Ævisaga Guðmundar Finnbogasonar er komin út 1. nóvember 2006 19:00 Guðmundur Finnbogason sálfræðingur, menntafrömuður og landsbókavörður Ný ævisaga um hann bætir úr verulegum skorti á hlutdeild hans í norrænum sálfræðikenningum og almennri umræðu Frá sál til sálar er heiti bókar sem komin er út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi eftir Jörgen Pind sálfræðing. Ritið fjallar um ævi og verk Guðmundar Finnbogasonar sálfræðings, en það er nýlunda að hann sé kenndur við það starfsheiti, lengst af var hann þekktur í íslensku menningarlífi sem landsbókavörður. Færri vita að Guðmundur var frumkvöðull í íslenskri sálfræði og vann sem slíkur gríðarlega merkilegt starf, bæði með fræðistörfum sínum og sem höfundur og hugmyndasmiður fræðslulaganna sem sett voru 1907 og lögðu grunninn að skólaskyldu hér á landi. Guðmundur var fæddur árið fyrir þjóðhátíðarárið, 1873, og lést lýðveldishátíðarárið 1944. Hann samdi verkið Den sympatiske forstaaelse sem er þekkt sem sígilt rit í norrænni sálfræði en mætti litlum skilningi landa sinni sem löngum hafa litið sálfræðina hornauga. Í ævisögunni gerir Jörgen sérstaka grein fyrir kenningum Guðmundar um samúðarskilninginn sem telja verður hans frumlegasta framlag til íslenskra hugvísinda og landar hans hafa ekki sýnt mikinn sóma. Bókin er 474 bls. að stærð og er ríkulega myndskreytt. Höfundurinn staðnæmist við kenningasmíði Guðmundar en rekur jafnframt margvíslega opinber afskipti hans en Guðmundur var gríðarlega áhrifamikill maður í opinberri umræðu hér á landi á sinni tíð og hafði áhrif víða, Jörgen Pind hefur unnið að riti sínu um nokkurra ára skeið og er prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands. Menning Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Baltasar Samper látinn Menning Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira
Frá sál til sálar er heiti bókar sem komin er út hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi eftir Jörgen Pind sálfræðing. Ritið fjallar um ævi og verk Guðmundar Finnbogasonar sálfræðings, en það er nýlunda að hann sé kenndur við það starfsheiti, lengst af var hann þekktur í íslensku menningarlífi sem landsbókavörður. Færri vita að Guðmundur var frumkvöðull í íslenskri sálfræði og vann sem slíkur gríðarlega merkilegt starf, bæði með fræðistörfum sínum og sem höfundur og hugmyndasmiður fræðslulaganna sem sett voru 1907 og lögðu grunninn að skólaskyldu hér á landi. Guðmundur var fæddur árið fyrir þjóðhátíðarárið, 1873, og lést lýðveldishátíðarárið 1944. Hann samdi verkið Den sympatiske forstaaelse sem er þekkt sem sígilt rit í norrænni sálfræði en mætti litlum skilningi landa sinni sem löngum hafa litið sálfræðina hornauga. Í ævisögunni gerir Jörgen sérstaka grein fyrir kenningum Guðmundar um samúðarskilninginn sem telja verður hans frumlegasta framlag til íslenskra hugvísinda og landar hans hafa ekki sýnt mikinn sóma. Bókin er 474 bls. að stærð og er ríkulega myndskreytt. Höfundurinn staðnæmist við kenningasmíði Guðmundar en rekur jafnframt margvíslega opinber afskipti hans en Guðmundur var gríðarlega áhrifamikill maður í opinberri umræðu hér á landi á sinni tíð og hafði áhrif víða, Jörgen Pind hefur unnið að riti sínu um nokkurra ára skeið og er prófessor í sálfræði við Háskóla Íslands.
Menning Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Baltasar Samper látinn Menning Fleiri fréttir Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Baltasar Samper látinn Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Sjá meira