Vart má á milli sjá hvort sósíalistinn Segolene Royal eða íhaldsmaðurinn Nicolas Sarkozy myndu hafa betur ef þau ettu kappi í forsetakosningunum í vor. Þetta sýna niðurstöður nýjustu skoðanakannana.
Bæði Royal og Sarkozy fá 34 prósent atkvæða í könnun TNS-Sofres-Unilog, en næstur þeim kemur hægriöfgamaðurinn Jean-Marie Le Pen með 13 prósent.
Sósíalistar gera út um frambjóðandaval sitt á fimmtudaginn. Auk Royal sækjast Dominique Strauss-Kahn og Laurent Fabius eftir útnefningunni.