Misneyting er líka nauðgun 28. nóvember 2006 06:00 Kynbundið ofbeldi tekur á sig margar myndir. Nauðgun er ein þeirra. Í núgildandi hegningarlögum er kynferðisleg misneyting ekki skilgreind sem nauðgun nema misneytingin hafi átt sér stað með ofbeldi eða hótun um ofbeldi. Aðrar greinar hegningarlaganna taka til þess að þröngva manni til samræðis eða kynferðismaka og sömuleiðis þess að notfæra sér veikindi eða andlega annmarka til kynferðismaka. Tvennt hið síðarnefnda telst ekki vera nauðgun vegna þess að ekkert ofbeldi er þar talið vera í spilinu og hámarksrefsing er 6 ára fangelsisvistun en 16 ár þegar um nauðgun er að ræða. Á þetta benti Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir lögfræðingur í erindi sem hún hélt á vegum Mannréttindaskrifstofu Íslands í gær. Nú liggur fyrir þinginu frumvarp þar sem þessi skilnaður er upprættur og það skilgreint nauðgun að hafa samræði eða kynferðisleg mök við einstakling sem ekki hefur gefið samþykki sitt til þess. Þetta er afar mikilvæg breyting og raunar nauðsynleg vegna þess að áherslan flyst frá aðferðinni sem beitt er við nauðgunina yfir á atburðinn sjálfan, nauðgunina sem felst í því að hafa samræði við manneskju sem ekki hefur gefið samþykki sitt fyrir því. Þegar fjallað er um nauðganir er verið að fást við margar fyrirframgefnar hugmyndir. Býsna algengt er að varpa ábyrgðinni, að minnsta kosti að hluta, yfir á fórnarlamb nauðgunarinnar. Þá er velt upp hugmyndum eins og að konan sem fyrir nauðguninni varð hefði ekki átt að vera ein á ferð eða að hún hefði átt að gæta sín betur á áfenginu. Um leið og farið er að velta upp slíkum hugmyndum er skollaeyrum skellt við þeirri staðreynd að nauðgun er ofbeldisglæpur sem, eins og aðrir glæpir, er alfarið á ábyrgð gerandans. Glæpur hans er jafnmikill hvort sem nauðgunin á sér stað í heimahúsi eða úti á götu, hvort sem hún á sér stað milli vina eða fólks sem ekkert þekkist. Glæpurinn er jafnstór hvort sem fórnarlamb eða gerandi eru ofurölvi eða hafa aldrei á ævi sinni bragðað áfengi, hann er jafnstór hvort sem fórnarlambið er í fleginni blússu og stuttu pilsi eða í Kraftgalla. Réttur konu, því það er undantekningalítið konum sem er nauðgað, til að samþykkja ekki kynlíf er skýlaus og kona sem ekki er í ástandi til að samþykkja kynlíf, til dæmis vegna þess að hún sefur áfengissvefni, hafnar kynlífi. Sá sem færir sér slíkt ástand í nyt, eins og sá sem notfærir sér andlega annmarka einstaklings til samræðis, nauðgar, rétt eins og sá sem kemur fram vilja sínum með ofbeldi. Nú stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Þetta er í þriðja sinn sem ýmis mannréttindasamtök í landinu standa að slíku átaki. Hvern dag frá 24. nóvember fram til 10. desember eru viðburðir sem vekja athygli á ýmsum birtingarmyndum kynbundins ofbeldis. Þetta er átak sem ber að gefa gaum því kynbundið ofbeldi verður að uppræta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Kynbundið ofbeldi tekur á sig margar myndir. Nauðgun er ein þeirra. Í núgildandi hegningarlögum er kynferðisleg misneyting ekki skilgreind sem nauðgun nema misneytingin hafi átt sér stað með ofbeldi eða hótun um ofbeldi. Aðrar greinar hegningarlaganna taka til þess að þröngva manni til samræðis eða kynferðismaka og sömuleiðis þess að notfæra sér veikindi eða andlega annmarka til kynferðismaka. Tvennt hið síðarnefnda telst ekki vera nauðgun vegna þess að ekkert ofbeldi er þar talið vera í spilinu og hámarksrefsing er 6 ára fangelsisvistun en 16 ár þegar um nauðgun er að ræða. Á þetta benti Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir lögfræðingur í erindi sem hún hélt á vegum Mannréttindaskrifstofu Íslands í gær. Nú liggur fyrir þinginu frumvarp þar sem þessi skilnaður er upprættur og það skilgreint nauðgun að hafa samræði eða kynferðisleg mök við einstakling sem ekki hefur gefið samþykki sitt til þess. Þetta er afar mikilvæg breyting og raunar nauðsynleg vegna þess að áherslan flyst frá aðferðinni sem beitt er við nauðgunina yfir á atburðinn sjálfan, nauðgunina sem felst í því að hafa samræði við manneskju sem ekki hefur gefið samþykki sitt fyrir því. Þegar fjallað er um nauðganir er verið að fást við margar fyrirframgefnar hugmyndir. Býsna algengt er að varpa ábyrgðinni, að minnsta kosti að hluta, yfir á fórnarlamb nauðgunarinnar. Þá er velt upp hugmyndum eins og að konan sem fyrir nauðguninni varð hefði ekki átt að vera ein á ferð eða að hún hefði átt að gæta sín betur á áfenginu. Um leið og farið er að velta upp slíkum hugmyndum er skollaeyrum skellt við þeirri staðreynd að nauðgun er ofbeldisglæpur sem, eins og aðrir glæpir, er alfarið á ábyrgð gerandans. Glæpur hans er jafnmikill hvort sem nauðgunin á sér stað í heimahúsi eða úti á götu, hvort sem hún á sér stað milli vina eða fólks sem ekkert þekkist. Glæpurinn er jafnstór hvort sem fórnarlamb eða gerandi eru ofurölvi eða hafa aldrei á ævi sinni bragðað áfengi, hann er jafnstór hvort sem fórnarlambið er í fleginni blússu og stuttu pilsi eða í Kraftgalla. Réttur konu, því það er undantekningalítið konum sem er nauðgað, til að samþykkja ekki kynlíf er skýlaus og kona sem ekki er í ástandi til að samþykkja kynlíf, til dæmis vegna þess að hún sefur áfengissvefni, hafnar kynlífi. Sá sem færir sér slíkt ástand í nyt, eins og sá sem notfærir sér andlega annmarka einstaklings til samræðis, nauðgar, rétt eins og sá sem kemur fram vilja sínum með ofbeldi. Nú stendur yfir 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Þetta er í þriðja sinn sem ýmis mannréttindasamtök í landinu standa að slíku átaki. Hvern dag frá 24. nóvember fram til 10. desember eru viðburðir sem vekja athygli á ýmsum birtingarmyndum kynbundins ofbeldis. Þetta er átak sem ber að gefa gaum því kynbundið ofbeldi verður að uppræta.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun