Aldrei lent í öðru eins 31. október 2006 11:00 Marel Baldvinsson var í tapliði Molde í norsku úrvalsdeildinni en þá tapaði liðið fyrir Veigar Páli Gunnarssyni og félögum í Stabæk, 8-0. Veigar skoraði tvö markanna og var að sögn Marels óstöðvandi. „Hann svoleiðis rúllaði vörninni okkar upp," sagði Marel. Hann segist sjaldan hafa orðið vitni að öðru eins. „Ég hef aldrei séð jafn mikla yfirspilun í fótboltaleik í efstu deild. Þeir hreinlega keyrðu yfir okkur," sagði hann. Molde þurfti að vinna leikinn til að eiga enn möguleika á að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni. „Við lentum undir snemma í leiknum. Við börðumst þó áfram og áttum til að mynda skalla í slá en þegar þeir skora öðru sinni þá sá maður að menn koðnuðu niður þá og þegar. Menn áttuðu sig á því hvað væri að gerast, að það væri engin leið úr þessu og það átti sér stað andlegt hrun." Eftir um hálftíma leik var markverði Molde vikið af velli með rautt spjald og Marel í kjölfarið skipt út af fyrir varamarkvörð liðsins. „Eftir á að hyggja var það bara ágætt því það var nógu vont að horfa á leikinn af hliðarlínunni. Nú erum við fallnir nema við vinnum næsta leik með 20 mörkum og hitt liðið tapi og er það auðvitað ekkert að fara að gerast. Það var því frekar þung stemning á æfingu í dag þar sem menn þurftu að horfast í augu við fallið." Marel hefur aldrei tekist á við þennan veruleika áður, en segist ætla að taka þessu eins og maður. „Ég sé alls ekki eftir því að hafa komið hingað. Ég á ekki von á öðru en að efna minn tveggja ára samning." Sem fyrr segir átti Veigar Páll stórleik og segir Marel að hann njóti mikillar virðingar meðal norskra knattspyrnumanna. „Margir hafa kosið hann leikmann ársins í deildinni. Það er ekki nóg með að hann skori heilan helling heldur leggur hann upp heilan haug af mörkum." Marel hlaut gullskóinn í ár en hann skoraði ellefu mörk með Blikum áður en hann var seldur til Noregs. Hann var einnig valinn í lið ársins. „Það var góður bónus á tímabilinu og alltaf gaman þegar manni hlotnast álíka heiður." Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Sjá meira
Marel Baldvinsson var í tapliði Molde í norsku úrvalsdeildinni en þá tapaði liðið fyrir Veigar Páli Gunnarssyni og félögum í Stabæk, 8-0. Veigar skoraði tvö markanna og var að sögn Marels óstöðvandi. „Hann svoleiðis rúllaði vörninni okkar upp," sagði Marel. Hann segist sjaldan hafa orðið vitni að öðru eins. „Ég hef aldrei séð jafn mikla yfirspilun í fótboltaleik í efstu deild. Þeir hreinlega keyrðu yfir okkur," sagði hann. Molde þurfti að vinna leikinn til að eiga enn möguleika á að halda sæti sínu í úrvalsdeildinni. „Við lentum undir snemma í leiknum. Við börðumst þó áfram og áttum til að mynda skalla í slá en þegar þeir skora öðru sinni þá sá maður að menn koðnuðu niður þá og þegar. Menn áttuðu sig á því hvað væri að gerast, að það væri engin leið úr þessu og það átti sér stað andlegt hrun." Eftir um hálftíma leik var markverði Molde vikið af velli með rautt spjald og Marel í kjölfarið skipt út af fyrir varamarkvörð liðsins. „Eftir á að hyggja var það bara ágætt því það var nógu vont að horfa á leikinn af hliðarlínunni. Nú erum við fallnir nema við vinnum næsta leik með 20 mörkum og hitt liðið tapi og er það auðvitað ekkert að fara að gerast. Það var því frekar þung stemning á æfingu í dag þar sem menn þurftu að horfast í augu við fallið." Marel hefur aldrei tekist á við þennan veruleika áður, en segist ætla að taka þessu eins og maður. „Ég sé alls ekki eftir því að hafa komið hingað. Ég á ekki von á öðru en að efna minn tveggja ára samning." Sem fyrr segir átti Veigar Páll stórleik og segir Marel að hann njóti mikillar virðingar meðal norskra knattspyrnumanna. „Margir hafa kosið hann leikmann ársins í deildinni. Það er ekki nóg með að hann skori heilan helling heldur leggur hann upp heilan haug af mörkum." Marel hlaut gullskóinn í ár en hann skoraði ellefu mörk með Blikum áður en hann var seldur til Noregs. Hann var einnig valinn í lið ársins. „Það var góður bónus á tímabilinu og alltaf gaman þegar manni hlotnast álíka heiður."
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Sjá meira