Kóngur fékk humaruppskrift 8. desember 2006 12:00 Uppskriftina sem Jórdaníukonungur bað sérstaklega um er að finna í bókinni. MYND/Brink Feðgarnir Eyjólfur Elíasson og Elías Einarsson hafa nýlega sent frá sér Matreiðslubók íslenska lýðveldisins, sem samanstendur af matseðlum sem þeir hafa borið á borð fyrir fyrirmenni landsins og tigna gesti þeirra. „Lambið var alltaf langvinsælast," sagði Eyjólfur, en lambauppskriftir eru áberandi í bókinni. „Ég held að ráðamennirnir reyni að flagga því sem mest," sagði hann. „Guðni Ágústsson vildi til dæmis varla sjá annað í veislum en lamb. Og skyrið líka," sagði Eyjólfur. Hann sagðist þó ekki hafa tekið eftir því hvort ráðamenn þjóðarinnar hafi átt sér einhverja uppáhaldsrétti. „Reyndar var Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, alltaf rosalega hrifinn af frönsku súkkulaðikökunni. Og Davíð Oddsson mátti aldrei fá timjan," sagði Eyjólfur. Eyjólfur segir þá feðga oft hafa fengið þakkir frá tignum gestum og jafnvel látið þeim í té einkar vinsælar uppskriftir. „Humarinn með engiferinu í Orly-deiginu var rosalega vinsæll. Það var, held ég, Jórd-aníukonungur sem fékk þá uppskrift," sagði Eyjólfur. „Ein fyrirkonan sagðist líka óska þess að hún væri með jafn góða kokka. En ég get nú varla gefið upp hver það var," sagði hann hlæjandi. „Hún var forsetafrú, ég segi ekki meir," bætti hann við að lokum. Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið
Feðgarnir Eyjólfur Elíasson og Elías Einarsson hafa nýlega sent frá sér Matreiðslubók íslenska lýðveldisins, sem samanstendur af matseðlum sem þeir hafa borið á borð fyrir fyrirmenni landsins og tigna gesti þeirra. „Lambið var alltaf langvinsælast," sagði Eyjólfur, en lambauppskriftir eru áberandi í bókinni. „Ég held að ráðamennirnir reyni að flagga því sem mest," sagði hann. „Guðni Ágústsson vildi til dæmis varla sjá annað í veislum en lamb. Og skyrið líka," sagði Eyjólfur. Hann sagðist þó ekki hafa tekið eftir því hvort ráðamenn þjóðarinnar hafi átt sér einhverja uppáhaldsrétti. „Reyndar var Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, alltaf rosalega hrifinn af frönsku súkkulaðikökunni. Og Davíð Oddsson mátti aldrei fá timjan," sagði Eyjólfur. Eyjólfur segir þá feðga oft hafa fengið þakkir frá tignum gestum og jafnvel látið þeim í té einkar vinsælar uppskriftir. „Humarinn með engiferinu í Orly-deiginu var rosalega vinsæll. Það var, held ég, Jórd-aníukonungur sem fékk þá uppskrift," sagði Eyjólfur. „Ein fyrirkonan sagðist líka óska þess að hún væri með jafn góða kokka. En ég get nú varla gefið upp hver það var," sagði hann hlæjandi. „Hún var forsetafrú, ég segi ekki meir," bætti hann við að lokum.
Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið