klippingu hafa viljað prófa. Gestirnir eru mjög ánægðir og ganga burtu sáttir og ég er glöð yfir að ná að skapa stemninguna sem ég ætlaði mér.“ Þóranna stundaði tónlistarnám frá unga aldri og hefur nýlokið námi í hljóð- og myndlist frá Konunglega listaháskólanum og tónlistarháskólanum í Haag í Hollandi þar sem hún vann að rannsókn um samspil hljóðs og mynda, eða það sem kalla mætti sýnilega tónlist. Áhugi hennar á hljóði er mikið til kominn í gegnum tónlistina en hún kveðst hafa alist upp við mikla músík. „Það er mikið af tónlistarmönnum í kringum mig og ég átti líka ömmu sem örvaði ímyndunaraflið hjá mér. Það var þó ekki fyrr en í seinni tíð að ég fór að grúska meira í hljóði. Það er kannski vegna þess að mér finnst hljóðheimurinn óræðastur í listinni – hann skapar hughrif og tilfinningar sem eru óútskýranlegar. Þótt tónlist geti verið útskýranleg þá nálgast hún okkar innri heim á svo sterkan hátt.“ Þóranna verður í galleríinu í dag milli 18-20 og á sama tíma alla vikuna fram á fimmtudag, á Þorláksmessu geta gestir miðbæjarins síðan fengið kærkomið frí frá jólastressinu hjá listakonunni milli 16-19. Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
Hljóðlistamaðurinn Þóranna Dögg Björnsdóttir býður gestum til sætis í Gel galleríi við Hverfisgötu þar sem hún flytur persónulegt lifandi tónverk fyrir hvern og einn. Hún vill þannig beina athygli fólks á nýstárlegan máta að hljóðheiminum umhverfis okkur. „Ég hef sankað að mér og föndrað með alls konar hluti sem mér finnst áhugaverðir hvað hljóðið varðar. Ég nostra síðan við fólk og bý til hljóðheim í kringum það ásamt umhverfishljóðum –- vinn mjög nálægt eyrunum og í kringum höfuðið og er með því að skapa ákveðna skynvillu,“ útskýrir Þóranna en í galleríinu er hún til að mynda með alls konar trommur, krukkur, lauka og strá, leikur með vatn og ýmsa smáhluti sem gefa frá sér fjölbreytileg hljóð og mismunandi tíðni. „Fólk hefur tekið þessu mjög vel, margir sem hafa komið hingað í klippingu hafa viljað prófa. Gestirnir eru mjög ánægðir og ganga burtu sáttir og ég er glöð yfir að ná að skapa stemninguna sem ég ætlaði mér.“ Þóranna stundaði tónlistarnám frá unga aldri og hefur nýlokið námi í hljóð- og myndlist frá Konunglega listaháskólanum og tónlistarháskólanum í Haag í Hollandi þar sem hún vann að rannsókn um samspil hljóðs og mynda, eða það sem kalla mætti sýnilega tónlist. Áhugi hennar á hljóði er mikið til kominn í gegnum tónlistina en hún kveðst hafa alist upp við mikla músík. „Það er mikið af tónlistarmönnum í kringum mig og ég átti líka ömmu sem örvaði ímyndunaraflið hjá mér. Það var þó ekki fyrr en í seinni tíð að ég fór að grúska meira í hljóði. Það er kannski vegna þess að mér finnst hljóðheimurinn óræðastur í listinni – hann skapar hughrif og tilfinningar sem eru óútskýranlegar. Þótt tónlist geti verið útskýranleg þá nálgast hún okkar innri heim á svo sterkan hátt.“ Þóranna verður í galleríinu í dag milli 18-20 og á sama tíma alla vikuna fram á fimmtudag, á Þorláksmessu geta gestir miðbæjarins síðan fengið kærkomið frí frá jólastressinu hjá listakonunni milli 16-19.
Mest lesið Eiður Smári og Halla Vilhjálms í skíðaævintýri Lífið Var mjög heit fyrir lýtalækninum Lífið Hefndi kossins með kossi Lífið Eiginmaður Dolly Parton er látinn Lífið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Ólst upp án föður: „Samband okkar hefur alltaf verið flókið“ Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Fleiri fréttir Borgarstjórar og forsetar á ólgandi listasýningu Hendur sem káfa, snerta og breyta „Á fyrsta uppistandi er maður að skíta á sig“ Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira