Öflugir á höfuðborgarsvæðinu 6. desember 2006 00:01 Samruni SPH og SPV var samþykktur af stofnfjáreigendum á fullveldisdaginn MYND/Vilhelm Sparisjóður Hafnarfjarðar og Sparisjóðir vélstjóra, annar og þriðji stærstu sparisjóðir landsins, runnu saman á fullveldisdaginn eftir að stofnfjáreigendur beggja sparisjóða samþykktu samrunatillögur stjórna. Samruninn er gerður með fyrirvara um blessun Fjármálaeftirlitsins (FME). Þetta er stærsti sparisjóðasamruni Íslandssögunnar en ólíkt öðrum sameiningum, sem hafa nær oftast byggst á fjárhagslegri endurskipulagningu, er hér um að ræða samruna á viðskiptalegum forsendum. Stjórnendur nýja sparisjóðsins eru þess fullvissir að með sameiningu þessara tveggja rótgrónu sparisjóða losni miklir kraftar úr læðingi. „SPV og SPH hafa átt náið og gott samstarf til margra ára. Fram til þessa hafa sparisjóðirnir ekki keppt um viðskipti á sama markaði en með sameiningunni verður til eitt öflugt markaðssvæði hér á höfuðborgarsvæðinu," sagði Ragnar Z. Guðjónsson, sparisjóðsstjóri SPV, á fundi stofnfjáreigenda í SPV hinn fyrsta desember. Nýr sparisjóður er með heildareignir upp á tæpa eitt hundrað milljarða króna. Til samanburðar nema heildareignir SPRON, stærsta sparisjóðsins, 166 milljörðum króna, og SPKEF, sem er í þriðja sæti, 38 milljörðum um mitt ár. Ætla má að heildareignir SPRON annars vegar og SPV hins vegar nemi um 70 prósent af heildareignum sparisjóðakerfisins.Áfram unnið eftir þremur vörumerkjumSPV er stærri sparisjóðurinn í þessum samruna þar sem hann er metinn á 61 prósent við samrunann en SPH á 39 prósent. SPV er skilgreindur sem yfirtökusparisjóður við sameininguna en SPH sem hinn yfirtekni. Yfirtakan er þó meira í orði en á borði til þess að auðvelda sameininguna og komast hjá því að stofna nýjan sparisjóð. Vörumerkin þrjú, SPH, SPV og S24, verða áfram í notkun, en fastlega er búist við að nýi sparisjóðurinn fái nýtt nafn. Ragnar Z. og Magnús Ægir Magnússon, sem stýrði SPH, verða sparisjóðsstjórar hins nýja sjóðs.Við skiptihlutföllin voru ýmsir þættir hafðir til hliðsjónar, svo sem eigið fé, heildareignir, rekstrarniðurstöður áranna 2003-2005 og samsetning lánasafna, hlutabréfaeignar og vaxtamöguleika. Stofnfé SPV var aukið um 84 milljónir króna til að mæta samrunanum og var hækkunin innt af hendi til stofnfjáreigenda í SPH sem gagngjald fyrir stofnfjárhluti þeirra. Eftir sameininguna, sem tekur gildi frá og með fyrsta janúar 2006, er stofnféð rúmar 216 milljónir króna.Í greinargerð frá stjórn SPV, sem lögð var fyrir fundinn, voru reifaðar þær umræður sem áttu sér stað innan hennar um framtíðarsýn sparisjóðsins; hvernig hægt væri að hagræða í rekstri og auka umfang starfseminnar þannig að samkeppnishæfni hans yrði aukin.„Í langflestum tilvikum leiðir aukin stærð fjármálafyrirtækis til forskots í samkeppni. Einkum lýtur það að tækifærum til öflunar ódýrara lánsfjármagns og þjónustu við stærri lántakendur og samstæður. Þrengt hefur að minni fjármálastofnunum og sparisjóðirnir hafa átt undir högg að sækja í þessari þróun meðan stærri fjármálafyrirtæki hafa vaxið," sagði Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður SPV.Sterkir á mörgum sviðumTil þess að styrkja stöðu sparisjóðsins þótti nærtækasta leiðin sú að sameinast öðrum sparisjóðum. Lengi var vitað um áhuga stjórnenda SPV að ganga til viðræðna við aðra sparisjóða eins og hafði komið fram í fjölmiðlum. Lá þar beinast við að leita til SPH eftir að miklar breytingar urðu á stofnfjáreigendahópnum í Hafnarfirði og stjórn sparisjóðsins. Sú könnun, sem stýrt var af hendi Árna Tómassonar hjá IMG Gallup, sýndi að hægt var að ná verulegri hagræðingu með því að sameina sparisjóðina og auka umsvif þeirra án aukins rekstrarkostnaðar.Starfsmannafjöldi, aðstaða og tæknibúnaður sparisjóðanna annar mun meira umfangi en nú er sinnt af sjóðunum. Arðsemi sameinaðs sparisjóðs á því að vaxa," sagði Jón Þorsteinn ennfremur.Hann benti á að í miðju samrunaferlinu hafi sparisjóðirnir verið farnir að njóta góðs af fyrirhuguðum samruna. Viljayfirlýsing um samruna hafði mikið um að segja að nokkrir evrópskir bankar veittu sambankalán í júlí fyrir sextíu milljónir evra (5,5 milljarða króna) á góðum kjörum þótt enn væri um tvo sparisjóði að ræða.Þá telja stjórnendur hins nýja sparisjóðs að ólík samsetning þeirra verði mikill styrkur fyrir nýja sjóðinn. SPV hefur fjárfest mikið í hlutdeildarfélögum eins og í MP Fjárfestingarbanka og Fjárfestingarfélagi sparisjóðanna, en rekur ekki netbanka og verðbréfaþjónustu eins og er að finna hjá SPH. Þá á SPH 80 prósent í Allianz á Íslandi. Allar þessar fjárfestingar ættu að nýtast betur, skila auknum umsvifum með óverulegum tilkostnaði. Sameiginlega er fyrirtækið með sterka markaðsstöðu í nær öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, bæði í norður - og suðurhlutanum.Stefnt er að því að hnýta lausa enda fyrir áramót en stjórnendur sparisjóðsins líta á næsta ár sem stóra árið í framþróun sparisjóðsins þar sem tekjustoðir verði efldar. Með útgáfu á nýju stofnfé, eins og greint er frá í fréttakafla Markaðarins í dag, eykst eigið fé SPV í sextán til sautján milljarða króna.Langur og flókinn ferillSamruni sparisjóða er síður en svo auðvelt viðfangsefni eins og sameiningarferli SPH og SPV bar með sér. Þar sem flestir búast við frekari sameiningum innan sparisjóðakerfisins er forvitnilegt að kynna sér þann feril sem forsvarsmenn SPH og SPV fóru í gegnum. Á fundi stofnfjáreigenda í SPV gerði Jón Þorsteinn grein fyrir margþættu og flóknu samrunaferli sem tók alls ellefu mánuði. Í janúar og febrúar áttu stjórnarformenn sparisjóðanna, nafnarnir Jón Þorsteinn og Jón Auðunn Jónsson, óformlegar viðræður sem leiddu til þess að þann 27. apríl sendu stjórnir sparisjóðanna frá sér tilkynningu um að ákveðið hefði verið að hefja formlegar sameiningarviðræður og tilgangur og markmið þeirra aðgerða kynnt fyrir eftirlitsaðilum og fjölmiðlum. Í kjölfarið var gerð kostgæfnisathugun og vinna við útreikninga og skiptihlutfalla.Í maí var umgjörð nýs sparisjóðs mótuð í samvinnu við ráðgjafarfyrirtækið IMG og mánuði síðar lá fyrir skýrsla um skiptihlutföll sem var send til FME.Hluthafaskrá, Samkeppnisstofnun og FME fengu svo samrunaáætlun og stofnsamning efnahagsreiknings til sín. Í júlí fór fram frekari vinna við samrunann er sneri að stefnumótun og skipulagi og greinargerðir unnar við fjórða tug spurninga frá FME og í ágúst var lokið við að skýra FME ítarlega frá samrunanum í samvinnu við innri endurskoðendur, lögmenn og ráðgjafa frá PWC. Í kjölfarið hófst vinna við áreiðanleikakönnun á lánasafni sparisjóðanna sem lauk í september og var send til FME. Þá tók við vinna við lögfræðilega áreiðanleikakönnun sem skilað var til FME. Í október óskaði FME eftir viðbótarupplýsingum við þriðja tug spurninga og var þeim fyrirspurnum svarað um miðjan þann mánuð. Þá tóku við verkefni er sneru að samrunanum, meðal annars samruni bókhaldskerfa, verkefni á sviði fjárstýringar, gerð sameiginlegra rekstraráætlana, sameiningu upplýsinga og tölvukerfa og uppbyggingu dreifileiða.Það sem koma skalÍ byrjun nóvember var haldinn stofnfjáreigendafundur í SPH sem samþykkti að auka stofnfé sparisjóðsins til að mæta skiptihlutföllum. Stofnfjáreigendafundir í SPH og SPV voru síðan boðaðir þann fyrsta desember þar sem samruninn var samþykktur einróma með fyrirvara um endanlegt samþykki FME.Þótt sameiningin hafi tekið fulllangan tíma að sumra mati telja þeir sem Markaðurinn ræddi við að eftir á að hyggja hafi FME virkilega viljað vanda til verka fyrir það sem koma skal. „Mér kæmi ekki á óvart þó að sameiningarnar yrðu fleiri á næstunni," sagði Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, á aðalfundi stofnunarinnar í nóvember. Fréttaskýringar Undir smásjánni Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Sparisjóður Hafnarfjarðar og Sparisjóðir vélstjóra, annar og þriðji stærstu sparisjóðir landsins, runnu saman á fullveldisdaginn eftir að stofnfjáreigendur beggja sparisjóða samþykktu samrunatillögur stjórna. Samruninn er gerður með fyrirvara um blessun Fjármálaeftirlitsins (FME). Þetta er stærsti sparisjóðasamruni Íslandssögunnar en ólíkt öðrum sameiningum, sem hafa nær oftast byggst á fjárhagslegri endurskipulagningu, er hér um að ræða samruna á viðskiptalegum forsendum. Stjórnendur nýja sparisjóðsins eru þess fullvissir að með sameiningu þessara tveggja rótgrónu sparisjóða losni miklir kraftar úr læðingi. „SPV og SPH hafa átt náið og gott samstarf til margra ára. Fram til þessa hafa sparisjóðirnir ekki keppt um viðskipti á sama markaði en með sameiningunni verður til eitt öflugt markaðssvæði hér á höfuðborgarsvæðinu," sagði Ragnar Z. Guðjónsson, sparisjóðsstjóri SPV, á fundi stofnfjáreigenda í SPV hinn fyrsta desember. Nýr sparisjóður er með heildareignir upp á tæpa eitt hundrað milljarða króna. Til samanburðar nema heildareignir SPRON, stærsta sparisjóðsins, 166 milljörðum króna, og SPKEF, sem er í þriðja sæti, 38 milljörðum um mitt ár. Ætla má að heildareignir SPRON annars vegar og SPV hins vegar nemi um 70 prósent af heildareignum sparisjóðakerfisins.Áfram unnið eftir þremur vörumerkjumSPV er stærri sparisjóðurinn í þessum samruna þar sem hann er metinn á 61 prósent við samrunann en SPH á 39 prósent. SPV er skilgreindur sem yfirtökusparisjóður við sameininguna en SPH sem hinn yfirtekni. Yfirtakan er þó meira í orði en á borði til þess að auðvelda sameininguna og komast hjá því að stofna nýjan sparisjóð. Vörumerkin þrjú, SPH, SPV og S24, verða áfram í notkun, en fastlega er búist við að nýi sparisjóðurinn fái nýtt nafn. Ragnar Z. og Magnús Ægir Magnússon, sem stýrði SPH, verða sparisjóðsstjórar hins nýja sjóðs.Við skiptihlutföllin voru ýmsir þættir hafðir til hliðsjónar, svo sem eigið fé, heildareignir, rekstrarniðurstöður áranna 2003-2005 og samsetning lánasafna, hlutabréfaeignar og vaxtamöguleika. Stofnfé SPV var aukið um 84 milljónir króna til að mæta samrunanum og var hækkunin innt af hendi til stofnfjáreigenda í SPH sem gagngjald fyrir stofnfjárhluti þeirra. Eftir sameininguna, sem tekur gildi frá og með fyrsta janúar 2006, er stofnféð rúmar 216 milljónir króna.Í greinargerð frá stjórn SPV, sem lögð var fyrir fundinn, voru reifaðar þær umræður sem áttu sér stað innan hennar um framtíðarsýn sparisjóðsins; hvernig hægt væri að hagræða í rekstri og auka umfang starfseminnar þannig að samkeppnishæfni hans yrði aukin.„Í langflestum tilvikum leiðir aukin stærð fjármálafyrirtækis til forskots í samkeppni. Einkum lýtur það að tækifærum til öflunar ódýrara lánsfjármagns og þjónustu við stærri lántakendur og samstæður. Þrengt hefur að minni fjármálastofnunum og sparisjóðirnir hafa átt undir högg að sækja í þessari þróun meðan stærri fjármálafyrirtæki hafa vaxið," sagði Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður SPV.Sterkir á mörgum sviðumTil þess að styrkja stöðu sparisjóðsins þótti nærtækasta leiðin sú að sameinast öðrum sparisjóðum. Lengi var vitað um áhuga stjórnenda SPV að ganga til viðræðna við aðra sparisjóða eins og hafði komið fram í fjölmiðlum. Lá þar beinast við að leita til SPH eftir að miklar breytingar urðu á stofnfjáreigendahópnum í Hafnarfirði og stjórn sparisjóðsins. Sú könnun, sem stýrt var af hendi Árna Tómassonar hjá IMG Gallup, sýndi að hægt var að ná verulegri hagræðingu með því að sameina sparisjóðina og auka umsvif þeirra án aukins rekstrarkostnaðar.Starfsmannafjöldi, aðstaða og tæknibúnaður sparisjóðanna annar mun meira umfangi en nú er sinnt af sjóðunum. Arðsemi sameinaðs sparisjóðs á því að vaxa," sagði Jón Þorsteinn ennfremur.Hann benti á að í miðju samrunaferlinu hafi sparisjóðirnir verið farnir að njóta góðs af fyrirhuguðum samruna. Viljayfirlýsing um samruna hafði mikið um að segja að nokkrir evrópskir bankar veittu sambankalán í júlí fyrir sextíu milljónir evra (5,5 milljarða króna) á góðum kjörum þótt enn væri um tvo sparisjóði að ræða.Þá telja stjórnendur hins nýja sparisjóðs að ólík samsetning þeirra verði mikill styrkur fyrir nýja sjóðinn. SPV hefur fjárfest mikið í hlutdeildarfélögum eins og í MP Fjárfestingarbanka og Fjárfestingarfélagi sparisjóðanna, en rekur ekki netbanka og verðbréfaþjónustu eins og er að finna hjá SPH. Þá á SPH 80 prósent í Allianz á Íslandi. Allar þessar fjárfestingar ættu að nýtast betur, skila auknum umsvifum með óverulegum tilkostnaði. Sameiginlega er fyrirtækið með sterka markaðsstöðu í nær öllum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, bæði í norður - og suðurhlutanum.Stefnt er að því að hnýta lausa enda fyrir áramót en stjórnendur sparisjóðsins líta á næsta ár sem stóra árið í framþróun sparisjóðsins þar sem tekjustoðir verði efldar. Með útgáfu á nýju stofnfé, eins og greint er frá í fréttakafla Markaðarins í dag, eykst eigið fé SPV í sextán til sautján milljarða króna.Langur og flókinn ferillSamruni sparisjóða er síður en svo auðvelt viðfangsefni eins og sameiningarferli SPH og SPV bar með sér. Þar sem flestir búast við frekari sameiningum innan sparisjóðakerfisins er forvitnilegt að kynna sér þann feril sem forsvarsmenn SPH og SPV fóru í gegnum. Á fundi stofnfjáreigenda í SPV gerði Jón Þorsteinn grein fyrir margþættu og flóknu samrunaferli sem tók alls ellefu mánuði. Í janúar og febrúar áttu stjórnarformenn sparisjóðanna, nafnarnir Jón Þorsteinn og Jón Auðunn Jónsson, óformlegar viðræður sem leiddu til þess að þann 27. apríl sendu stjórnir sparisjóðanna frá sér tilkynningu um að ákveðið hefði verið að hefja formlegar sameiningarviðræður og tilgangur og markmið þeirra aðgerða kynnt fyrir eftirlitsaðilum og fjölmiðlum. Í kjölfarið var gerð kostgæfnisathugun og vinna við útreikninga og skiptihlutfalla.Í maí var umgjörð nýs sparisjóðs mótuð í samvinnu við ráðgjafarfyrirtækið IMG og mánuði síðar lá fyrir skýrsla um skiptihlutföll sem var send til FME.Hluthafaskrá, Samkeppnisstofnun og FME fengu svo samrunaáætlun og stofnsamning efnahagsreiknings til sín. Í júlí fór fram frekari vinna við samrunann er sneri að stefnumótun og skipulagi og greinargerðir unnar við fjórða tug spurninga frá FME og í ágúst var lokið við að skýra FME ítarlega frá samrunanum í samvinnu við innri endurskoðendur, lögmenn og ráðgjafa frá PWC. Í kjölfarið hófst vinna við áreiðanleikakönnun á lánasafni sparisjóðanna sem lauk í september og var send til FME. Þá tók við vinna við lögfræðilega áreiðanleikakönnun sem skilað var til FME. Í október óskaði FME eftir viðbótarupplýsingum við þriðja tug spurninga og var þeim fyrirspurnum svarað um miðjan þann mánuð. Þá tóku við verkefni er sneru að samrunanum, meðal annars samruni bókhaldskerfa, verkefni á sviði fjárstýringar, gerð sameiginlegra rekstraráætlana, sameiningu upplýsinga og tölvukerfa og uppbyggingu dreifileiða.Það sem koma skalÍ byrjun nóvember var haldinn stofnfjáreigendafundur í SPH sem samþykkti að auka stofnfé sparisjóðsins til að mæta skiptihlutföllum. Stofnfjáreigendafundir í SPH og SPV voru síðan boðaðir þann fyrsta desember þar sem samruninn var samþykktur einróma með fyrirvara um endanlegt samþykki FME.Þótt sameiningin hafi tekið fulllangan tíma að sumra mati telja þeir sem Markaðurinn ræddi við að eftir á að hyggja hafi FME virkilega viljað vanda til verka fyrir það sem koma skal. „Mér kæmi ekki á óvart þó að sameiningarnar yrðu fleiri á næstunni," sagði Jónas Fr. Jónsson, forstjóri FME, á aðalfundi stofnunarinnar í nóvember.
Fréttaskýringar Undir smásjánni Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira