Gjaldmælir dauðans telur 10. nóvember 2006 10:00 Farþeginn Höfundar: Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson Útgefandi: JPV Árni Þórarinsson mfl Arnar er þrjátíu ára harkari sem ekur leigubíl fyrir gigtveikan frænda sinn. Hann er þjakaður af minnimáttarkennd enda hefur ýmislegt dunið á honum um árin og hann tók aksturinn að sér í von um að geta rétt úr kútnum fjárhagslega eftir að hafa siglt bókaútgáfu látins föður síns í þrot. Dýrkeypt ökuferðSíðdegis á nýársdag tekur hann farþega sem á eftir að setja ruglingslegt líf hans enn frekar úr skorðum en það er ljóst, nánast frá því að gjaldmælirinn fer að tifa, að farþeginn, Sigurbjörn, er ekki með öllum mjalla. Og eftir því sem mælirinn telur lengur versnar staða Arnars. Sigurbjörn er vel stæður kaupsýslumaður á miðjum aldri. Í meira lagi drjúgur með sig og það sem verra er, pöddufullur. Bíltúrinn er því í meira lagi stefnulaus og langur en Sigurbjörn getur endalaust fundið upp á nýjum áfangastöðum sem hann lætur Arnar þeytast á milli. Túrinn verður því býsna dýr og þegar farþeginn slær eign sinni á bílstjórann og bílinn með 150.000 króna eingreiðslu og dregur Arnar með sér í áramótafagnað á Hótel Valhöll á Þingvöllum verður ekki aftur snúið og það á heldur betur eftir að koma Arnari í koll að hafa gerst fylgdarsveinn fésýslumannsins.Gleðin á Þingvöllum endar með ósköpum og áður en Arnar veit af er hann grunaður um morð og sér ekki aðra leið út úr ógöngunum en að reyna að leysa málið upp á eigin spýtur.Áhugaverð morðgátaFarþeginn er önnur sakamálasagan sem Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson skrifa í sameiningu en þeir tóku býsna góðan sprett árið 2002 með Í upphafi var morðið. Þar komu gruggug fjölskylduleyndarmál upp úr kafinu og svipaða sögu er að segja hér en leyndarmál, pukur og fjölskylduharmleikir koma hægt og rólega upp á yfirborðið í kjölfar morðsins og þegar loks kemur að skuldadögum er reikningurinn hár, ekki síst hjá þeim sem hafa látið gjaldmælinn ganga í áratugi.Þeir félagar spinna söguna býsna vel framan af. Áhugi og forvitni lesandans er vakin strax í leigubílnum á nýársdag og eins og í almennilegri morðgátu liggja margir undir grun. Þá skemmir það ekki fyrir að eftir því sem Arnar sekkur dýpra í fortíðarfen fórnarlambsins rennur það æ betur upp fyrir lesandanum að hann hefur ekki verið alveg heiðarlegur sögumaður og tengist hinum myrta með ýmsu móti. Bíltúrinn örlagaríki var því ef til vill alls ekki hrein tilviljun þegar allt kemur til alls.Gott plott kallar á betri úrvinnsluPlottið stendur því fyllilega fyrir sínu en það hefði að ósekju mátt bæta meira kjöti á þá beinagrind. Persónurnar eru flestar einfaldar og dregnar fáum dráttum og þegar það kemur að því að binda endahnútinn á áhugaverða og haganlega spunna söguna taka höfundarnir ódýra útgönguleið.Það er kúnst að klára góðan reyfara og það þykir ekki traustvekjandi að láta persónurnar sjálfar úttala sig um plottið og skýra framvinduna í löngu máli en hér eru sextán síður lagðar undir þriggja manna tal í lokin þar sem persónurnar hnýta lausa enda. Þessi lausn er ljóður á annars ágætri spennusögu en kemur ekki í veg fyrir það að Árni og Páll Kristinn skila af sér slarkfærum reyfara og vel það.Þórarinn Þórarinsson Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira
Árni Þórarinsson mfl Arnar er þrjátíu ára harkari sem ekur leigubíl fyrir gigtveikan frænda sinn. Hann er þjakaður af minnimáttarkennd enda hefur ýmislegt dunið á honum um árin og hann tók aksturinn að sér í von um að geta rétt úr kútnum fjárhagslega eftir að hafa siglt bókaútgáfu látins föður síns í þrot. Dýrkeypt ökuferðSíðdegis á nýársdag tekur hann farþega sem á eftir að setja ruglingslegt líf hans enn frekar úr skorðum en það er ljóst, nánast frá því að gjaldmælirinn fer að tifa, að farþeginn, Sigurbjörn, er ekki með öllum mjalla. Og eftir því sem mælirinn telur lengur versnar staða Arnars. Sigurbjörn er vel stæður kaupsýslumaður á miðjum aldri. Í meira lagi drjúgur með sig og það sem verra er, pöddufullur. Bíltúrinn er því í meira lagi stefnulaus og langur en Sigurbjörn getur endalaust fundið upp á nýjum áfangastöðum sem hann lætur Arnar þeytast á milli. Túrinn verður því býsna dýr og þegar farþeginn slær eign sinni á bílstjórann og bílinn með 150.000 króna eingreiðslu og dregur Arnar með sér í áramótafagnað á Hótel Valhöll á Þingvöllum verður ekki aftur snúið og það á heldur betur eftir að koma Arnari í koll að hafa gerst fylgdarsveinn fésýslumannsins.Gleðin á Þingvöllum endar með ósköpum og áður en Arnar veit af er hann grunaður um morð og sér ekki aðra leið út úr ógöngunum en að reyna að leysa málið upp á eigin spýtur.Áhugaverð morðgátaFarþeginn er önnur sakamálasagan sem Árni Þórarinsson og Páll Kristinn Pálsson skrifa í sameiningu en þeir tóku býsna góðan sprett árið 2002 með Í upphafi var morðið. Þar komu gruggug fjölskylduleyndarmál upp úr kafinu og svipaða sögu er að segja hér en leyndarmál, pukur og fjölskylduharmleikir koma hægt og rólega upp á yfirborðið í kjölfar morðsins og þegar loks kemur að skuldadögum er reikningurinn hár, ekki síst hjá þeim sem hafa látið gjaldmælinn ganga í áratugi.Þeir félagar spinna söguna býsna vel framan af. Áhugi og forvitni lesandans er vakin strax í leigubílnum á nýársdag og eins og í almennilegri morðgátu liggja margir undir grun. Þá skemmir það ekki fyrir að eftir því sem Arnar sekkur dýpra í fortíðarfen fórnarlambsins rennur það æ betur upp fyrir lesandanum að hann hefur ekki verið alveg heiðarlegur sögumaður og tengist hinum myrta með ýmsu móti. Bíltúrinn örlagaríki var því ef til vill alls ekki hrein tilviljun þegar allt kemur til alls.Gott plott kallar á betri úrvinnsluPlottið stendur því fyllilega fyrir sínu en það hefði að ósekju mátt bæta meira kjöti á þá beinagrind. Persónurnar eru flestar einfaldar og dregnar fáum dráttum og þegar það kemur að því að binda endahnútinn á áhugaverða og haganlega spunna söguna taka höfundarnir ódýra útgönguleið.Það er kúnst að klára góðan reyfara og það þykir ekki traustvekjandi að láta persónurnar sjálfar úttala sig um plottið og skýra framvinduna í löngu máli en hér eru sextán síður lagðar undir þriggja manna tal í lokin þar sem persónurnar hnýta lausa enda. Þessi lausn er ljóður á annars ágætri spennusögu en kemur ekki í veg fyrir það að Árni og Páll Kristinn skila af sér slarkfærum reyfara og vel það.Þórarinn Þórarinsson
Menning Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Sagði „frost í greininni“ og krafði Loga um breytingar Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Sjá meira