Íslandssöguna á filmu 5. nóvember 2006 06:00 Ég las fyrir löngu þessa litlu gamansögu um íslensk og sovésk stjórnmál: „Frá Moskvu hafa þær fréttir borist að Stalín æði um innan Kremlarveggja, uppfullur af mikilmennskubrjálaði og ímyndi sér að hann sé Vilhjálmur Þór." Ég sagði vini mínum söguna sem starði á mig og spurði hvernig í ósköpunum Vilhjálmur borgarstjóri tengdist Stalín, hvort ég væri virkilega farinn að taka þátt í einhverju rugli um innanflokksátök í Sjálfstæðisflokknum. Ég starði á móti, skyldi ekki fyrst hvað hann var að fara, þangað til það rann upp fyrir mér að gallinn við söguna var sá að fæstir af minni kynslóð kannast við Vilhjálm heitinn Þór. Sú Snorrabúð er greinilega orðinn stekkur og ég sem hafði hugsað mér að nota þennan brandara á herrakvöldi hjá merku íþróttafélagi hér í bæ, sem væntanlega hefði tryggt að mér hefði ekki verið boðið á slík kvöld aftur, eða yfirhöfuð til nokkurra mannamóta framar. En svona er nú sagan harður húsbóndi, hinir merkustu menn geta gleymst fljótt. Heimurinn ferst auðvitað ekki þó nafn framsóknar- og Sambandsvesírsins Vilhjálms Þórs sé ekki enn á hvers manns vörum. Það er hægt að hafa það fínt á Íslandi þótt menn séu ekki með þátt Vilhjálms heitins í ríkisstjórnarmyndunum hér á árum áður á hreinu. En of miklu söguleysi fylgir hætta. Fyrir það fyrsta er það svo að mörg þeirra vandamála sem okkar kynslóð er að bjástra við hafa hrjáð fyrri kynslóðir. Góð söguþekking getur komið í veg fyrir að sömu mistökin séu endurtekin aftur og aftur. En í mínum huga er meira um vert að sagan geymir lykilinn að sjálfsmynd okkar, skilning á því hver við erum, hvaðan við komum og jafnvel (á góðum degi) hvert við erum að fara. Fyrir okkur Íslendinga skiptir þessi sjálfsmynd heilmiklu máli. Við vorum öldum saman býsna einangruð, skáluðum lengi fyrir heilsu látins kóngs því andlátsfréttin barst seint hingað út og höfðum lítið að segja af öðrum þjóðum og siðum þeirra. Að sjálfsögðu er allt þetta breytt og við erum í hópi þeirra þjóða, sem líta á alþjóðavæðingu sem tækifæri til að eflast og styrkjast. En einmitt þess vegna er svo mikilvægt að við sinnum vel kennslu í sögu á öllum skólastigum. Sjálftraust og sjálfþekking haldast í hendur og alþjóðavæðingin gerir í raun þá kröfu að við hlúum mjög vel að því sem gerir okkur sérstök og öðruvísi en aðra. Það er reikult rótlausa þangið og þjóð sem ekki hefur sterka tengingu við sögu sína er rótlaus. Mig langar því til að koma að hérna einni hugmynd sem ég held að gæti verið gagnleg. Fyrir nokkrum árum lét BBC gera nokkra sjónvarpsþætti um sögu Bretlands. Þættirnir voru í umsjón sagnfræðingsins Simon Schama. Í fyrstu áttu markaðsstjórar BBC ekki von á því að þættirnir væru til vinsælda fallnir og því voru þeir settir á dagskrá seint á sunnudagskvöldum. En viðbrögðin hjá almenningi voru vægast sagt jákvæð og fyrr en varði voru þættirnir fluttir á besta sýningartíma. Framsetningin var enda skýr og skemmtileg og Schama var ekki hræddur við að fjalla um söguna í nokkrum smáatriðum þar sem það átti við. Vitanlega hafði söguskoðun Schama eitthvað að segja um efnistök en þrátt fyrir það bar ekki á miklum deilum um það hvernig hann nálgaðist efnivið sinn. Þættirnir voru skemmtun sem jók áhorf á BBC en ekki síður höfðu þeir mikið fræðslugildi, þeir nýtast vel í kennslu í sagnfræði til dæmis í grunn- og framhaldsskólum. Er ekki kominn tími til að við Íslendingar eignumst vandaða heimildamyndaþætti um sögu landsins allt frá landnámi og fram á okkar daga? Ég er sannfærður um að slíkt sjónvarpsefni myndi fá mikið áhorf, jafnvel ekki minna en sumt af því efni sem RÚV eyðir miklum fjárhæðum í að kaupa erlendis frá. Vitanlega kallar gerð svona viðamikillar heimildarmyndar á útgjöld umfram það sem RÚV hefur til innlendrar dagskrárgerðar, en ég held að á þeim bænum mætti frekar horfa til svona verkefna heldur en að bjóða háar fjárhæðir í réttinn til að sýna til dæmis alþjóðleg fótboltamót, dagskrárefni sem einkareknu stöðvarnar geta auðveldlega sinnt. En ég tel réttlætanlegt fyrir menntmálaráðuneytið að verja fé sérstaklega til gerð heimildaþátta um Íslandssöguna, því þá væri hægt að nota í sögukennslu í grunn- og framhaldsskólum landsins um langa hríð. Auðvitað er sagan vandmeðfarinn og engin ein aðferð til við að túlka hana. Jónas frá Hriflu skrifaði til dæmis Íslandssöguna sjálfur og ekki víst að allir sagnfræðingar séu sammála þeirri nálgun. En deilur um mismunandi skoðun á sögunni og framvindu hennar eiga ekki að þurfa að koma í veg fyrir að hægt sé að gera Íslandssögunni ágæt skil, líkt og Schama og BBC tókst í Bretlandi. Við eigum marga frábæra sagnfræðinga og kvikmyndagerðamenn, þetta yrði verðugt verkefni fyrir þá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Skoðanir Mest lesið Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun
Ég las fyrir löngu þessa litlu gamansögu um íslensk og sovésk stjórnmál: „Frá Moskvu hafa þær fréttir borist að Stalín æði um innan Kremlarveggja, uppfullur af mikilmennskubrjálaði og ímyndi sér að hann sé Vilhjálmur Þór." Ég sagði vini mínum söguna sem starði á mig og spurði hvernig í ósköpunum Vilhjálmur borgarstjóri tengdist Stalín, hvort ég væri virkilega farinn að taka þátt í einhverju rugli um innanflokksátök í Sjálfstæðisflokknum. Ég starði á móti, skyldi ekki fyrst hvað hann var að fara, þangað til það rann upp fyrir mér að gallinn við söguna var sá að fæstir af minni kynslóð kannast við Vilhjálm heitinn Þór. Sú Snorrabúð er greinilega orðinn stekkur og ég sem hafði hugsað mér að nota þennan brandara á herrakvöldi hjá merku íþróttafélagi hér í bæ, sem væntanlega hefði tryggt að mér hefði ekki verið boðið á slík kvöld aftur, eða yfirhöfuð til nokkurra mannamóta framar. En svona er nú sagan harður húsbóndi, hinir merkustu menn geta gleymst fljótt. Heimurinn ferst auðvitað ekki þó nafn framsóknar- og Sambandsvesírsins Vilhjálms Þórs sé ekki enn á hvers manns vörum. Það er hægt að hafa það fínt á Íslandi þótt menn séu ekki með þátt Vilhjálms heitins í ríkisstjórnarmyndunum hér á árum áður á hreinu. En of miklu söguleysi fylgir hætta. Fyrir það fyrsta er það svo að mörg þeirra vandamála sem okkar kynslóð er að bjástra við hafa hrjáð fyrri kynslóðir. Góð söguþekking getur komið í veg fyrir að sömu mistökin séu endurtekin aftur og aftur. En í mínum huga er meira um vert að sagan geymir lykilinn að sjálfsmynd okkar, skilning á því hver við erum, hvaðan við komum og jafnvel (á góðum degi) hvert við erum að fara. Fyrir okkur Íslendinga skiptir þessi sjálfsmynd heilmiklu máli. Við vorum öldum saman býsna einangruð, skáluðum lengi fyrir heilsu látins kóngs því andlátsfréttin barst seint hingað út og höfðum lítið að segja af öðrum þjóðum og siðum þeirra. Að sjálfsögðu er allt þetta breytt og við erum í hópi þeirra þjóða, sem líta á alþjóðavæðingu sem tækifæri til að eflast og styrkjast. En einmitt þess vegna er svo mikilvægt að við sinnum vel kennslu í sögu á öllum skólastigum. Sjálftraust og sjálfþekking haldast í hendur og alþjóðavæðingin gerir í raun þá kröfu að við hlúum mjög vel að því sem gerir okkur sérstök og öðruvísi en aðra. Það er reikult rótlausa þangið og þjóð sem ekki hefur sterka tengingu við sögu sína er rótlaus. Mig langar því til að koma að hérna einni hugmynd sem ég held að gæti verið gagnleg. Fyrir nokkrum árum lét BBC gera nokkra sjónvarpsþætti um sögu Bretlands. Þættirnir voru í umsjón sagnfræðingsins Simon Schama. Í fyrstu áttu markaðsstjórar BBC ekki von á því að þættirnir væru til vinsælda fallnir og því voru þeir settir á dagskrá seint á sunnudagskvöldum. En viðbrögðin hjá almenningi voru vægast sagt jákvæð og fyrr en varði voru þættirnir fluttir á besta sýningartíma. Framsetningin var enda skýr og skemmtileg og Schama var ekki hræddur við að fjalla um söguna í nokkrum smáatriðum þar sem það átti við. Vitanlega hafði söguskoðun Schama eitthvað að segja um efnistök en þrátt fyrir það bar ekki á miklum deilum um það hvernig hann nálgaðist efnivið sinn. Þættirnir voru skemmtun sem jók áhorf á BBC en ekki síður höfðu þeir mikið fræðslugildi, þeir nýtast vel í kennslu í sagnfræði til dæmis í grunn- og framhaldsskólum. Er ekki kominn tími til að við Íslendingar eignumst vandaða heimildamyndaþætti um sögu landsins allt frá landnámi og fram á okkar daga? Ég er sannfærður um að slíkt sjónvarpsefni myndi fá mikið áhorf, jafnvel ekki minna en sumt af því efni sem RÚV eyðir miklum fjárhæðum í að kaupa erlendis frá. Vitanlega kallar gerð svona viðamikillar heimildarmyndar á útgjöld umfram það sem RÚV hefur til innlendrar dagskrárgerðar, en ég held að á þeim bænum mætti frekar horfa til svona verkefna heldur en að bjóða háar fjárhæðir í réttinn til að sýna til dæmis alþjóðleg fótboltamót, dagskrárefni sem einkareknu stöðvarnar geta auðveldlega sinnt. En ég tel réttlætanlegt fyrir menntmálaráðuneytið að verja fé sérstaklega til gerð heimildaþátta um Íslandssöguna, því þá væri hægt að nota í sögukennslu í grunn- og framhaldsskólum landsins um langa hríð. Auðvitað er sagan vandmeðfarinn og engin ein aðferð til við að túlka hana. Jónas frá Hriflu skrifaði til dæmis Íslandssöguna sjálfur og ekki víst að allir sagnfræðingar séu sammála þeirri nálgun. En deilur um mismunandi skoðun á sögunni og framvindu hennar eiga ekki að þurfa að koma í veg fyrir að hægt sé að gera Íslandssögunni ágæt skil, líkt og Schama og BBC tókst í Bretlandi. Við eigum marga frábæra sagnfræðinga og kvikmyndagerðamenn, þetta yrði verðugt verkefni fyrir þá.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun