Ástæðulaus ótti 23. nóvember 2006 00:01 Allt bendir til þess að ríkisstjórninni sé að takast það ætlunarverk sitt að koma í gegn afleitu lagafrumvarpi um breytt rekstrarform Ríkisútvarpsins. Ef sú verður raunin hafa ríkisstjórnarflokkarnir látið sér ganga úr greipum mikilvægt tækifæri til þess að skapa sæmilega sátt um Ríkisútvarpið. Þvert á móti mun frumvarpið um að breyta Ríkisútvarpinu í opinbert hlutafélag, aðeins auka á úlfúð í garð stofnunarinnar og þar af leiðandi veikja hana til lengri tíma litið, en ekki styrkja eins og er þó yfirlýstur tilgangur frumvarpsins. Þetta er vond staða því meirihluti þjóðarinnar telur Ríkisútvarpið gegna þýðingarmiklu hlutverki í samfélagi okkar og á stofnunin því skilið að stjórnmálamennirnir leggi sig sérstaklega fram um að skapa henni umgjörð sem um ríkir sátt, en er ekki beinlínis til höfuðs öðrum fjölmiðlum landsins eins og er tilfellið með frumvarpi menntamálaráðherra. Þverpólitísk sátt hefur skapast á Alþingi um fjölmiðlalögin svokölluðu, eins meingallað og það frumvarp þó er, en annað gildir hins vegar um breytt rekstrarform á Ríkisútvarpinu. Engu máli skiptir þótt sótt sé að því frumvarpi með gildum rökum úr báðum áttum; af þeim sem tilheyra vinstri vængnum og hinum sem eru hægra megin við miðju. Í þessu máli virðist ekki annað koma til greina af hálfu ríkisstjórnarinnar en að setja undir sig höfuðið og keyra það í gegn með öllum tiltækum ráðum. Það hefur verið skrítið að fylgjast með framgangi ríkisstjórnarinnar í málum sem snúa að fjölmiðlum undanfarin ár og í raun erfitt að átta sig á hvað það er sem rekur hana áfram í þeim efnum. Líklegast vegur þar þó þyngst óttinn við að missa tökin á fjölmiðlunum, eins og gerst hefur. Bönd stjórnmálamanna á fjölmiðlum hafa raknað hratt upp allt frá því að einkaréttur ríkisins á sjónvarps- og útvarpsútsendingum var afnuminn fyrir réttum tuttugu árum og flokksblöðin gáfu hvert á fætur öðru upp öndina. Í þessu ljósi má skoða hvort tveggja frumvarp menntamálráðherra um eignarhald fjölmiðla og um breytt rekstrarform Ríkisútvarpsins. Í báðum tilvikum eru stjórnmálamenn að herða tök sín á fjölmiðlum landsins og auka möguleika sína á að hafa áhrif á við hvaða aðstæður þeir starfa. Þetta er í hrópandi mótsögn við aðra þróun í athafnalífi landsins undanfarin ár þar sem afskipti ríkisvaldsins hafa farið minnkandi. Þetta er óþarfur ótti. Fjölmiðlar þurfa ekki aukna handleiðslu stjórnmálamanna frekar en önnur fyrirtæki. Þegar upp er staðið kemur mikilvægasta aðhald okkar sem störfum við fjölmiðla frá þjóðinni sjálfri, sem hreinlega hættir að lesa, horfa eða hlusta ef henni mislíkar það efni sem er í boði. Það er engin ástæða til að vantreysta þeim frjálsa vilja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Skoðanir Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun
Allt bendir til þess að ríkisstjórninni sé að takast það ætlunarverk sitt að koma í gegn afleitu lagafrumvarpi um breytt rekstrarform Ríkisútvarpsins. Ef sú verður raunin hafa ríkisstjórnarflokkarnir látið sér ganga úr greipum mikilvægt tækifæri til þess að skapa sæmilega sátt um Ríkisútvarpið. Þvert á móti mun frumvarpið um að breyta Ríkisútvarpinu í opinbert hlutafélag, aðeins auka á úlfúð í garð stofnunarinnar og þar af leiðandi veikja hana til lengri tíma litið, en ekki styrkja eins og er þó yfirlýstur tilgangur frumvarpsins. Þetta er vond staða því meirihluti þjóðarinnar telur Ríkisútvarpið gegna þýðingarmiklu hlutverki í samfélagi okkar og á stofnunin því skilið að stjórnmálamennirnir leggi sig sérstaklega fram um að skapa henni umgjörð sem um ríkir sátt, en er ekki beinlínis til höfuðs öðrum fjölmiðlum landsins eins og er tilfellið með frumvarpi menntamálaráðherra. Þverpólitísk sátt hefur skapast á Alþingi um fjölmiðlalögin svokölluðu, eins meingallað og það frumvarp þó er, en annað gildir hins vegar um breytt rekstrarform á Ríkisútvarpinu. Engu máli skiptir þótt sótt sé að því frumvarpi með gildum rökum úr báðum áttum; af þeim sem tilheyra vinstri vængnum og hinum sem eru hægra megin við miðju. Í þessu máli virðist ekki annað koma til greina af hálfu ríkisstjórnarinnar en að setja undir sig höfuðið og keyra það í gegn með öllum tiltækum ráðum. Það hefur verið skrítið að fylgjast með framgangi ríkisstjórnarinnar í málum sem snúa að fjölmiðlum undanfarin ár og í raun erfitt að átta sig á hvað það er sem rekur hana áfram í þeim efnum. Líklegast vegur þar þó þyngst óttinn við að missa tökin á fjölmiðlunum, eins og gerst hefur. Bönd stjórnmálamanna á fjölmiðlum hafa raknað hratt upp allt frá því að einkaréttur ríkisins á sjónvarps- og útvarpsútsendingum var afnuminn fyrir réttum tuttugu árum og flokksblöðin gáfu hvert á fætur öðru upp öndina. Í þessu ljósi má skoða hvort tveggja frumvarp menntamálráðherra um eignarhald fjölmiðla og um breytt rekstrarform Ríkisútvarpsins. Í báðum tilvikum eru stjórnmálamenn að herða tök sín á fjölmiðlum landsins og auka möguleika sína á að hafa áhrif á við hvaða aðstæður þeir starfa. Þetta er í hrópandi mótsögn við aðra þróun í athafnalífi landsins undanfarin ár þar sem afskipti ríkisvaldsins hafa farið minnkandi. Þetta er óþarfur ótti. Fjölmiðlar þurfa ekki aukna handleiðslu stjórnmálamanna frekar en önnur fyrirtæki. Þegar upp er staðið kemur mikilvægasta aðhald okkar sem störfum við fjölmiðla frá þjóðinni sjálfri, sem hreinlega hættir að lesa, horfa eða hlusta ef henni mislíkar það efni sem er í boði. Það er engin ástæða til að vantreysta þeim frjálsa vilja.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun