Disney með methagnað 15. nóvember 2006 06:00 Mikki mús Barnvæni afþreyingarisinn Disney skilaði methagnaði á þriðja fjórðungi ársins. Bandaríski afþreyingarrisinn Disney skilaði tvöfalt meiri hagnaði á þriðja fjórðungi ársins en á sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn nam 782 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 53 milljarða íslenskra króna, samanborið við 379 milljónir dala, eða 25,8 milljarða króna, í fyrra. Hagnaðurinn, sem hefur aldrei verið meiri, er að mestu tilkominn vegna góðrar aðsóknar að kvikmyndum undir merkjum Disney og í Disney-garðana. Þá skilaði annað efni Disney-risans sömuleiðis hagnaði. Tekjur fyrirtækisins námu 8,8 milljörðum dala eða 600,5 milljörðum króna sem er fjórtán prósentum betri afkoma en á sama tíma í fyrra. Bob Iger, forstjóri Disney, segir árið hafa verið sérstaklega gott enda hafi afkomumet verið slegið á öllum sviðum. „Þetta er niðurstaða ótrúlegrar sköpunargleði hjá fyrirtækinu,“ sagði hann. Þessi fína afkoma hafði hins vegar slæmar afleiðingar fyrir gengi hlutabréfa í Disney. Gengið hefur hækkað um fjörutíu prósent það sem af er ári og telja fjárfestar ekki innistæðu fyrir meiri hækkunum. Seldu margir þeirra því bréf sín og tóku inn hagnað. Afleiðingarnar urðu þær að gengi bréfa í Disney lækkaði um þrjú prósent daginn eftir að uppgjörið birtist í síðustu viku. Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandaríski afþreyingarrisinn Disney skilaði tvöfalt meiri hagnaði á þriðja fjórðungi ársins en á sama tíma í fyrra. Hagnaðurinn nam 782 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði rúmlega 53 milljarða íslenskra króna, samanborið við 379 milljónir dala, eða 25,8 milljarða króna, í fyrra. Hagnaðurinn, sem hefur aldrei verið meiri, er að mestu tilkominn vegna góðrar aðsóknar að kvikmyndum undir merkjum Disney og í Disney-garðana. Þá skilaði annað efni Disney-risans sömuleiðis hagnaði. Tekjur fyrirtækisins námu 8,8 milljörðum dala eða 600,5 milljörðum króna sem er fjórtán prósentum betri afkoma en á sama tíma í fyrra. Bob Iger, forstjóri Disney, segir árið hafa verið sérstaklega gott enda hafi afkomumet verið slegið á öllum sviðum. „Þetta er niðurstaða ótrúlegrar sköpunargleði hjá fyrirtækinu,“ sagði hann. Þessi fína afkoma hafði hins vegar slæmar afleiðingar fyrir gengi hlutabréfa í Disney. Gengið hefur hækkað um fjörutíu prósent það sem af er ári og telja fjárfestar ekki innistæðu fyrir meiri hækkunum. Seldu margir þeirra því bréf sín og tóku inn hagnað. Afleiðingarnar urðu þær að gengi bréfa í Disney lækkaði um þrjú prósent daginn eftir að uppgjörið birtist í síðustu viku.
Viðskipti Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Fleiri fréttir Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira