Fram á veginn 4. desember 2006 06:00 Óhætt er að taka undir orð samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssonar, um að hið hörmulega umferðarslys á Suðurlandsvegi á laugardag gefi tilefni til að flýta uppbyggingu Suðurlandsvegar. Slysið er óþyrmileg áminning um hversu ófullkomið vegakerfi landsins er miðað við þann umferðarþunga sem á því hvílir. Fimmtíu og fjórir hafa týnt lífi á Suðurlandsvegi síðan 1972. Á þessu árabili hefur Suðurlandsvegur þó verið endurbættur til mikilla muna og síðast með opnun nýs vegarkafla á Hellisheiði. Því miður virðist þó ekki hafa verið horft nægilega fram á veginn við þessar endurbætur. Í stað þess að einblína á að byggja veg sem svarar kröfum nútímans og framtíðarinnar hefur skammsýni verið við völd, nú síðast þegar byggður var þriggja akreina vegur á Hellisheiði þar sem á síðustu stundu var ákveðið að aðskilja akstursstefnur með þeim afleiðingum að vegurinn er allt of þröngur. Ljóst er að umferð um vegi landsins mun ekki minnka á komandi árum. Þvert á móti mun hún aukast og hún mun aukast mikið, jafnvel þótt að einhverju leyti takist að snúa við þróuninni og færa einhverja flutninga aftur á sjó. Það virðist því sjálfsögð krafa að vegamannvirki séu hönnuð í samræmi við þetta vaxandi álag. Reynslan á Reykjanesbraut hefur sýnt með áþreifanlegum hætti hvað raunverulegar vegabætur geta gert til að draga úr slysatíðni. Eðlilegt má teljast að byggt sé á þessari reynslu þegar horft er til framtíðar í vegamálum. Krafan hlýtur að vera tvær akreinar í hvora átt með aðgreiningu milli akstursstefna, þar sem umferðarþunginn er mestur. Reykjanesbraut er þegar vel á veg komin. Suðurlandsvegur austur fyrir fjall hlýtur að vera næstur á dagskrá og síðan Vesturlandsvegur norður um. Hér duga engar málamiðlanir með þriggja akreina vegum. Sú lausn sýnir skammsýni. Þegar til lengri tíma er litið hlýtur að vera skynsamlegra að gera vel og til frambúðar styttri vegarkafla í einu, að því gefnu að fjárframlög aukist ekki, fremur en að byggja vegi sem ekki svara þeim þörfum sem fyrirsjáanlegar eru. Komið hefur fram að Rannsóknarnefnd umferðarslysa telur brýnt að umferð úr gagnstæðum áttum verði aðskilin bæði á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Viðbrögð Vegagerðarinnar hljóta að teljast með ólíkindum. Þar er skammsýnin enn við völd og ekki talin þörf á að tvöfalda Suðurlandsveg. Það hlýtur að standa upp á samgönguráðherra að sjá til þess að þegar í stað verði látið af skammsýnum sjónarmiðum og hreppapólitík við uppbyggingu vega í landinu. Lítil þjóð hefur ekki efni á þeim mannfórnum sem færðar eru ár hvert á vegum landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun
Óhætt er að taka undir orð samgönguráðherra, Sturlu Böðvarssonar, um að hið hörmulega umferðarslys á Suðurlandsvegi á laugardag gefi tilefni til að flýta uppbyggingu Suðurlandsvegar. Slysið er óþyrmileg áminning um hversu ófullkomið vegakerfi landsins er miðað við þann umferðarþunga sem á því hvílir. Fimmtíu og fjórir hafa týnt lífi á Suðurlandsvegi síðan 1972. Á þessu árabili hefur Suðurlandsvegur þó verið endurbættur til mikilla muna og síðast með opnun nýs vegarkafla á Hellisheiði. Því miður virðist þó ekki hafa verið horft nægilega fram á veginn við þessar endurbætur. Í stað þess að einblína á að byggja veg sem svarar kröfum nútímans og framtíðarinnar hefur skammsýni verið við völd, nú síðast þegar byggður var þriggja akreina vegur á Hellisheiði þar sem á síðustu stundu var ákveðið að aðskilja akstursstefnur með þeim afleiðingum að vegurinn er allt of þröngur. Ljóst er að umferð um vegi landsins mun ekki minnka á komandi árum. Þvert á móti mun hún aukast og hún mun aukast mikið, jafnvel þótt að einhverju leyti takist að snúa við þróuninni og færa einhverja flutninga aftur á sjó. Það virðist því sjálfsögð krafa að vegamannvirki séu hönnuð í samræmi við þetta vaxandi álag. Reynslan á Reykjanesbraut hefur sýnt með áþreifanlegum hætti hvað raunverulegar vegabætur geta gert til að draga úr slysatíðni. Eðlilegt má teljast að byggt sé á þessari reynslu þegar horft er til framtíðar í vegamálum. Krafan hlýtur að vera tvær akreinar í hvora átt með aðgreiningu milli akstursstefna, þar sem umferðarþunginn er mestur. Reykjanesbraut er þegar vel á veg komin. Suðurlandsvegur austur fyrir fjall hlýtur að vera næstur á dagskrá og síðan Vesturlandsvegur norður um. Hér duga engar málamiðlanir með þriggja akreina vegum. Sú lausn sýnir skammsýni. Þegar til lengri tíma er litið hlýtur að vera skynsamlegra að gera vel og til frambúðar styttri vegarkafla í einu, að því gefnu að fjárframlög aukist ekki, fremur en að byggja vegi sem ekki svara þeim þörfum sem fyrirsjáanlegar eru. Komið hefur fram að Rannsóknarnefnd umferðarslysa telur brýnt að umferð úr gagnstæðum áttum verði aðskilin bæði á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Viðbrögð Vegagerðarinnar hljóta að teljast með ólíkindum. Þar er skammsýnin enn við völd og ekki talin þörf á að tvöfalda Suðurlandsveg. Það hlýtur að standa upp á samgönguráðherra að sjá til þess að þegar í stað verði látið af skammsýnum sjónarmiðum og hreppapólitík við uppbyggingu vega í landinu. Lítil þjóð hefur ekki efni á þeim mannfórnum sem færðar eru ár hvert á vegum landsins.
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Tíðahvörf og hormónar – að taka upplýsta ákvörðun Kolbrún Pálsdóttir,Ólöf K. Bjarnadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir,Svanheiður Lóa Rafnsdóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun