Ekki augljóst hvort ÍE hafi brotið lög 1. nóvember 2006 05:45 Tölvupóstur Persónuvernd hefur ákveðið að taka ekki upp að eigin frumkvæði skoðun ÍE á tölvupósti fyrrverandi starfsmanna sinna. Viðbrögð aðila vinnumarkaðins eru á ýmsan hátt. Ákvörðun Persónuverndar um að taka ekki upp að eigin frumkvæði skoðun Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) á tölvupósti hefur vakið blendin viðbrögð. Magnús Norðdal, lögfræðingur ASÍ, telur ekki augljóst að ÍE hafi brotið á starfsmönnum sínum með því að skoða tölvupóst þeirra með þessum hætti. „Mér finnst þeir ganga nokkuð langt í því sem þeir eru að gera. Hvort það sé nákvæmlega brot á lögum þori ég ekki frekar en Persónuvernd að segja til um.“ Hann segir að ASÍ leggi mikla áherslu á að atvinnurekendur upplýsi starfsmenn sína mjög nákvæmlega um þær reglur sem gildi innan fyrirtækis varðandi tölvupóstsnotkun. Svo virðist hafa verið í þessu tilfelli. Hins vegar telji hann að fyrirtæki eigi að gera viðkomandi starfsmönnum viðvart áður en svona könnun á tölvupóst þeirra fari fram. „Þeir fara í þessa innanhúsrannsókn án þess að láta starfsmennina vita. Það fer alltaf svolítið í taugarnar á okkur.“ Magnús segir fyrst og fremst tvennt ráða því að Persónuvernd telji sig ekki þurfa að taka málið upp að eigin frumkvæði. „Í fyrsta lagi er málið að hluta til hjá lögreglu í opinberum farvegi og í öðru lagi hefur enginn einstaklingur kært fyrirtækið fyrir innbrot í tölvupóst sinn.“ Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að sér virðist sem ákvörðun Persónuverndar hafi verið skynsamleg. „Þetta er auðvitað mjög vandmeðfarið en það þarf náttúrulega að ríkja trúnaðarsamband milli fyrirtækis og starfsmanna. Fyrirtækin þurfa að hafa einhverja möguleika ef starfsmennirnir rjúfa trúnað. En síðan er auðvitað spurning um hversu langt sé hægt að ganga. Starfsfólkið verður að hafa frið með sitt einkalíf. Leitaraðferðin snerist enda ekki um að leita að persónulegum gögnum heldur að leita að þáttum sem snúa beint að fyrirtækinu. Það er kannski það sem gerir það að verkum að Persónuvernd lætur kyrrt liggja.“ Vilhjálmur telur ákvörðunina geta orðið fordæmisgefandi. „Ég tel að minnsta kosti að þetta sé fordæmisgefandi þannig að ef það er vel rökstuddur grunur um að starfsmaður sé að brjóta trúnað eða taka eitthvað ófrjálsri hendi þá sé að minnsta kosti hægt að beita sér með einhverjum hætti gagnvart honum. Það sé þá hægt að ganga úr skugga um hvort raunveruleg ástæða sé fyrir grunsemdunum.“ Innlent Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira
Ákvörðun Persónuverndar um að taka ekki upp að eigin frumkvæði skoðun Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE) á tölvupósti hefur vakið blendin viðbrögð. Magnús Norðdal, lögfræðingur ASÍ, telur ekki augljóst að ÍE hafi brotið á starfsmönnum sínum með því að skoða tölvupóst þeirra með þessum hætti. „Mér finnst þeir ganga nokkuð langt í því sem þeir eru að gera. Hvort það sé nákvæmlega brot á lögum þori ég ekki frekar en Persónuvernd að segja til um.“ Hann segir að ASÍ leggi mikla áherslu á að atvinnurekendur upplýsi starfsmenn sína mjög nákvæmlega um þær reglur sem gildi innan fyrirtækis varðandi tölvupóstsnotkun. Svo virðist hafa verið í þessu tilfelli. Hins vegar telji hann að fyrirtæki eigi að gera viðkomandi starfsmönnum viðvart áður en svona könnun á tölvupóst þeirra fari fram. „Þeir fara í þessa innanhúsrannsókn án þess að láta starfsmennina vita. Það fer alltaf svolítið í taugarnar á okkur.“ Magnús segir fyrst og fremst tvennt ráða því að Persónuvernd telji sig ekki þurfa að taka málið upp að eigin frumkvæði. „Í fyrsta lagi er málið að hluta til hjá lögreglu í opinberum farvegi og í öðru lagi hefur enginn einstaklingur kært fyrirtækið fyrir innbrot í tölvupóst sinn.“ Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að sér virðist sem ákvörðun Persónuverndar hafi verið skynsamleg. „Þetta er auðvitað mjög vandmeðfarið en það þarf náttúrulega að ríkja trúnaðarsamband milli fyrirtækis og starfsmanna. Fyrirtækin þurfa að hafa einhverja möguleika ef starfsmennirnir rjúfa trúnað. En síðan er auðvitað spurning um hversu langt sé hægt að ganga. Starfsfólkið verður að hafa frið með sitt einkalíf. Leitaraðferðin snerist enda ekki um að leita að persónulegum gögnum heldur að leita að þáttum sem snúa beint að fyrirtækinu. Það er kannski það sem gerir það að verkum að Persónuvernd lætur kyrrt liggja.“ Vilhjálmur telur ákvörðunina geta orðið fordæmisgefandi. „Ég tel að minnsta kosti að þetta sé fordæmisgefandi þannig að ef það er vel rökstuddur grunur um að starfsmaður sé að brjóta trúnað eða taka eitthvað ófrjálsri hendi þá sé að minnsta kosti hægt að beita sér með einhverjum hætti gagnvart honum. Það sé þá hægt að ganga úr skugga um hvort raunveruleg ástæða sé fyrir grunsemdunum.“
Innlent Mest lesið „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Innlent Segir verkföll ekki mismuna börnum Innlent Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga Innlent Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Innlent Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni Innlent Fleiri fréttir Börðust við eldinn klukkustundum saman í sex stiga frosti Jón Guðmundsson fasteignasali er látinn Þrír fluttir á sjúkrahús Þyrlan kölluð út vegna umferðarslyss við Þrastarlund Brynjar verður ekki í stjórn Mannréttindastofnunar Segir verkföll ekki mismuna börnum Upplifir mikið vonleysi og gengur á sumarfrísdagana Formaður Kennarasambandsins svarar gagnrýni „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Bein útsending: Frambjóðendur ræða listir og menningu Vinstri græn kynna áherslumál sín fyrir kosningarnar „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Nýr prófastur ætlar ekki að hætta með kindurnar sínar Fimmtán prósent allra hænsna á búinu drápust Áfallið mikið en „svo er bara að bretta upp ermar“ Tryggingagjald, andstæðir pólar og orkuskipti í Sprengisandi Hiti í fólki í miðbænum á kaldri sunnudagsnóttu Þúsundir hænsna drápust í bruna á eggjabúi við Voga „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ „Einkennilegt að vera með örhóp í verkfalli“ Kveikt í uppstilltum bílflökum til að líkja eftir brotlentri flugvél Fólk ofmeti áhrif einstakra mála og frambjóðenda á kjósendur Ari Eldjárn lofar að hætta að segja „beisiklí“ Gengur upp og niður Garðskagavita í eitt ár Telur útfærslu kennara á verkföllum ekki líklega til árangurs Rýnt í ákvörðun Þórðar Snæs og kjaradeilu kennara Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn jöfn í kosningaspá Nokkuð öflugur skjálfti í Bárðarbungu Vélsleðaslys í Langjökli Viðbrögð við ákvörðun Þórðar: „Þetta er mikil synd“ Sjá meira