Menning

Mættir Max og Mórits

Max og Mórits
Max og Mórits

Um kaffileytið geta göngumenn af Laugaveginum skotist inn í Súfistann og ornað sér við veitingar, söng og lestur úr sígildum kvæðabálki Vilhelm Busch af hrekkjusvínunum Max og Mórits og þeirra grimmilegu örlögum.

Atli Rafn Sigurðarson leikari og Eva María Jónsdóttir dagskrárgerðar­kona lesa en Ólafur Kjartan Sigurðarson syngur og Anna Guðný Guðmundsdóttir spilar á hljómborð.

Max og Mórits komu fram í ljóði og myndlýsingum Busch fyrir margt löngu, en Kristján Eldjárn þýddi raunir þeirra óviðjafnan­lega. Er nýlega komin út önnur útgáfa af þessum stórkostlega skáldskap á vegum Minningarsjóðs Kristjáns Eldjárns gítarleikara.

Dagskráin hefst í dag kl. 16 í Súfistanum á Laugavegi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×