Tveir nýir Manager-leikir 7. desember 2006 00:01 Loksins hægt að spila leikinn á PSP. Nýir Football Manager-leikir eru komnir út fyrir Xbox 360 og á Playstation Portable. Leikurinn á PSP nefnist Football Manager Handheld en í honum er að finna fjöldann allan af nýjum möguleikum sem gera leikmönnum auðveldara að stýra leiknum. Í fyrsta skipti er núna hægt að stýra landsliðum og senda frá sér hóp af hæfileika-njósnurum til þess að skoða leikmenn en áður fyrr var aðeins hægt að senda einn í einu. Af fleiri nýjungum má nefna að bætt hefur við fleiri deildum í leikinn og meðal þeirra eru sú ástralska og sú portúgalska. Eins og í öðrum leikjum á PSP er hægt að spila við aðra PSP-tölvu en þær tengjast með þráðlausu neti. Football Manager 2007 sem er kominn á Xbox360 tekur fyrri útgáfum leiksins fram með því að styðja Xbox Live Vision myndavélina og Xbox Live „Fantasy Draft“ möguleikann. „Fantasy Draft“ er nýr möguleiki þar sem allt að átta leikmenn keppa um að ná í leikmenn úr gagnabanka leiksins og byggja þar með upp sitt draumalið, en síðan er hægt að keppa með þessum liðum í bikarkeppni í gegnum Xbox Live. Auk þessara nýjunga inniheldur leikurinn flesta þá valmöguleika sem voru í fyrri leiknum, ásamt því sem þekkist úr PC-útgáfu leiksins. Það er því af nægu að taka fyrir fótboltaáhugamenn, en einnig eru komnir út Fifa 07 og sjötti Pro Evolution leikurinn. Leikjavísir Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Nýir Football Manager-leikir eru komnir út fyrir Xbox 360 og á Playstation Portable. Leikurinn á PSP nefnist Football Manager Handheld en í honum er að finna fjöldann allan af nýjum möguleikum sem gera leikmönnum auðveldara að stýra leiknum. Í fyrsta skipti er núna hægt að stýra landsliðum og senda frá sér hóp af hæfileika-njósnurum til þess að skoða leikmenn en áður fyrr var aðeins hægt að senda einn í einu. Af fleiri nýjungum má nefna að bætt hefur við fleiri deildum í leikinn og meðal þeirra eru sú ástralska og sú portúgalska. Eins og í öðrum leikjum á PSP er hægt að spila við aðra PSP-tölvu en þær tengjast með þráðlausu neti. Football Manager 2007 sem er kominn á Xbox360 tekur fyrri útgáfum leiksins fram með því að styðja Xbox Live Vision myndavélina og Xbox Live „Fantasy Draft“ möguleikann. „Fantasy Draft“ er nýr möguleiki þar sem allt að átta leikmenn keppa um að ná í leikmenn úr gagnabanka leiksins og byggja þar með upp sitt draumalið, en síðan er hægt að keppa með þessum liðum í bikarkeppni í gegnum Xbox Live. Auk þessara nýjunga inniheldur leikurinn flesta þá valmöguleika sem voru í fyrri leiknum, ásamt því sem þekkist úr PC-útgáfu leiksins. Það er því af nægu að taka fyrir fótboltaáhugamenn, en einnig eru komnir út Fifa 07 og sjötti Pro Evolution leikurinn.
Leikjavísir Mest lesið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Leikstjórinn James Foley er látinn Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Lífið Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Lífið Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Lífið Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Fleiri fréttir GTA 6 velti Deadpool og Wolverine úr sessi Svífa um á bleiku skýi í GameTíví Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira