Draumastaða í stjórnmálum 13. nóvember 2006 00:01 Stjórnmál snúast um völd og áhrif. Stjórn hefur völd, stjórnarandstaða áhrif. Þannig á það að vera. En þannig er það kannski ekki á Íslandi. Hér virðast alltaf sömu menn hafa völdin. Sama hvað gengur á. Ef „rangir" menn komast í stjórn er þeim leyft að sitja nokkur ár og halda að þeir hafi völd. En tíu árum síðar er blekkingarhulunni svipt burt: Þeir voru hleraðir. Þeir voru UNDIR EFTIRLITI. Þeim var leyft að ráða UPP AÐ VISSU MARKI. Á bak við sátu þeir sem halda ÖLLUM ÞRÁÐUM Í HENDI SÉR. Hlerunarmál hin síðustu eru enn eitt áfallið fyrir okkar litla þjóðfélag sem manni virðist stundum vera þjófafélag. Öryrkjamál, Baugsmál, Íraksmál, eftirlaunamál, fjölmiðlafrumvarp og almenn valdfrekja með tilheyrandi almenningsótta voru næg tilefni til þunglyndis en nú kemur eitt enn. Og Davíð beindi strax öllum grunsemdum að sér með því að hrópa „bull og vitleysa". Og í Valhöll beindi forsætisráðherra allra augum að eyrum dómsmálaráðherra. Sá gjörningur Geirs H. Haarde var í raun „Ógeðfelld aðför að Birni Bjarnasyni", svo vitnað sé í hann sjálfan, því fram að því hafði enginn sagt Björn hafa hlerað. Hægribylgjan átti rétt á sér á sínum tíma en nú hefur okkur rekið af leið. Of langt til hægri. Þetta skynja jafnvel hægrimenn sjálfir og mæta bleikmálaðir til allra kosninga. En bleika höndin er engu betri en sú bláa. Aðeins þremur dögum eftir að Gulli Þór felldi Björn hafði hann sjálfur breyst í þann „svartklíkumann" sem menn hans vildu fella. (Annars er einföld skýring á því hvernig prófkjörið fór. Gulli hringdi í kjósendur en Björn hleraði.) Það er eins og menn þurfi að vera samviskulausir svindlarar til að komast hátt í Hlerunarflokknum. Ef formaðurinn er einn heiðarlegur Geir, Hallgrímsson eða Haarde, logar allt í illdeilum. Sjálfstæðisflokkurinn þarf greinilega á harðstjóra að halda. Brýnustu verkefni næstu stjórnar eru upptaka evrunnar og endurupptaka velferðar. Þó er brýnast af öllu það sem ég vil kalla karlhreinsun valdakerfisins. Burt með karlpungshátt liðinnar aldar. Burt með tveggja punga tal. Burt me ð við-förum-í-stríð-í-nafni-lands-en-ekki-þjóðar. Burt með umræðulausar ráðherratilskipanir. Burt með áhrifalaust alþingi. Burt með þér-er-velkomið-að-snæða-með-mér-hádegisverð-á-skrifstofu-minni karlþótta. Burt með klíkuskap og vinastöðuveitingar. Burt með ég-er-búinn-að-finna-nýjan-útvarpsstjóra-en-auglýstu-samt-stöðuna. Burt með teppið úr Stjórnarráðinu. Burt með ríkisrekið einelti. Burt með dómsmálaráðherra sem lítur á dómskerfið sem deild í ráðuneytinu sem hann getur beitt gegn fólki og fyrirtækjum. Burt með dómsmálaráðherra sem situr á hlerunargögnum eins og ástarbréfum föður síns. Burt með ráðherra sem hefur lögregluna í vasanum. Burt með ríkislögreglustjóra sem starfar í vasa ráðherra. Burt með „heyrðu, kall, ég redda þessu eftir helgi. Þú hefur bátinn kláran." Nýuppteknar hvalveiðar eru ekki hvalveiðar heldur atkvæðaveiðar. Markhópurinn er fimmtug/sextug mis-gildvaxin karldýr búsett langt utan höfuðborgarsvæðisins. Í nafni Kristjáns Loftssonar landar ráðherrann þeim í lengsta firði kjördæmis síns. (Meginástæðan fyrir því að Sjálfstæðismenn eru svo hugfangnir af hvölum er samt sú að þeir eru þau dýr jarðarinnar sem heyra hvað best. Hvalir geta hlerað samtal í tvö hundruð mílna fjarlægð. Hvalveiðarnar byggjast því á djúpsálarlegri afbrýðissemi.) Það þarf AÐ HREINSA TIL á Íslandi. Það þarf að gera upp við tuttugustu öldina - hundrað ár af helmingaskiptum - með því að skera upp kerfi hennar og drauga, þéranir og hleranir, og skapa nýtt Ísland. Nýtt þjóðfélag, víðsýnt, gagnsætt, opið og SANNGJARNT. Á þeirri leið er gott að minna sig á misgjörðir sitjandi herra. Auk þeirra sem áður eru taldar er sú versta ónefnd: Svartasti bletturinn í sögu lýðveldisins: Þegar núverandi ríkisstjórn óhlýðnaðist stjórnarskrá og lét hjá líða að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar synjunar forseta Íslands á fjölmiðlafrumvarpinu. Fólk sem ekki fer eftir stjórnarskrá á ekki skilið að fá að stjórna landinu. Sjaldan hefur ríkisstjórn gengið til kosninga með svo marga bletti á bakinu. Sjaldan hefur meirihlutinn legið svo vel við höggi. Og nú er jafnvel sundrungin gengin í raðir hans. Á síðustu dögum hefur svo Frjálslyndi flokkurinn verið að sópa til sín fylginu sem fáir aðrir flokkar myndu þiggja. Staðan í íslenskum stjórnmálum er því sannkölluð draumastaða fyrir þá sem vilja breytingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hallgrímur Helgason Skoðanir Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Stjórnmál snúast um völd og áhrif. Stjórn hefur völd, stjórnarandstaða áhrif. Þannig á það að vera. En þannig er það kannski ekki á Íslandi. Hér virðast alltaf sömu menn hafa völdin. Sama hvað gengur á. Ef „rangir" menn komast í stjórn er þeim leyft að sitja nokkur ár og halda að þeir hafi völd. En tíu árum síðar er blekkingarhulunni svipt burt: Þeir voru hleraðir. Þeir voru UNDIR EFTIRLITI. Þeim var leyft að ráða UPP AÐ VISSU MARKI. Á bak við sátu þeir sem halda ÖLLUM ÞRÁÐUM Í HENDI SÉR. Hlerunarmál hin síðustu eru enn eitt áfallið fyrir okkar litla þjóðfélag sem manni virðist stundum vera þjófafélag. Öryrkjamál, Baugsmál, Íraksmál, eftirlaunamál, fjölmiðlafrumvarp og almenn valdfrekja með tilheyrandi almenningsótta voru næg tilefni til þunglyndis en nú kemur eitt enn. Og Davíð beindi strax öllum grunsemdum að sér með því að hrópa „bull og vitleysa". Og í Valhöll beindi forsætisráðherra allra augum að eyrum dómsmálaráðherra. Sá gjörningur Geirs H. Haarde var í raun „Ógeðfelld aðför að Birni Bjarnasyni", svo vitnað sé í hann sjálfan, því fram að því hafði enginn sagt Björn hafa hlerað. Hægribylgjan átti rétt á sér á sínum tíma en nú hefur okkur rekið af leið. Of langt til hægri. Þetta skynja jafnvel hægrimenn sjálfir og mæta bleikmálaðir til allra kosninga. En bleika höndin er engu betri en sú bláa. Aðeins þremur dögum eftir að Gulli Þór felldi Björn hafði hann sjálfur breyst í þann „svartklíkumann" sem menn hans vildu fella. (Annars er einföld skýring á því hvernig prófkjörið fór. Gulli hringdi í kjósendur en Björn hleraði.) Það er eins og menn þurfi að vera samviskulausir svindlarar til að komast hátt í Hlerunarflokknum. Ef formaðurinn er einn heiðarlegur Geir, Hallgrímsson eða Haarde, logar allt í illdeilum. Sjálfstæðisflokkurinn þarf greinilega á harðstjóra að halda. Brýnustu verkefni næstu stjórnar eru upptaka evrunnar og endurupptaka velferðar. Þó er brýnast af öllu það sem ég vil kalla karlhreinsun valdakerfisins. Burt með karlpungshátt liðinnar aldar. Burt með tveggja punga tal. Burt me ð við-förum-í-stríð-í-nafni-lands-en-ekki-þjóðar. Burt með umræðulausar ráðherratilskipanir. Burt með áhrifalaust alþingi. Burt með þér-er-velkomið-að-snæða-með-mér-hádegisverð-á-skrifstofu-minni karlþótta. Burt með klíkuskap og vinastöðuveitingar. Burt með ég-er-búinn-að-finna-nýjan-útvarpsstjóra-en-auglýstu-samt-stöðuna. Burt með teppið úr Stjórnarráðinu. Burt með ríkisrekið einelti. Burt með dómsmálaráðherra sem lítur á dómskerfið sem deild í ráðuneytinu sem hann getur beitt gegn fólki og fyrirtækjum. Burt með dómsmálaráðherra sem situr á hlerunargögnum eins og ástarbréfum föður síns. Burt með ráðherra sem hefur lögregluna í vasanum. Burt með ríkislögreglustjóra sem starfar í vasa ráðherra. Burt með „heyrðu, kall, ég redda þessu eftir helgi. Þú hefur bátinn kláran." Nýuppteknar hvalveiðar eru ekki hvalveiðar heldur atkvæðaveiðar. Markhópurinn er fimmtug/sextug mis-gildvaxin karldýr búsett langt utan höfuðborgarsvæðisins. Í nafni Kristjáns Loftssonar landar ráðherrann þeim í lengsta firði kjördæmis síns. (Meginástæðan fyrir því að Sjálfstæðismenn eru svo hugfangnir af hvölum er samt sú að þeir eru þau dýr jarðarinnar sem heyra hvað best. Hvalir geta hlerað samtal í tvö hundruð mílna fjarlægð. Hvalveiðarnar byggjast því á djúpsálarlegri afbrýðissemi.) Það þarf AÐ HREINSA TIL á Íslandi. Það þarf að gera upp við tuttugustu öldina - hundrað ár af helmingaskiptum - með því að skera upp kerfi hennar og drauga, þéranir og hleranir, og skapa nýtt Ísland. Nýtt þjóðfélag, víðsýnt, gagnsætt, opið og SANNGJARNT. Á þeirri leið er gott að minna sig á misgjörðir sitjandi herra. Auk þeirra sem áður eru taldar er sú versta ónefnd: Svartasti bletturinn í sögu lýðveldisins: Þegar núverandi ríkisstjórn óhlýðnaðist stjórnarskrá og lét hjá líða að boða til þjóðaratkvæðagreiðslu í kjölfar synjunar forseta Íslands á fjölmiðlafrumvarpinu. Fólk sem ekki fer eftir stjórnarskrá á ekki skilið að fá að stjórna landinu. Sjaldan hefur ríkisstjórn gengið til kosninga með svo marga bletti á bakinu. Sjaldan hefur meirihlutinn legið svo vel við höggi. Og nú er jafnvel sundrungin gengin í raðir hans. Á síðustu dögum hefur svo Frjálslyndi flokkurinn verið að sópa til sín fylginu sem fáir aðrir flokkar myndu þiggja. Staðan í íslenskum stjórnmálum er því sannkölluð draumastaða fyrir þá sem vilja breytingar.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun